Black Sheep (2006)

Auðvelt er að sjá að leikstjórinn hefur orðið fyrir miklum áhrifum af myndum manna eins og John Carpenter og áðurnefnds P. J. og er ekkert nema gott um það að segja. Hann finnur reyndar aldrei upp hjólið en það er alveg nóg að taka gömlu B-mynda klassíkina og yfirfæra hana á kindur í stað manna til að ná minni athygli. Myndin er helvíti blóðug enda ekki við öðru að búast og mega aðdáendur slíkra mynda hlakka til að skemmta sér ærlega yfir henni. Sögusviðið er klassískt fyrir svona splatter myndir, utanbæjar og fámennt en samt nógu fjölmennt til að úthella óheyrilegu magni af blóði. Lógíkin er síðan eitthvað sem menn skulu ekkert vera að velta sér upp úr, genabreytingar eru gott plot point ef þú ert ekki að reyna að vera alvarlegur, myndir eins og Doom hafa aftur á móti farið illa út úr því.
Að endingu, ágæt mynd til að hlæja yfir og gretta sig kannski pínu yfir allra svívirðilegustu atriðunum. 3,5/5
Meet The Feebles (1989)
Undarlegri mynd og sterkari ádeilu er erfitt að finna. Myndin fjallar um hóp brúðudýra sem eiga að setja upp live sjónvarpsþátt og í raun er söguþráður myndarinnar mest fólginn í skítlegu líferni þessara viðbjóðslegu persóna. Þetta er í rauninni ekki mynd sem hægt er að lýsa á neinn gáfulegan hátt enda er hún gersamlega út í hött. Þrátt fyrir það er hún virkilega sterk ádeila á
skemmtanabransann og skelfinguna sem fólk lendir í þegar það lendir illa í honum. Þó má ekki taka myndina of alvarlega þar sem hún er ótrúlega ýkt, fyrir utan það að vera leikin af brúðum. Án þess að fara neitt frekar út í myndina vil ég minnast á það að margir eiga ekki eftir að höndla þessa neitt sérlega vel, annað hvort út af sýrustiginu, sem jaðrar við botninn á skalanum, eða vegna viðbjóðsins sem er hér í gangi. Ákveðið flashback til Víetnam stríðsins gekk hvað lengst í fáránleikanum og má segja að þar hafi sýrustigsbotninum verið náð að fullu. Það jaðraði alveg við að ég meikaði ekki meira og að myndinni lokinni þurfti ég alveg þónokkrar mínútur til að jafna mig. Engin Requiem For A Dream áhrif en samt alveg frekar öflugt. Ef þú heldur að þú kunnir að meta hana áttu samt eftir að skemmta þér konunglega.
Þessi mynd er önnur mynd Jacksons í fullri lengd og kemur fast á hæla Bad Taste. Reynsluna úr þessari og Bad Taste má síðan sjá í fullum skrúða í Braindead, sem ég kem að rétt á eftir. Við brúðuleikinn notast P.J. bæði við hefðbundnar brúðuleiksaðferðir og menn í búningum. Blandan pirrar mann aldrei enda tekur maður lítið eftir því ef fáránleg mynd verður enn fáránlegri. Þegar maður horfir á þessa mynd úr samhengi við restina af ferli Jacksons og ber hana saman við LOTR þá á maður erfitt með að ímynda sér hvers konar framleiðandi hefði gefið manninum pening til að búa til stærstu ævintýramyndir allra tíma. Þegar horft er á feril hans í heild má þó sjá að hann hefur færst stöðugt í átt að hefðbundnari kvikmyndagerð en þó ávallt með ákveðið „edge“, sem gerir hann frábrugðinn öðrum leikstjórum. Þessi mynd er snilld ef þú fýlar súrar og grillaðar myndir eftir Peter Jackson, annars veit ég ekki hversu mikla hylli hún á inni hjá eðlilegu fólki. Mér finnst þetta allavega frábær mynd, ógeðslega súr, rosalega frumleg og ótrúlega disturbing. 4/5
Braindead (1992)
Ef þú hefur séð Bad Taste þá veistu hvort þú fílar þessa eða ekki. Hún er í rauninni nákvæmlega eins mynd nema með stærra budget. Þetta er þó ekki eins og með Evil Dead og Evil Dead 2 sem eru í rauninni sama myndin. Braindead er í allt öðrum sögupælingum og er fyrri partur myndarinnar alveg rosalega áhugaverð karakter stúdía þótt að seinustu 45 mínúturnar séu blóðbað ólíkt öllu öðru sem ég hef séð. Ég trúi ekki öðru en að þetta sé á meðal blóðugustu mynda allra tíma, ég gekk frá henni gersamlega gáttaður, bæði á magni blóðs og frumlegum leiðum til að úthella því. Myndin fjallar um Lionel sem býr einn hjá mömmu sinni og reynir sitt besta til að vinna ástir ungrar búðarstúlku. Hann lendir aftur á móti í þeirri óheppni að mamma hans er bitin af rottuapa í dýragarðinum og verður að uppvakningi. Til þess að fela þetta leyndarmál geymir hann gömlu konuna niðrí kjallara og hættir með kærustunni. Þetta dregur svo allt mjög blóðugan dilk á eftir sér.
Þessi mynd er ógeðslega fyndin. Hún er Bad Taste fullkomnuð. Þótt ég elski ennþá húmorinn í Bad Taste þá hefur þessi mynd það framyfir að hún er með stærra budget og þar með getur hún gerst frumlegri í blóðbaðshúmornum og tekst það fullkomlega. Zombie fóstur, líkamshlutar hakkaðir í kjötkvörnum og sláttuvélum, zombies slitna í tvennt, missa hausa, iðrin á þeim lifna við og verða að einhverju ekki ólíku ruslaskrímslinu í fyrstu Star Wars myndinni. Listinn gengur endalaust. Ég hélt að myndir eins og nýja Dawn of the Dead væru að ganga langt í viðbjóðnum en þessi er svo langtum framar en hún að þessu er nánast ekki saman líkjandi. Algjör snilld.
Þessi mynd er í rauninni, ásamt Bad Taste, besta B-splatter mynd sem ég hef séð og þá er mikið sagt. Þessar myndir eru snilld og það er ótrúlega skemmtilegt að vera núna búinn að sjá allar myndir Peter Jackson og geta loksins horft á ferilinn í fullum skrúða. Þessi maður er snillingur, fullkomlega óhræddur við að taka áhættur og hætta sér úr sínu nánasta umhverfi. Hann hefði allt eins getað eytt ævinni í gerð þessara mynda og verið kallaður snillingur á því sviði en í staðinn gerði hann eitthvað miklu meira og er nú með nafn sitt á sama level og meistarar Steven Spielberg og Sam Raimi. Þessi mynd er yndisleg snilld, þið verðið að sjá hana. Meistaraverk á sinn hátt. 5/5
Að endingu, ágæt mynd til að hlæja yfir og gretta sig kannski pínu yfir allra svívirðilegustu atriðunum. 3,5/5
Meet The Feebles (1989)

skemmtanabransann og skelfinguna sem fólk lendir í þegar það lendir illa í honum. Þó má ekki taka myndina of alvarlega þar sem hún er ótrúlega ýkt, fyrir utan það að vera leikin af brúðum. Án þess að fara neitt frekar út í myndina vil ég minnast á það að margir eiga ekki eftir að höndla þessa neitt sérlega vel, annað hvort út af sýrustiginu, sem jaðrar við botninn á skalanum, eða vegna viðbjóðsins sem er hér í gangi. Ákveðið flashback til Víetnam stríðsins gekk hvað lengst í fáránleikanum og má segja að þar hafi sýrustigsbotninum verið náð að fullu. Það jaðraði alveg við að ég meikaði ekki meira og að myndinni lokinni þurfti ég alveg þónokkrar mínútur til að jafna mig. Engin Requiem For A Dream áhrif en samt alveg frekar öflugt. Ef þú heldur að þú kunnir að meta hana áttu samt eftir að skemmta þér konunglega.
Þessi mynd er önnur mynd Jacksons í fullri lengd og kemur fast á hæla Bad Taste. Reynsluna úr þessari og Bad Taste má síðan sjá í fullum skrúða í Braindead, sem ég kem að rétt á eftir. Við brúðuleikinn notast P.J. bæði við hefðbundnar brúðuleiksaðferðir og menn í búningum. Blandan pirrar mann aldrei enda tekur maður lítið eftir því ef fáránleg mynd verður enn fáránlegri. Þegar maður horfir á þessa mynd úr samhengi við restina af ferli Jacksons og ber hana saman við LOTR þá á maður erfitt með að ímynda sér hvers konar framleiðandi hefði gefið manninum pening til að búa til stærstu ævintýramyndir allra tíma. Þegar horft er á feril hans í heild má þó sjá að hann hefur færst stöðugt í átt að hefðbundnari kvikmyndagerð en þó ávallt með ákveðið „edge“, sem gerir hann frábrugðinn öðrum leikstjórum. Þessi mynd er snilld ef þú fýlar súrar og grillaðar myndir eftir Peter Jackson, annars veit ég ekki hversu mikla hylli hún á inni hjá eðlilegu fólki. Mér finnst þetta allavega frábær mynd, ógeðslega súr, rosalega frumleg og ótrúlega disturbing. 4/5
Braindead (1992)

Þessi mynd er ógeðslega fyndin. Hún er Bad Taste fullkomnuð. Þótt ég elski ennþá húmorinn í Bad Taste þá hefur þessi mynd það framyfir að hún er með stærra budget og þar með getur hún gerst frumlegri í blóðbaðshúmornum og tekst það fullkomlega. Zombie fóstur, líkamshlutar hakkaðir í kjötkvörnum og sláttuvélum, zombies slitna í tvennt, missa hausa, iðrin á þeim lifna við og verða að einhverju ekki ólíku ruslaskrímslinu í fyrstu Star Wars myndinni. Listinn gengur endalaust. Ég hélt að myndir eins og nýja Dawn of the Dead væru að ganga langt í viðbjóðnum en þessi er svo langtum framar en hún að þessu er nánast ekki saman líkjandi. Algjör snilld.
Þessi mynd er í rauninni, ásamt Bad Taste, besta B-splatter mynd sem ég hef séð og þá er mikið sagt. Þessar myndir eru snilld og það er ótrúlega skemmtilegt að vera núna búinn að sjá allar myndir Peter Jackson og geta loksins horft á ferilinn í fullum skrúða. Þessi maður er snillingur, fullkomlega óhræddur við að taka áhættur og hætta sér úr sínu nánasta umhverfi. Hann hefði allt eins getað eytt ævinni í gerð þessara mynda og verið kallaður snillingur á því sviði en í staðinn gerði hann eitthvað miklu meira og er nú með nafn sitt á sama level og meistarar Steven Spielberg og Sam Raimi. Þessi mynd er yndisleg snilld, þið verðið að sjá hana. Meistaraverk á sinn hátt. 5/5
1 comment:
Rosa færsla.
Það er orðið ansi langt síðan ég sá þessar gömlu myndir hans Peter Jackson (a.m.k. 10 ár), en ég man að ég dýrkaði Meet the Feebles. Stórskemmtileg notkun á sláttuvél í Braindead er mér enn í fersku minni.
Post a Comment