Monday, October 29, 2007

Rólegur í tíðinni

Ég veit það er liðinn dálítill tími síðan við sáum þessa en ég fattaði í gær að ég verð að skrifa um hana hér á bloggið ef ég vil ekki fá skróp í tímunum. Horfði samt á hana fyrir dálitlu síðan. Allavega.

American Movie

Ég á það til að dæma hluti frekar harkalega við fyrstu sýn. Stundum verð ég aftur á móti fyrir því óláni að dæma hluti ekki nægilega harkalega við fyrstu sýn. American Movie er einn slíkur hlutur. Ég get vel skilið af hverju kvikmyndagerðarliðið ákvað að gera mynd um þennan aumingja og drykkjurút, sem vill ekkert heitar en að gera geggjaða bíómynd, en það má alveg líta pínu í eigin barm áður en myndin er gefin út og klippa kannski pínu af myndinni til að drepa mann hreinlega ekki úr leiðindum. Konseptið er þannig séð áhugavert en það sem dregur myndina niður er hversu ótrúlega lélegur kvikmyndagerðarmaður Mark er í raun og veru. Myndin hefði verið miklu betri skemmtun ef maður hefði á einhverjum tímapunkti haft einhvern minnsta áhuga á því að myndin hans kæmist í dreifingu. Slíkt hefði náðst fram ef maður hefði einhvern tíma séð einhvern minnsta snefil af hæfileikum í verkum hans eða prófessionalisma í vinnuferlinu en ekkert slíkt átti sér stað og maður er skilinn eftir með mynd, sem ekki er hægt að hafa nokkra minnstu ánægju af að horfa á. Ólíkt mörgum öðrum hafði ég t.d. ekkert gaman af gamla frændanum einfaldlega vegna þess að ég vorkenndi honum svo mikið að vera að veita þessum amlóða frænda sínum mörgþúsund dollara lán til þess að búa til glataða bíómynd. Hann mun aldrei fá þann pening aftur frá þessum alkóhólista aumingja. Og það er einmitt það sem Mark Brochart er, fokking aumingi. Hann á barn með fyrrverandi kærustu, nýja kærustu sem er augljóslega bara með honum vegna þess að hún er orðin miðaldra og hefur skelfilega lágt sjálfsálit, og hann getur ekki einu sinni drullast til að fá sér vinnu á meðan hann er að gera þessar myndir og reyna að afla pínu af þessum peningum sjálfur. Það eina sem hann gerir er að semja léleg útvarpsleikrit.
Pínlegasta atriði myndarinnar, og þau eru svo sannarlega mörg pínleg, er í áheyrnarprufunum fyrir Northwestern þegar helvítis fíflið ætlar að sýna leikurunum hvernig hann sér handritið fyrir sér leikið. Þessi sena er svo asnaleg í hans meðförum og allt gert svo fáránlega ýkt að manni hreinlega býður við hæfileikaleysi mannsins. Þrátt fyrir þetta allt saman get ég vel skilið af hverju sumum finnst þessi mynd skemmtileg. Ég hef sjálfur gaman af því að sjá vonir fólks bresta, þá sérstaklega ef aumingjar og fífl eiga í hlut, en þessir alkóhólista fávitar hreinlega eiga hvorki nokkra samúð né athygli skilið. Þetta eru hálfvitar sem hefði átt að læsa niðrí kjallara sem börn og gefa þeim rottueitur að borða, því svona vill maður ekki hleypa lausu. Ég verð að viðurkenna það að ég dottaði yfir henni, en það var ekki vegna þreytu heldur vegna óendanlegra leiðinda. Þetta var eins og að horfa á Office, nema ekkert fyndið og ekkert áhugavert. Ég vona að Mark sé dauður í skurði einhvers staðar og að enginn hafi nokkurn tíma séð myndirnar hans.

8 ½

Mér finnst það fullkomlega réttlætanlegt að ganga út af mynd ef þú ert búinn að sjá nóg. Það er það sem ég gerði eftir að hafa horft á u.þ.b. 30 fyrstu mínúturnar í þessari mynd. Það má vel vera að þessi mynd innihaldi margar rosalega flottar senur og að margir telji hana með bestu evrópsku myndum tímabilsins en ég hreinlega gat ekki horft á meira af þessari mynd. Hún var bæði súr og leiðinleg, í raun svo leiðinleg að ég gæti ekki réttlætt það fyrir sjálfum mér að gefa henni góða einkunn þrátt fyrir kvikmyndafræðilegt mikilvægi eða flottar senur. Það er einfaldlega þannig að mynd verður að vera góð frá byrjun til enda, ekki hver einasta sena kannski en ég verð að hafa einhverja smá sögu til að tengja hlutina saman ef ég á að geta fílað myndina. Þessi mynd hafði svosem alveg sögu, Leikstjórinn er í einhverjum vandræðum með sjálfan sig og lendir inni á einhverju heilsuhæli og ætlar sér síðan að gera mynd með fullt af frægum leikurum án þess að vita nokkuð hvað myndin á að fjalla um. Síðan er hann líka ekki við eina kellingu kenndur. Vandamálið var að þessi saga er sett fram á leiðinlegan hátt og er ekkert ofboðslega áhugaverð fyrir. Áhugaverðar pælingar voru svosem alveg til staðar en eins og áður var unnið úr þeim á leiðinlegan hátt svo úr varð ein leiðinleg upplifun. Mér leið nefnilega dálítið eins og þessi mynd væri að reyna allt of mikið að vera mikilvæg. Atriðið þar sem allir voru að fá sér vatn var rosalega eccentrískt og asnalegir stólar og eitthvað sjitt en síðan á hótelinu virðist allt vera frekar eðlilegt. Þetta er ekki eins og í Clockwork Orange þar sem við fáum heilsteypta steikarpælingu með kúltúrinn og arkitektúrinn, enda er sú mynd allegória um heiminn í raun en ekki bara einhver tóm steypa. Mér leið dálítið á 8 ½ eins og mér leið þegar ég horfði á Mulholland Dr. Ótrúlega sundurslitin og allt of meðvituð um eigin sýru. Sýran í raun skyggir allt of mikið á pælingarnar og í tilfelli 8 ½ eru leiðindin líka til staðar til að eyða áhuga mínum endanlega. Þessi fyrsti klukkutími var leiðinlegur, súr og ekki nægjanlega heilsteyptur til að ég hefði nokkurn minnsta áhuga á að halda fram áhorfinu. Sorry, but that’s how I roll.
Þrátt fyrir þetta ákvað ég að horfa á helvítis restina af myndinni og ég verð að segja að mér fannst hún hundleiðinleg. Þrátt fyrir að inn á milli hafi slæðst flottar senur er það ekki nóg til að maður bleyti brækurnar yfir snilld leikstjórans þegar allt sem á milli er sýgur meira en „Jingle All The Way“. Þrátt fyrir að sumum finnist það mikil snilld hvernig leikstjórinn nýtir draumaheiminn til að sleppa frá öllu nagginu í vinum og ástkonum finnst mér það ekkert skemmtilegra en restin af myndinni. Pælingar fara aðeins með þig hálfa leið, þú verður að klára helvítis myndina líka.

Sunday, October 14, 2007

Nýja Sjáland og B-myndirnar

Ég hrundi í nokkurs konar Nýsjálenskt B-mynda fyllerí um helgina án þess að fatta það kannski. Ég horfði á þrjár misfrábærar myndir, allar frábærar þó, þær Black Sheep, Meet the Feebles og Braindead. Þær tvær síðarnefndu eru gerðar af þeim mikla meistara Peter Jackson og skipa, ásamt Bad Taste, fyrsta kaflann í ferli hans sem kvikmyndagerðarmanns. Black Sheep er aftur á móti fyrsta mynd Jonathan King, annars Nýsjálensks leikstjóra, og var sýnd á kvikmyndahátíðinni um daginn ásamt Tripper eftir David Arquette.

Black Sheep (2006)

Þeir sem hafa fylgst með hátíðarblogginu hérna vita hvers konar skelfilegum hremmingum ég og Árni Þór lentum í þegar við fórum að sjá Miðnæturmyndirnar á hátíðinni sjálfri. Þótt Tripper sé sjálfsagt alveg áhugaverð þá langaði mig miklu meira að sjá Black Sheep, einfaldlega vegna þess að konseptið er algjör snilld. Genabreyttar kindur komast út í umhverfið í sveitum Nýja Sjálands og byrja að éta menn. Það er í rauninni allt sem þú vilt vita um plottið fyrirfram þótt að myndin innihaldi í raun mun meira en bara blóðbað, þótt það eitt og sér sé meiri en næg ástæða til að sjá myndina. Brellur myndarinnar eru í höndum meistaranna í Weta Workshop, sem hafa einmitt séð um allar myndir Peter Jackson og þar á meðal LOTR þríleikinn, og eru þær ekkert annað en snilld og frábærar á allan hátt. Leikurinn gengur sinn vanagang og þrátt fyrir að vera mun betri en í fyrstu myndum Jacksons er hann enn bara í B-klassa enda á myndin ekkert annað skilið. B-myndir sem taka sig of alvarlega með of góðum leikurum enda oftast illa. Aðalkarakterarnir eru samt það vel leiknir að manni þykir vænt um þá og það púllar enginn neina Madonnu í þeim efnum.
You don't wanna know
Auðvelt er að sjá að leikstjórinn hefur orðið fyrir miklum áhrifum af myndum manna eins og John Carpenter og áðurnefnds P. J. og er ekkert nema gott um það að segja. Hann finnur reyndar aldrei upp hjólið en það er alveg nóg að taka gömlu B-mynda klassíkina og yfirfæra hana á kindur í stað manna til að ná minni athygli. Myndin er helvíti blóðug enda ekki við öðru að búast og mega aðdáendur slíkra mynda hlakka til að skemmta sér ærlega yfir henni. Sögusviðið er klassískt fyrir svona splatter myndir, utanbæjar og fámennt en samt nógu fjölmennt til að úthella óheyrilegu magni af blóði. Lógíkin er síðan eitthvað sem menn skulu ekkert vera að velta sér upp úr, genabreytingar eru gott plot point ef þú ert ekki að reyna að vera alvarlegur, myndir eins og Doom hafa aftur á móti farið illa út úr því.
Að endingu, ágæt mynd til að hlæja yfir og gretta sig kannski pínu yfir allra svívirðilegustu atriðunum. 3,5/5

Meet The Feebles (1989)

Undarlegri mynd og sterkari ádeilu er erfitt að finna. Myndin fjallar um hóp brúðudýra sem eiga að setja upp live sjónvarpsþátt og í raun er söguþráður myndarinnar mest fólginn í skítlegu líferni þessara viðbjóðslegu persóna. Þetta er í rauninni ekki mynd sem hægt er að lýsa á neinn gáfulegan hátt enda er hún gersamlega út í hött. Þrátt fyrir það er hún virkilega sterk ádeila á
skemmtanabransann og skelfinguna sem fólk lendir í þegar það lendir illa í honum. Þó má ekki taka myndina of alvarlega þar sem hún er ótrúlega ýkt, fyrir utan það að vera leikin af brúðum. Án þess að fara neitt frekar út í myndina vil ég minnast á það að margir eiga ekki eftir að höndla þessa neitt sérlega vel, annað hvort út af sýrustiginu, sem jaðrar við botninn á skalanum, eða vegna viðbjóðsins sem er hér í gangi. Ákveðið flashback til Víetnam stríðsins gekk hvað lengst í fáránleikanum og má segja að þar hafi sýrustigsbotninum verið náð að fullu. Það jaðraði alveg við að ég meikaði ekki meira og að myndinni lokinni þurfti ég alveg þónokkrar mínútur til að jafna mig. Engin Requiem For A Dream áhrif en samt alveg frekar öflugt. Ef þú heldur að þú kunnir að meta hana áttu samt eftir að skemmta þér konunglega.
Fluga að éta skít: pH 2,2
Þessi mynd er önnur mynd Jacksons í fullri lengd og kemur fast á hæla Bad Taste. Reynsluna úr þessari og Bad Taste má síðan sjá í fullum skrúða í Braindead, sem ég kem að rétt á eftir. Við brúðuleikinn notast P.J. bæði við hefðbundnar brúðuleiksaðferðir og menn í búningum. Blandan pirrar mann aldrei enda tekur maður lítið eftir því ef fáránleg mynd verður enn fáránlegri. Þegar maður horfir á þessa mynd úr samhengi við restina af ferli Jacksons og ber hana saman við LOTR þá á maður erfitt með að ímynda sér hvers konar framleiðandi hefði gefið manninum pening til að búa til stærstu ævintýramyndir allra tíma. Þegar horft er á feril hans í heild má þó sjá að hann hefur færst stöðugt í átt að hefðbundnari kvikmyndagerð en þó ávallt með ákveðið „edge“, sem gerir hann frábrugðinn öðrum leikstjórum. Þessi mynd er snilld ef þú fýlar súrar og grillaðar myndir eftir Peter Jackson, annars veit ég ekki hversu mikla hylli hún á inni hjá eðlilegu fólki. Mér finnst þetta allavega frábær mynd, ógeðslega súr, rosalega frumleg og ótrúlega disturbing. 4/5

Braindead (1992)
Ef þú hefur séð Bad Taste þá veistu hvort þú fílar þessa eða ekki. Hún er í rauninni nákvæmlega eins mynd nema með stærra budget. Þetta er þó ekki eins og með Evil Dead og Evil Dead 2 sem eru í rauninni sama myndin. Braindead er í allt öðrum sögupælingum og er fyrri partur myndarinnar alveg rosalega áhugaverð karakter stúdía þótt að seinustu 45 mínúturnar séu blóðbað ólíkt öllu öðru sem ég hef séð. Ég trúi ekki öðru en að þetta sé á meðal blóðugustu mynda allra tíma, ég gekk frá henni gersamlega gáttaður, bæði á magni blóðs og frumlegum leiðum til að úthella því. Myndin fjallar um Lionel sem býr einn hjá mömmu sinni og reynir sitt besta til að vinna ástir ungrar búðarstúlku. Hann lendir aftur á móti í þeirri óheppni að mamma hans er bitin af rottuapa í dýragarðinum og verður að uppvakningi. Til þess að fela þetta leyndarmál geymir hann gömlu konuna niðrí kjallara og hættir með kærustunni. Þetta dregur svo allt mjög blóðugan dilk á eftir sér.
Snilld
Þessi mynd er ógeðslega fyndin. Hún er Bad Taste fullkomnuð. Þótt ég elski ennþá húmorinn í Bad Taste þá hefur þessi mynd það framyfir að hún er með stærra budget og þar með getur hún gerst frumlegri í blóðbaðshúmornum og tekst það fullkomlega. Zombie fóstur, líkamshlutar hakkaðir í kjötkvörnum og sláttuvélum, zombies slitna í tvennt, missa hausa, iðrin á þeim lifna við og verða að einhverju ekki ólíku ruslaskrímslinu í fyrstu Star Wars myndinni. Listinn gengur endalaust. Ég hélt að myndir eins og nýja Dawn of the Dead væru að ganga langt í viðbjóðnum en þessi er svo langtum framar en hún að þessu er nánast ekki saman líkjandi. Algjör snilld.
Ef þetta er ekki meistaraverk, hvað þá?
Þessi mynd er í rauninni, ásamt Bad Taste, besta B-splatter mynd sem ég hef séð og þá er mikið sagt. Þessar myndir eru snilld og það er ótrúlega skemmtilegt að vera núna búinn að sjá allar myndir Peter Jackson og geta loksins horft á ferilinn í fullum skrúða. Þessi maður er snillingur, fullkomlega óhræddur við að taka áhættur og hætta sér úr sínu nánasta umhverfi. Hann hefði allt eins getað eytt ævinni í gerð þessara mynda og verið kallaður snillingur á því sviði en í staðinn gerði hann eitthvað miklu meira og er nú með nafn sitt á sama level og meistarar Steven Spielberg og Sam Raimi. Þessi mynd er yndisleg snilld, þið verðið að sjá hana. Meistaraverk á sinn hátt. 5/5

Friday, October 12, 2007

Pushing Daisies


Það er alveg ótrúlega sjaldan sem það kemur mér á óvart hversu góður einhver þáttur eða bíómynd er. Það er enn sjaldnar sem ég hreinlega trúi ekki eigin augum yfir snilldinni sem ber fyrri augu mér. Þetta gerðist núna rétt áðan þegar ég lauk við að horfa á fyrsta þáttinn af Pushing Daisies, nýrri sjónvarpsseríu frá ABC. Ég er hreinlega gáttaður á snilldinni sem ég varð vitni að. Í fyrsta lagi er sögusviðið geggjað. Serían fjallar um strák sem kemst að því þegar hundurinn hans deyr að hann getur vakið hluti aftur til lífsins með því einu að snerta þá. Vandamálið er hins vegar að þegar hann gerir þetta líður ein mínúta þar til eitthvað annað deyr í staðinn og það sem meira er, ef hann snertir þann sem hann lífgaði við í annað sinn deyr hann aftur endanlega. Við hittum okkar mann seinna á lífsleiðinni þar sem hann heyrir af morði æskuástar sinnar og lífgar hana við til að leysa morðmálið. Hann ákveður aftur á móti að láta hana ekki deyja aftur og eftir þetta getur hann aldrei snert stelpuna sem hann elskar. Fokking magnað sjitt.
Frábært snapshot úr þessum fullkomna þætti

Það sem gerir þennan fyrsta þátt að snilldinni sem hann er er þó ekki sögusviðið eitt og sér. Margar sjónvarpsseríur komast aldrei lengra með hlutina heldur en að góðri hugmynd og geta síðan ekkert meira gert. Það er andrúmsloftið, sem hér ræður ríkjum, og í þessum fyrsta þætti er það hreinlega ótrúlegt. Þátturinn minnir mig að mörgu leiti á Big Fish eftir Tim Burton hvað þetta varðar, ég hreinlega gat ekki slitið augun frá skjánum og hafði ekki nokkra minnstu löngun til þess. Leikurinn er frábær, þá sérstaklega hjá Lee Pace, sem leikur aðalkarakterinn Ned, og Anna Friel, sem leikur æskuástina Chuck. Það væri hreinlega hægt að skera "chemistry-ið" á milli þeirra með hníf svo rosalegt er það og bestu atriðin í þættinum eru á milli þeirra. Þessi þáttur er að mestu leiti gamanþáttur og það er ekki eitt atriði þar sem ég var ekki með risastórt bros yfir allt andlitið.
Þessum fyrsta þætti er leikstýrt af Barry Sonnenfeld, meistaranum sem færði okkur Men In Black og aulanum sem bjó til RV með Robin Williams, og gerir hann það af stakri snilld. Sum skotin í þessum þætti hreinlega fengu mig til að fara úr kjálkalið, svo mögnuð voru þau. Screenshotið hér að neðan er einmitt það magnaðasta af þessum og í raun hef ég aldrei orðið fyrir jafnmiklum áhrifum af einu skoti og einmitt þessu svo ég muni eftir. Uppbyggingin að því og dýrðin í rammanum er slík að ég get hreinlega ekki hamið mig.

Besta skot sem ég hef séð svo lengi sem ég man

Leikurinn og leikstjórnin væru til lítils ef ekki væri alveg hreint ógeðslega gott handrit að finna á botninum á öskjunni og það er svo sannarlega nóg af því hér. Handrit Bryan Fuller, sem meðal annars skrifaði besta þáttinn í fyrstu seríu Heroes, er einmitt slík snilld. Það hefst á narration á orðunum „At this very moment in the town of Couer d'Couers young Ned was nine years, twenty seven weeks, six days and three minutes old. His dog Digby was three years, two weeks, six days, five hours and nine minutes old, and not a minute older.“ rétt áður en vörubíll keyrir yfir hann. Narrationið er svo það sem gerir þáttinn svo magnaðan, stíllinn í textanum og röddin sem fer með hann hreinlega grípur strax í byrjun og sleppir aldrei takinu. Að öllu þessu frátöldu situr stíll þáttarins eftir, þessi feel-good tilfinning sem smýgur inn í merg og bein. Tónlistin á líka mikinn þátt í þessu og hittir hún aldrei á ranga nótu. Eins og ég sagði í byrjun þá hef ég ekki fundið til slíkrar sælutilfinningar við sjónvarps- eða bíóáhorf síðan ég sá Big Fish seinast og ég get ekki annað en vonað að næsti þáttur muni bjóða upp á sams konar snilld. Ég ætti ekki að þurfa að segja þetta en drullist til að horfa á þetta því þetta er snilld. 5/5

RIFF: Endar á sama hátt og hún byrjaði

Ledsaget Udgang

Hér er á ferðinni önnur mynd sem, líkt og Híena, hefði betur endað í glatkistunni. Hún fjallar um gamlan krimma sem fær eins dags frelsi til að fara í brúðkaup sonar síns í fylgd með fangelsisverði. En eins og segir í RIFF bæklingnum reynist samband þeirra tveggja flóknara en virðist í fyrstu og enginn veit hvor er góður og hvor ekki. Ég get alveg sparað ykkur tímann við að komast að því. Þessir karakterar eru báðir algjörir aumingjar og aular, fyrir utan það að vera ofboðslega yfirborðskenndar og óraunverulegar persónur. Gamli krimminn er ekkert annað en gamall krimmi, sem nauðgar konum og drepur þegar þær pirra hann, en þrátt fyrir það eigum við að finna til með honum. Fangelsisvörðurinn er aftur á móti algjör auli sem tekur ekki eftir neinu sem gerist í kringum hann en í enda myndarinnar viðurkennir hann að hann sé hórmangari og morðingi. Burtséð frá fáránlegum og illa útskýrðum karakterum er leikurinn að mestu leiti fínn og myndin ágætlega unnin, svo langt sem það nær. Það er samt fátt sem gæti bjargað þessari asnalegu söguframvindu og enn færra sem kvikmyndagerðarmennirnir reyna til að bjarga henni. Byrjar eins og ágæt dönsk mynd, verður að ömurlegu drasli. 1/5

P.S. Riff ætti að sýna sóma sinn í því að ná sér í betri neðanmálsmyndir fyrir næstu hátíð.

Allt í allt var þetta einstaklega skemmtileg hátíð og vel að henni staðið að mestu. Aðallega mætti sleppa þessum Digibeta sýningum, sem gera ekkert nema pirra mann, og sýningum í lélegum bíósölum. Ég vona allavega að hátíðin verði betri að ári, þrátt fyrir að hafa verið frábær skemmtun í ár.

Monday, October 1, 2007

Dagur 3: Gott bíó(að mestu)

Jæja, á laugardaginn ákvað ég að gera þetta almennilega og hóf grínið klukkan 4 og endaði klukkan 12, engin hlé, engin vitleysa. 3 myndir var reyndar allt sem ég komst yfir á þessum tíma sökum ástæðna sem tíundaðar voru í seinasta pósti.

16:00 - Helvetica

Þetta var nú meiri myndin. Ekki það að ég hafi búist við einhverju hefðbundnu við mynd sem tíundar 50 ára sögu leturgerðarinnar Helvetica, maður bara veit ekki alveg hverju er við að búast. Myndin segir þó frekar beina og stöðuga sögu, hefst með viðtölum við mennina sem bjuggu letrið til og yfirmenn þeirra og samstarfsmenn, fer svo yfir í viðtöl við hina ýmsu grafísku hönnuði og listamenn í Bandaríkjunum og rekur bæði ást og hatur manna á þessu ofboðslega vinsæla letri. Sagt er frá því hvernig grafísk auglýsingahönnun var hræðileg skelfing af endalausum máluðum myndum með cheesy bakgrunn og talblöðrum fyrir fólkið allt þar til Helvetica kom með sitt "straight to business attitude" og gjörbreytti grafískri hönnun. Í stað fjölskyldumanns, sitjandi á trjábol með fjallasýn á bakvið og kókflösku í hönd með skrautskrift fyrir neðan með textanum "Coca Cola will freshen up your daily day!", kom einföld ljósmynd af stóru kókglasi, blautu að utan, ísköldu með klökum oní og Helvetica neðarlega á blaðsíðunni, einungis skrifað "It's the real thing. Coke." Einn hönnuðanna lýsti þessu á ofboðslega grafískan og skemmtilegan hátt með orðunum:
"It felt like you'd been walking through the desert for weeks and your mouth is all dry and filled with dirt and dust and then you see a huge, icecold glass of water just waiting for you. That was Helvetica."

Ekki er svosem mikið meira hægt að fara út í myndina sem slíka. Hún er skemmtileg á meðan hún endist en þetta er ekki mynd sem maður skellir oft í tækið nema maður sé þeim mun harðari leturáhugamaður. Gaman að þessu. 3/5

18:00 - Du Levende

Ég ætla ekki að ganga eins langt og Siggi og kalla þetta gargandi snilld í fyrstu setningu. Þessi mynd er alveg hreint ofboðslega skrítin og ég held ég skilji bara við uppbygginguna svoleiðis. Farið heldur á myndina án þess að vita hvernig hún er uppbyggð, held hún sé skemmtilegri þannig. Hún á sína góðu kafla og stundum er hún sannarlega gargandi snilld(dúkaatriðið er best, jafnvel eitt það fyndnasta sem ég hef nokkurn tíma séð) en það kemur líka fyrir að hún dragi aðeins lappirnar og á þeim stundum dettur maður aðeins út. Það er þó kannski ekki svo hræðilegt því þá fær maður tækifæri til að fylgjast með kameruvinnunni, sem er vægast sagt æðisleg. Hver rammi er byggður upp eins og málverk því myndavélin hreyfist aldrei. Þetta gerir myndinni gott þar sem leikstjórinn virðist kunna vel við þennan stíl og kann að notfæra sér kosti hans og útrýma göllunum.
Leikurinn í myndinni er góður þrátt fyrir að hún sé kannski frekar ýkt. Ekki er hægt að gera að neinu á þeim bænum.
Að öllu leiti er þetta helvíti fín mynd en þar sem hún er kannski aðeins of mikil steik fyrir mig(og það segir frekar mikið) ætla ég að kasta í hana einkunn upp á 3,5/5

20:00 - XXY

Þessi mynd er vægast sagt rosaleg, sem er sjálfsagt nipurstaða sem flestir komast að eftir að hafa lesið lýsinguna í bæklingnum. Hún fjallar sumsé um stelpu sem fæðist tvítóla og er í augnablikinu að berjast við að finna hvaða leið hún vilji fara með líkama sinn. Móðir hennar býður á heimilið frægum lýtalækni til að gefa henni kostinn á að framkvæma undanskurð þannig að hún geti virkað sem stelpa. Myndin er í raun minna um val stelpunnar og meira um baráttu hennar við að sættast við sjálfa sig eins og hún er og baráttu föður hennar við að viðurkenna fyrir sjálfum sér þær tilfinningar sem hann ber til málsins.
Myndin er frábærlega leikin af öllum sem þátt taka og aldrei kemur fyrir að karakterar gerist ótrúverðugir eða asnalegir í gjörðum sínum. Leikstjórinn vissi greinilega hvað hann vildi og fékk því framfylgt að öllu leiti.
Öll tæknileg vinna myndarinnar fór frekar mikið fram hjá mér þar sem ég datt svo rosalega inn í myndina(það þýðir að hún var frackin' góð) ekkert fór allavega í taugarnar á mér þannig að allt var með felldu á þeim bænum.
Þessi saga er einhver sú áhugaverðasta sem ég hef séð í kvikmynd í langan tíma. Ég hafði alltaf ímyndað mér tvítóla fólk sem lið sem lætur græða á sig drjóla eða troða röri upp í spöngina á sér þannig að það getur verið hollt að fá pínu raunveruleika inn í hausinn á sér öðru hvoru. Þetta er virkilega góð mynd og seinasta sýningin á henni verður á fimmtudagskvöldið. Ekki láta þessa fara fram hjá ykkur. 4,5/5