Monday, October 1, 2007

Dagur 3: Gott bíó(að mestu)

Jæja, á laugardaginn ákvað ég að gera þetta almennilega og hóf grínið klukkan 4 og endaði klukkan 12, engin hlé, engin vitleysa. 3 myndir var reyndar allt sem ég komst yfir á þessum tíma sökum ástæðna sem tíundaðar voru í seinasta pósti.

16:00 - Helvetica

Þetta var nú meiri myndin. Ekki það að ég hafi búist við einhverju hefðbundnu við mynd sem tíundar 50 ára sögu leturgerðarinnar Helvetica, maður bara veit ekki alveg hverju er við að búast. Myndin segir þó frekar beina og stöðuga sögu, hefst með viðtölum við mennina sem bjuggu letrið til og yfirmenn þeirra og samstarfsmenn, fer svo yfir í viðtöl við hina ýmsu grafísku hönnuði og listamenn í Bandaríkjunum og rekur bæði ást og hatur manna á þessu ofboðslega vinsæla letri. Sagt er frá því hvernig grafísk auglýsingahönnun var hræðileg skelfing af endalausum máluðum myndum með cheesy bakgrunn og talblöðrum fyrir fólkið allt þar til Helvetica kom með sitt "straight to business attitude" og gjörbreytti grafískri hönnun. Í stað fjölskyldumanns, sitjandi á trjábol með fjallasýn á bakvið og kókflösku í hönd með skrautskrift fyrir neðan með textanum "Coca Cola will freshen up your daily day!", kom einföld ljósmynd af stóru kókglasi, blautu að utan, ísköldu með klökum oní og Helvetica neðarlega á blaðsíðunni, einungis skrifað "It's the real thing. Coke." Einn hönnuðanna lýsti þessu á ofboðslega grafískan og skemmtilegan hátt með orðunum:
"It felt like you'd been walking through the desert for weeks and your mouth is all dry and filled with dirt and dust and then you see a huge, icecold glass of water just waiting for you. That was Helvetica."

Ekki er svosem mikið meira hægt að fara út í myndina sem slíka. Hún er skemmtileg á meðan hún endist en þetta er ekki mynd sem maður skellir oft í tækið nema maður sé þeim mun harðari leturáhugamaður. Gaman að þessu. 3/5

18:00 - Du Levende

Ég ætla ekki að ganga eins langt og Siggi og kalla þetta gargandi snilld í fyrstu setningu. Þessi mynd er alveg hreint ofboðslega skrítin og ég held ég skilji bara við uppbygginguna svoleiðis. Farið heldur á myndina án þess að vita hvernig hún er uppbyggð, held hún sé skemmtilegri þannig. Hún á sína góðu kafla og stundum er hún sannarlega gargandi snilld(dúkaatriðið er best, jafnvel eitt það fyndnasta sem ég hef nokkurn tíma séð) en það kemur líka fyrir að hún dragi aðeins lappirnar og á þeim stundum dettur maður aðeins út. Það er þó kannski ekki svo hræðilegt því þá fær maður tækifæri til að fylgjast með kameruvinnunni, sem er vægast sagt æðisleg. Hver rammi er byggður upp eins og málverk því myndavélin hreyfist aldrei. Þetta gerir myndinni gott þar sem leikstjórinn virðist kunna vel við þennan stíl og kann að notfæra sér kosti hans og útrýma göllunum.
Leikurinn í myndinni er góður þrátt fyrir að hún sé kannski frekar ýkt. Ekki er hægt að gera að neinu á þeim bænum.
Að öllu leiti er þetta helvíti fín mynd en þar sem hún er kannski aðeins of mikil steik fyrir mig(og það segir frekar mikið) ætla ég að kasta í hana einkunn upp á 3,5/5

20:00 - XXY

Þessi mynd er vægast sagt rosaleg, sem er sjálfsagt nipurstaða sem flestir komast að eftir að hafa lesið lýsinguna í bæklingnum. Hún fjallar sumsé um stelpu sem fæðist tvítóla og er í augnablikinu að berjast við að finna hvaða leið hún vilji fara með líkama sinn. Móðir hennar býður á heimilið frægum lýtalækni til að gefa henni kostinn á að framkvæma undanskurð þannig að hún geti virkað sem stelpa. Myndin er í raun minna um val stelpunnar og meira um baráttu hennar við að sættast við sjálfa sig eins og hún er og baráttu föður hennar við að viðurkenna fyrir sjálfum sér þær tilfinningar sem hann ber til málsins.
Myndin er frábærlega leikin af öllum sem þátt taka og aldrei kemur fyrir að karakterar gerist ótrúverðugir eða asnalegir í gjörðum sínum. Leikstjórinn vissi greinilega hvað hann vildi og fékk því framfylgt að öllu leiti.
Öll tæknileg vinna myndarinnar fór frekar mikið fram hjá mér þar sem ég datt svo rosalega inn í myndina(það þýðir að hún var frackin' góð) ekkert fór allavega í taugarnar á mér þannig að allt var með felldu á þeim bænum.
Þessi saga er einhver sú áhugaverðasta sem ég hef séð í kvikmynd í langan tíma. Ég hafði alltaf ímyndað mér tvítóla fólk sem lið sem lætur græða á sig drjóla eða troða röri upp í spöngina á sér þannig að það getur verið hollt að fá pínu raunveruleika inn í hausinn á sér öðru hvoru. Þetta er virkilega góð mynd og seinasta sýningin á henni verður á fimmtudagskvöldið. Ekki láta þessa fara fram hjá ykkur. 4,5/5

No comments: