Monday, December 10, 2007

For Love Of The Murder

Einsog áður er hér spoiler-viðvörun. 11. og 12. þáttur í 2. seríu.
Dexter eru allt of góðir þættir. Ég hef ausið lofi á þá trekk í trekk á þessu bloggi en ég virðist tilneyddur til þess einu sinni enn því lokin á 2. seríu eru hreinlega brjáluð. Djöfuls snilld að leysa vandamálið með Doakes í búri með því að láta Lylu finna hann og drepa án nokkurrar aðkomu Dexters. Djöfuls snilld að gefa Dexter góða ástæðu til að drepa Lylu og djöfulsins fokking snilld að sýna okkur Dexter myrða þessa ömurlegu mellu í París af öllum stöðum. Hann sagði meira að segja „takk fyrir“ eftirá. Það er samt ekki margt sem ég þarf að ræða um þennan karakter akkúrat núna. Ég lagði í nokkuð langa færslu um hann um daginn þannig að það er með mestu óþarft. Mig langar bara að minnast á nokkur atriði úr þessum seinustu tveim þáttum.
Mér leið frekar illa þegar mellan drap Doakes. Á þessum stutta tíma sem þeir áttu saman, morðinginn Dexter og fórnarlambið James, lærði ég að meta hann meir og meir. Hann var ágætis gæji og átti ekki skilið að vera drepinn af einhverri ömurlegri, fölri bretahóru. Þetta gerði reyndar að verkum að Dexter fékk ástæðu til að myrða hana þannig að ég get alveg sætt mig við skiptin.
Eitt loka "mothafucka" áður en James gamli beit í súra eplið
Atriðið í seinasta þættinum þar sem við sjáum morgunrútínuna hjá hamingjusömum Dexter, með klippum úr introinu, var algjör snilld. Djöfull var hann sáttur og djöfull var ég sáttur með að hann væri sáttur. Ég elska þennan gæja, hann er algjör meistari. Það er í rauninni það besta við þennan seinasta þátt, hvað ég vafðist um fingur rithöfundanna og missti mig í tilfinningahita á köflum. Ég var að verða brjálaður þegar ég hélt í smástund að Dexter ætlaði sér að byrja aftur með Lylu. Ég gat síðan ekki hamið mig af gleði þegar ég fattaði planið hans og hlakkaði óstjórnlega mikið til að sjá hann saga hana í sundur með keðjusög.
Þar komum við svo að skemmtilegasta atriði þessara þátta og, að mínu viti, ánægjulegasta atriði sjónvarpssögunnar. Ég get ekki lýst hamingju minni þegar Dexter rak þennan hníf á bólakaf í bringuna á Lylu. Þessari ömurlegu mellu, sem ég hef elskað að hata alla seríuna, hefur loksins verið lógað og kominn tími til. Það hafði líka mikil áhrif á fílinginn í senunni hversu ólík stemningin var í Parísarskotunum heldur en í “sunny Miami”. Geggjaður endir á frábærri þáttaröð.
Eitt feitt "MurderDeathKill" í uppsiglingu
Ég er líka ógeðslega ánægður með að Dexter sé aftur byrjaður með Ritu. Ég fíla hana í botn, hún er svo góð manneskja og veitir svo sterkan kontrast við vonda Dexter. Þess vegna hefði það aldrei gengið að láta Dexter og Lylu enda saman í lengri tíma. Þau eru bæði svo vond, sérstaklega hún, þessi rotnandi tæfa. Ég fíla krakkana, ég fíla Ritu og ég elska að Dexter sé raðmorðingi í felum með fjölskyldu og saklausa konu. Það er bara miklu skemmtilegra, dínamískt séð, heldur en að hann sé loner með geðbilaða pyromaniac kærustu.
Að endingu... hvað nú? Fyrsta serían kynnti okkur fyrir “friendly neighbourhood mass-murderer” konseptinu og gaf okkur virkilega góða og tilfinningaþrungna sögu um mann sem hefur engar tilfinningar og þarf að drepa eina manninn sem skilur hann. Önnur serían gaf okkur sama mann á flótta undan lögunum og sjálfum sér líka, Dexter byrjaði að líta Harry gagnrýnni augum og komst að ýmsu um fortíð sína. Núna er okkar maður aftur á móti orðinn master, að eigin sögn. Hann hefur ákveðið að taka samböndum við aðra opnum örmum frekar en að fela sig sífellt á bak við upplogna grímu tilfinningaleysis. Hann hefur þar með gefið höggstað á sér en hann er tilbúinn til að takast á við þau vandamál sem bíða framundan. Hann elskar Ritu, börnin og Deb og hann elskar að drepa glæpamenn á mjög skipulegan hátt, sem nálgast stundum það sem sumir myndu kalla helgisið. Lokasetning seríunnar segir allt sem segja þarf um þennan nýja Dexter,
"And so this is my new path, which is a lot like the old one, only mine. To stay on that path I have to work harder, explore new rituals, evolve. Am I evil? Am I good? I’m done asking those questions. I don’t have the answers. Does anyone?".
Þá er bara ein spurning eftir. Hverju má búast við næst? Ég get ekki ímyndað mér það, en á meðan ég get hlakkað til að sjá Dexter fylla upp í nýja verðlaunagripakassann sinn þá er ég happy camper.

Saturday, December 8, 2007

Jólaról

Ég er núna búinn að undirbúa jólafríið helvíti vel, búinn að vera drulluduglegur á torrent undanfarið og sit nú á nokkrum feitum ræmum til að tapa mér yfir í fríinu. Þeirra á meðal eru Bonnie and Clyde, Corpse Bride, Mississippi Burning og þessi elska.Fyrsti ramminn: Beat that!

Friday, December 7, 2007

West Wing hugleiðingar


Guð minn góður. Ég var að klára aðra seríu af West Wing núna í fyrradag og aðra eins epík hef ég sjaldan séð(glöggir lesendur taka eftir því að fyrir réttum tveimur vikum var ég með 1. seríu í torrentinum og já, vissulega hef ég eytt seinustu tveimur vikum í margt annað en lærdóm). Seinasti þátturinn er fullkomið dæmi um hvernig á að kynna hluti til sögunnar áður en þú notar þá. Þátturinn fjallar um einn dag í lífi forsetans Jed Bartlet. Þennan ákveðna dag þarf Jed að jarða ritarann sinn, sem lést í bílslysi nokkrum dögum áður, fara í viðtal í sjónvarpi þar sem hann játar fyrir bandarísku þjóðinni að hafa haft MS sjúkdóminn þegar hann var kjörinn fyrir tveimur árum og að lokum halda blaðamannafund um kvöldið þar sem hann verður óhjákvæmilega spurður hvort hann hyggi á endurkjör að tveimur árum liðnum. Óþarft er með öllu að lýsa faglegu hlið þessara þátta þar sem leikararnir og allt fagfólk eru meistarar, sem ég hef sagt hér áður aðeins neðar á síðunni. Það sem gerir þennan seinasta þátt 2. seríu öðrum frábrugðinn í epík er hversu vel uppbyggður hann er og hversu sterkum tilfinningalegum böndum maður tengist sögunni. Þátturinn er sumsé þannig byggður upp að milli þess sem forsetinn sinnir því sem sinna þarf á þessum erfiða degi fáum við að sjá brot úr æsku kappans þar sem hann stundar nám við skóla þar sem faðir hans er skólastjóri. Ritarinn hans á forsetastól er þar kynntur til sögunnar sem vinur og starfsmaður við skólann. Hér fáum við að kynnast ákveðnum persónueinkennum Jeds sem koma síðan við sögu seinna. Þess á meðal er að alltaf þegar hann er ákveðinn í að gera eitthvað setur hann hendurnar í vasana meðan hann lítur út í loftið og brosir. Hér á eftir fylgja tvö atriði úr þættinum. Hér sjáið þið hvað ég á við með kynningu á hlutum sem koma við sögu seinna. Horfið á þau í röð áður en við höldum áfram.
Gaddem, það er eitthvað sem smellur saman þarna. Lagið undir, sérstaklega gítarinn, ógeðslega töff. Ég fæ bara gæsahúð þegar ég horfi á þetta. Það er engin sérstök ástæða fyrir því að ég skelli þessari færslu hérna inn nema sú að ég var hreinlega tilneyddur. Þessi karakter er svo frábær og það er svo klikkað þegar maður sér stand-out þætti úr seríum þar sem hver einasti þáttur er miklu betri en flest annað í sjónvarpinu. Þá er maður að horfa á eitthvað virkilega sérstakt. West Wing eru svona þættir sem eru alltaf skemmtilegir og áhugaverðir en það er ekki nema stöku sinnum sem maður virkilega uppveðrast yfir þeim og þá er það líka eitthvað virkilega hardcore. Ég minnist þá helst lokaþáttar 6. seríu, sem gerist allur á flokksþingi Demókrata þar sem útnefna á forsetaframbjóðanda flokksins fyrir næstu kosningar. Skemmst er frá því að segja að ég gat ekki sofnað á eftir ég var svo uppveðraður. Mig langaði mest að kaupa mér miða á flokksþingið 2008 þegar næsti alvöru frambjóðandi verður kjörinn og öskra “Eight is enough!” þangað til ég dey úr æsingi. Djöfuls snilld. Djöfuls fokking snilld.

Tuesday, December 4, 2007

Beowulf

Þegar maður hélt að loksins væri maður orðinn það dannaður að ekkert kæmi lengur á óvart fær maður blauta tusku í andlitið, í táknrænni merkingu að sjálfsögðu. Þessi táknræna merking kom í formi bíómyndar í 3-D að nafni Beowulf.
Tölvugerðar myndir hafa verið að færa sig upp á skaftið undanfarin ár. Ég man um árið þegar Final Fantasy: The Spirits Within kom út og ég las grein þar sem gerðir voru að því skórnir að í náinni framtíð myndu tölvugerðir leikarar taka við og engrar mannlegrar reynslu yrði lengur þörf. Þetta hefur reyndar ekki alveg ræst en á meðan menn halda áfram að reyna er alltaf von. Robert Zemeckis hefur haldið fána þessarar kvikmyndatækni á lofti í sínum seinustu tveimur myndum og gengið alveg ágætlega. Þó er það virkilega magnað hversu stórt stökk tæknin tekur milli mynda, þrátt fyrir að The Polar Express hafi kannski ekki átt að vera jafnraunveruleg og þessi þá sést vel hversu mikill munurinn er. Hún var í svipuðum klassa og áðurnefnd Final Fantasy en Beowulf skapar sér nýjan og miklu hærri stall. Beowulf lítur einfaldlega ógeðslega vel út. Fyrir utan frábæra listræna stjórnun er tölvuteiknunin svo góð að maður hrynur beint inn í myndina frá fyrstu sekúndu. Vissulega hafði 3-D eitthvað með það að gera, raunar mjög mikið því ég hef hreinlega aldrei verið jafn dáleiddur af mynd einsog þessari. Þetta er eitthvað sem menn verða að upplifa í bíó, það er svo einfalt. Ég sleppti því að fara á Spy Kids 3-D á sínum tíma og ég held það hafi verið rétt ákvörðun, því í rauninni er þetta akkúrat myndin til að afmeyja mann fyrir þessari tækni. Stundum er það meira að segja óþægilegt þegar hlutir koma fljúgandi í áttina að manni og maður lokar augunum en fattar svo aftur að maður er í bíó og andar léttar í smá stund þangað til það gerist aftur. Þvílíkt sjónarspil.
Burtséð frá öllu þessu húllumhæi h
efði Zemeckis alveg eins getað skitið á sig í sögunni og strúktúr myndarinnar en það er alls ekki tilfellið hér. Þessi mynd væri snilld jafnvel þótt hún væri gerð upp á gamla mátann. Sagan sjálf er rosaleg og epísk. Hún fjallar um Bjólf(Ray Winstone), hetju frá Gautlandi sem kemur til Danmerkur til að drepa skrímsli að nafni Grendel. Með honum í för eru nokkrir harðir naglar, þeirra á meðal hörkutólið Vígleifur(Brendan Gleeson), og fá þeir lof um mikla umbun frá Hróðgeiri konungi(Anthony Hopkins) ef vel tekst til. Í kjölfarið fylgja morð og harka einsog ég hef aldrei áður séð. Hasarinn er slíkur að á stundum er maður við það að míga í sig. Bjólfur sjálfur er mikið glæsimenni og hetja og hefur mest gaman af að hlusta á sjálfan sig segja sögur af eigin afrekum. Það besta við þessa mynd er í raun hversu góðir karakterarnir eru, maður kann að meta þá alla sem einn og maður skilur ákvarðanir hvers fyrir sig. Sagan er frábærlega sögð og það er augljóst að Zemeckis hefur ekki bara auga fyrir flottum skotum og töff skrímslum. Handritið er virkilega gott enda skrifað af þeim mikla meistara Neil Gaiman, höfundi Sandman myndasagnanna goðsagnakenndu. Tónlistin er líka geðveik, sem og hljóðið. Ég hefði ekki getað lifað mig jafnvel inn í myndina ef ekki hefði verið fyrir geggjað hljóð og ógeðslega flotta tónlist, alveg á LOTR mælikvarðanum. Allt passar saman, öll hljóð og allar listrænar ákvarðanir eru byggðar á einhverju undirliggjandi konsepti, sem skilar sér fullkomlega af hvíta tjaldinu inn í huga áhorfandans. Ég hef ekki einu sinni minnst á Angelinu Jolie eða John Malkovich, svo mikið er ég að tapa mér yfir þessari mynd. Angelina er samt sjúklega heit og John Malkovich er geggjaður leikari, sem og allir hinir. Hopkins er frábær að venju og Winstone er geggjaður í titilhlutverkinu. Ekki halda að leiktaktarnir komist ekki til skila í gegnum tölvuteiknunina, þeir gera það og allir eru jafn geggjaðir og þeir væru venjulega.
Eftir að hafa sagt þetta allt finnst mér einsog ég hafi ekki gert þessari mynd nærri eins góð skil og ég vildi. Hún hafði virkileg áhrif á mig, hún var hreinlega geðsjúk. Tölvuteiknunin er geðveik, leikurinn er geðveikur, handritið og sagan, myndatakan og hljóðið, tónlistin og epíkin, spennan og hasarinn, djöfuls snilld! Þessi mynd er svo spennandi að ég gat ekki hreyft mig, mér leið illa í hálsinum eftirá því ég var svo spenntur.
Svona á bíó að vera, manni á að líða einsog maður hafi aldrei séð bíómynd áður, falla aftur í barndóm og tapa sér í skemmtuninni. Það er það sem þessi mynd gerir. Hún sveipar kvikmyndina nýrri hulu, nýrri dulúð og færir manni töfra bíóferðanna beint í hjartastað. Svona á bíó að vera. “They DO make them like this anymore!”
4,5/5

Gamlar fréttir... og nýjar uppljóstranir

Dexter. Spoiler, spoiler og aftur spoiler. Consider yourselves warned. Ég veit það vel að það er ekkert nýtt að Dexter séu bestu sjónvarpsþættir í gangi í dag. Aftur á móti fann ég mig knúinn til að kommenta á undanfarna þætti í 2. seríu, nefnilega þann 8., 9. og 10. Það sem gerir Dexter að svo góðum þáttum er hversu hröð söguframvindan getur orðið án þess að handritið missi nokkurn tíma sjónar á markmiðum hvers þáttar fyrir sig. Hver þáttur hefur sína dramatísku þungamiðju og þrátt fyrir að stærra plott seríunnar sé alltaf í aðalhlutverki þá er virkilega gaman að sjá þegar þessi litlu plott koma í forgrunninn og hversu vel er hægt að skrifa stærri söguna í kringum þau. Frábært dæmi væri nýjasti þátturinn, sá 10., þar sem hröð söguframvinda þeirra tveggja þátta sem á undan komu hægir aðeins á sér til að gefa okkur virkilega mikilvægt og áhugavert subplot úr fortíð Dexters. Þessi þáttur gaf okkur í raun meiri innsýn í karakter Dexters en nokkur annar. Auk þess að sjá viðbrögð Dexters við þeim fréttum að Harry hafi í raun framið sjálfsmorð fáum við, að mínu mati, magnaðasta atriði þáttanna í heild sinni þegar Doakes verður vitni að hinni rosalega kerfisbundnu og óhugnanlegu morðathöfn Dexters. Að sjá þennan karakter, sem maður hefur tekið í sátt með tímanum á allan hátt, frá sjónarhóli Doakes er virkilega skemmtilegt og efni í langar samræður. Auk þess að vera þessi hnittni og skemmtilega óhugnanlegi maður, sem við höfum kynnst í þessum tveimur seríum, er Dexter virkilega truflaður gaur. Hversu kúl sem það virðist í fyrstu að hann myrði fólk, sem kemst framhjá kerfinu, þá er hann samt fjöldamorðingi og allkaldrifjaður miðað við kollega sína. Angistin í orðum Doakes þegar hann reynir að hafa vit fyrir Dexter áður en hann drepur dópsalann í lok þáttarins er vitnisburður um það hversu ólíkir þeir tveir eru í raun og veru. Þrátt fyrir að hafa sömu skoðun á glæpamönnum höndlar Doakes hreinlega ekki hryllinginn sem Dexter er og getur ekki annað en sest á grúfu út í horni og haldið fyrir eyrun meðan vélsögin suðar í bakgrunninum.
Við höfum fengið að sjá í þessari seríu að sú staðhæfing Dexters að hann sé tilfinningalaus á engan veginn rétt á sér. Hann fann til þegar hann drap bróður sinn, hann elskar systur sína, Ritu og börnin hennar og hvað sem hann segir sjálfum sér þá hefur hann óneitanlega ákveðna ánægju af því að drepa vonda kalla. Auk þess er þessi ákveðna þráhyggja með blóð og verðlaunagripirnir sem Dexter geymir í litla kassanum. Tilfinningaleysi er þannig í ein af lygunum sem Dexter felur sig á bakvið til að sjá ekki sjálfur það sem aðrir sjá í morðum hans. Hversu kaldrifjaður sem hann gerist felur hann sig alltaf á bakvið tilfinningaleysi og áfall í æsku.
Þrátt fyrir þetta á hann sér ákveðna málsvörn. Í stað þess að hjálpa aumingja drengnum ákvað Harry að gera úr honum drápstól, sem samfélagið hefði not fyrir þegar dómskerfið virkaði ekki. Þetta er í sjálfu sér góð og metnaðarfull pæling en meira að segja Harry sjálfur höndlaði ekki raunveruleika þess sem hann bjó til og gat ekki lifað með sjálfum sér eftir það. Versta er að hann sagði Dexter ekki frá því. Þótt hann hafi gefið honum ákveðnar reglur og boðskap til að lifa eftir er augljóst hversu vanhugsuð pæling þetta var hjá kallinum. Dexter er ekkert annað en fjöldamorðingi, hvort sem hann drepur glæpamenn eða ekki og ég verð að viðurkenna að það er ástæðan fyrir því að ég elska hann. Ég fæ ákveðið "kick" út úr því að sjá hann drepa þessa gæja og það tengist því lítið sem ekkert að þetta séu morðingjar og dópsalar.
Þrátt fyrir allt er okkar maður samt ekki samviskulaus, sem er augljóst í pælingunni í 10. þætti um að fangelsun hans myndi fara enn verr með þá sem hann elskar en hann sjálfan. Hann hættir að hugsa um sjálfan sig og sitt lífsverkefni og pælir aðeins í afleiðingum þess að leyndarmálið kæmist út. Deb og Rita myndu báðar tapa öllu því trausti sem þær geta borið til annarra, enda báðar lent í tjóni áður varðandi traust á röngum gæjum og krakkarnir myndu lenda í skelfilegu áfalli yfir því að eina föðurímynd þeirra, sem eitthvað vit var í, myndi vera aflífaður fyrir fjöldamorð. Allt í allt yrðu það sorgleg endalok fyrir þennan krossfara fjöldamorðsins.