Friday, December 7, 2007

West Wing hugleiðingar


Guð minn góður. Ég var að klára aðra seríu af West Wing núna í fyrradag og aðra eins epík hef ég sjaldan séð(glöggir lesendur taka eftir því að fyrir réttum tveimur vikum var ég með 1. seríu í torrentinum og já, vissulega hef ég eytt seinustu tveimur vikum í margt annað en lærdóm). Seinasti þátturinn er fullkomið dæmi um hvernig á að kynna hluti til sögunnar áður en þú notar þá. Þátturinn fjallar um einn dag í lífi forsetans Jed Bartlet. Þennan ákveðna dag þarf Jed að jarða ritarann sinn, sem lést í bílslysi nokkrum dögum áður, fara í viðtal í sjónvarpi þar sem hann játar fyrir bandarísku þjóðinni að hafa haft MS sjúkdóminn þegar hann var kjörinn fyrir tveimur árum og að lokum halda blaðamannafund um kvöldið þar sem hann verður óhjákvæmilega spurður hvort hann hyggi á endurkjör að tveimur árum liðnum. Óþarft er með öllu að lýsa faglegu hlið þessara þátta þar sem leikararnir og allt fagfólk eru meistarar, sem ég hef sagt hér áður aðeins neðar á síðunni. Það sem gerir þennan seinasta þátt 2. seríu öðrum frábrugðinn í epík er hversu vel uppbyggður hann er og hversu sterkum tilfinningalegum böndum maður tengist sögunni. Þátturinn er sumsé þannig byggður upp að milli þess sem forsetinn sinnir því sem sinna þarf á þessum erfiða degi fáum við að sjá brot úr æsku kappans þar sem hann stundar nám við skóla þar sem faðir hans er skólastjóri. Ritarinn hans á forsetastól er þar kynntur til sögunnar sem vinur og starfsmaður við skólann. Hér fáum við að kynnast ákveðnum persónueinkennum Jeds sem koma síðan við sögu seinna. Þess á meðal er að alltaf þegar hann er ákveðinn í að gera eitthvað setur hann hendurnar í vasana meðan hann lítur út í loftið og brosir. Hér á eftir fylgja tvö atriði úr þættinum. Hér sjáið þið hvað ég á við með kynningu á hlutum sem koma við sögu seinna. Horfið á þau í röð áður en við höldum áfram.
Gaddem, það er eitthvað sem smellur saman þarna. Lagið undir, sérstaklega gítarinn, ógeðslega töff. Ég fæ bara gæsahúð þegar ég horfi á þetta. Það er engin sérstök ástæða fyrir því að ég skelli þessari færslu hérna inn nema sú að ég var hreinlega tilneyddur. Þessi karakter er svo frábær og það er svo klikkað þegar maður sér stand-out þætti úr seríum þar sem hver einasti þáttur er miklu betri en flest annað í sjónvarpinu. Þá er maður að horfa á eitthvað virkilega sérstakt. West Wing eru svona þættir sem eru alltaf skemmtilegir og áhugaverðir en það er ekki nema stöku sinnum sem maður virkilega uppveðrast yfir þeim og þá er það líka eitthvað virkilega hardcore. Ég minnist þá helst lokaþáttar 6. seríu, sem gerist allur á flokksþingi Demókrata þar sem útnefna á forsetaframbjóðanda flokksins fyrir næstu kosningar. Skemmst er frá því að segja að ég gat ekki sofnað á eftir ég var svo uppveðraður. Mig langaði mest að kaupa mér miða á flokksþingið 2008 þegar næsti alvöru frambjóðandi verður kjörinn og öskra “Eight is enough!” þangað til ég dey úr æsingi. Djöfuls snilld. Djöfuls fokking snilld.

3 comments:

Jón said...

djöfulsins epík

Ingólfur said...

Takk fyrir að staðfesta trú mína meistari.

Jón said...

ég var líka að pæla í því en Scott Tenerman Must Die er klassa fokking gott dæmi um þátt þar sem kynningin er gull...