Friday, October 12, 2007

Pushing Daisies


Það er alveg ótrúlega sjaldan sem það kemur mér á óvart hversu góður einhver þáttur eða bíómynd er. Það er enn sjaldnar sem ég hreinlega trúi ekki eigin augum yfir snilldinni sem ber fyrri augu mér. Þetta gerðist núna rétt áðan þegar ég lauk við að horfa á fyrsta þáttinn af Pushing Daisies, nýrri sjónvarpsseríu frá ABC. Ég er hreinlega gáttaður á snilldinni sem ég varð vitni að. Í fyrsta lagi er sögusviðið geggjað. Serían fjallar um strák sem kemst að því þegar hundurinn hans deyr að hann getur vakið hluti aftur til lífsins með því einu að snerta þá. Vandamálið er hins vegar að þegar hann gerir þetta líður ein mínúta þar til eitthvað annað deyr í staðinn og það sem meira er, ef hann snertir þann sem hann lífgaði við í annað sinn deyr hann aftur endanlega. Við hittum okkar mann seinna á lífsleiðinni þar sem hann heyrir af morði æskuástar sinnar og lífgar hana við til að leysa morðmálið. Hann ákveður aftur á móti að láta hana ekki deyja aftur og eftir þetta getur hann aldrei snert stelpuna sem hann elskar. Fokking magnað sjitt.
Frábært snapshot úr þessum fullkomna þætti

Það sem gerir þennan fyrsta þátt að snilldinni sem hann er er þó ekki sögusviðið eitt og sér. Margar sjónvarpsseríur komast aldrei lengra með hlutina heldur en að góðri hugmynd og geta síðan ekkert meira gert. Það er andrúmsloftið, sem hér ræður ríkjum, og í þessum fyrsta þætti er það hreinlega ótrúlegt. Þátturinn minnir mig að mörgu leiti á Big Fish eftir Tim Burton hvað þetta varðar, ég hreinlega gat ekki slitið augun frá skjánum og hafði ekki nokkra minnstu löngun til þess. Leikurinn er frábær, þá sérstaklega hjá Lee Pace, sem leikur aðalkarakterinn Ned, og Anna Friel, sem leikur æskuástina Chuck. Það væri hreinlega hægt að skera "chemistry-ið" á milli þeirra með hníf svo rosalegt er það og bestu atriðin í þættinum eru á milli þeirra. Þessi þáttur er að mestu leiti gamanþáttur og það er ekki eitt atriði þar sem ég var ekki með risastórt bros yfir allt andlitið.
Þessum fyrsta þætti er leikstýrt af Barry Sonnenfeld, meistaranum sem færði okkur Men In Black og aulanum sem bjó til RV með Robin Williams, og gerir hann það af stakri snilld. Sum skotin í þessum þætti hreinlega fengu mig til að fara úr kjálkalið, svo mögnuð voru þau. Screenshotið hér að neðan er einmitt það magnaðasta af þessum og í raun hef ég aldrei orðið fyrir jafnmiklum áhrifum af einu skoti og einmitt þessu svo ég muni eftir. Uppbyggingin að því og dýrðin í rammanum er slík að ég get hreinlega ekki hamið mig.

Besta skot sem ég hef séð svo lengi sem ég man

Leikurinn og leikstjórnin væru til lítils ef ekki væri alveg hreint ógeðslega gott handrit að finna á botninum á öskjunni og það er svo sannarlega nóg af því hér. Handrit Bryan Fuller, sem meðal annars skrifaði besta þáttinn í fyrstu seríu Heroes, er einmitt slík snilld. Það hefst á narration á orðunum „At this very moment in the town of Couer d'Couers young Ned was nine years, twenty seven weeks, six days and three minutes old. His dog Digby was three years, two weeks, six days, five hours and nine minutes old, and not a minute older.“ rétt áður en vörubíll keyrir yfir hann. Narrationið er svo það sem gerir þáttinn svo magnaðan, stíllinn í textanum og röddin sem fer með hann hreinlega grípur strax í byrjun og sleppir aldrei takinu. Að öllu þessu frátöldu situr stíll þáttarins eftir, þessi feel-good tilfinning sem smýgur inn í merg og bein. Tónlistin á líka mikinn þátt í þessu og hittir hún aldrei á ranga nótu. Eins og ég sagði í byrjun þá hef ég ekki fundið til slíkrar sælutilfinningar við sjónvarps- eða bíóáhorf síðan ég sá Big Fish seinast og ég get ekki annað en vonað að næsti þáttur muni bjóða upp á sams konar snilld. Ég ætti ekki að þurfa að segja þetta en drullist til að horfa á þetta því þetta er snilld. 5/5

5 comments:

Siggi Palli said...

Vá! Hljómar brilljant. Ég verð greinilega að ná mér í þennan...

Marinó Páll said...

Horfði á þennan þátt og ég verð nú bara að viðurkenna að ég varð fyrir vonbrigðum ég var eiginlega að bíða eftir því að hann myndi enda....

Bóbó said...

Ekki fyrir alla, þeim mun betra fyrir þá sem fíla það...

Árni Þór Árnason said...

mér fannst þetta frábær pilot! hlakka til að horfa á meira!

Siggi Palli said...

Fínir þættir, en mér finnst þeir fara svolítið overboard í (lélegri) tölvugrafík. Senan í upphafi þar sem drengurinn og hundurinn hlaupa í blómahafinu er hrottalega illa gerð, og hefði ekki skemmtilegra að búa til lítið módel af The Pie-Hole, frekar en að nota þessa ljótu tölvugrafík.
Það skal þó tekið fram að lélegt CGI er ofarlega á lista yfir pet-peeves hjá mér. Þ.a. það er ólíklegt að þetta fari jafn mikið í taugarnar á öðrum.

p.s. Skotið sem þú vísar í í greininni fellur í mínum augum undir slappa tölvugrafík. Það er þó strax skárra að tölvugrafíkin á ekki að vera vitund raunveruleg.