Monday, January 28, 2008

Batman Begins

Eftir hörmulegt andlát Heath Ledger hef ég tapað mér frekar mikið í spenningi yfir hans næstu mynd, tilvonandi meistaraverkinu The Dark Knight. Sú er einmitt framhald hinnar frábæru Batman Begins og í spenningnum ákvað ég að hrynja aftur í hana þar sem hún sat upp í DVD hillunni heima.
Áður en ég fór á hana í bíó á sínum tíma var ég búinn að hlakka til hennar í langan tíma, allt síðan tilkynnt var á sínum tíma að Darren Aronofsky ætlaði sér að gera mynd eftir þeirri frábæru bók The Dark Knight Returns og skella Clint Eastwood í aðalhlutverkið. Þótt ég voni enn að sú mynd verði einhvern tíma gerð(krossleggið fingurna) þá fengum við aðra og betri pælingu í leikstjórnarundrinu Christopher Nolan, myndasögu-handritaskríbentinum David S. Goyer og hinum eina sanna American Psycho, Christian Bale. Ég hef verið aðdáandi upphaflegu tveggja Batman mynda Burtons frá því í vöggunni og aðdáandi myndasagnanna nokkur undanfarin ár og því tek ég því alvarlega hverjir ætla sér að skella mínum manni á hvíta tjaldið. Hver man ekki eftir Joel Schumacher?
Ég hafði þegar séð allar frægustu myndir Nolan fram að því er ég heyrði fyrstu sögusagnirnar og það heillaði vissulega að leikstjóri Memento og Insomnia skyldi hafa áhuga á Batman. Arty leikstjóri með gott hald á raunveruleikanum og óhræddur við að taka áhættur. Passar fullkomlega fyrir Batman. Eina alvarlega vandamál Burton myndanna var hversu ótengdar þær voru myndasögunum. Tim Burton sagði eitt sinn, "Anyone who knows me, knows that I would never read a comic book.", og hann meinti hvert orð. Þótt þetta hafi ekki pirrað hinn almenna bíófara fór það pínu í taugarnar á gömlu góðu die-hard aðdáendunum og þess vegna var mikið fagnaðarefni að fá handritshöfund á borð við David Goyer, sem þekkir myndasögurnar út og inn, til að stýra myndunum aðeins nær upphaflega efninu. Ég gerði heimavinnuna mína í Kvikmyndafræði með handritinu að þessari mynd og mér finnst það hreinlega ótrúlegt hversu gott flæði getur verið í handritum. Þetta er ekkert einsog að lesa bók, þetta er einsog að lesa bíómynd. Þegar þessir tveir meistarar voru komnir um borð vantaði ekkert nema geðveikan aðalleikara. Það hefur verið vandamál Batman mynda í gegnum tíðina að finna leikara, sem getur gert bæði Batman og Bruce Wayne góð skil. Michael Keaton var góður Bruce Wayne, semi Batman. Val Kilmer var semi Bruce Wayne, ágætur Batman. George Clooney lék í svo lélegri mynd að við skulum ekki einu sinni virða hann viðlits. Christian Bale er því fyrsti leikarinn sem púllar Bruce Wayne og Batman á jafn sannfærandi hátt, enda er hann ógeðslega góður leikari. Í hans meðförum er Bruce harður, reiður töffari, sem kann að eyða peningum og vera hress, og Batman er illúðlegri og svalari en hann hefur verið í langan tíma.
Það fyrsta sem maður tekur eftir við þessa mynd ólíkt hinum er hversu mikil áhersla er lögð á að allt fylgi raunveruleikanum. Batman og Batman Returns voru í rauninni bara Tim Burton myndir um einhvern gaur í Batman búning og ótrúverðugar eftir því. Batman Begins er Batman mynd þar sem allt er útskýrt í þaula. Af hverju er Bruce Wayne svona fokking harður? Hvað fær mann til þess að klæða sig einsog leðurblöku og buffa lið? Hvar fær hann allt stöffið sitt? Af hverju er hann svona reiður? Öllum þessum spurningum er svarað og fleiri til án þess að þeim sé nokkru sinni troðið inn í á óviðeigandi stöðum. Þetta eru líka allt spurningar sem mann langar í svör við og í því er ferskleiki myndarinnar fólginn.
Raunar fer fyrri helmingur myndarinnar allur í að útskýra af hverju, hvernig og til hvers Bruce Wayne ákveður að verða Batman. Það er því ekki fyrr en um miðbik myndar, sem Bruce skellir sér fyrst í búninginn, og maður fattar að hver einasta mínúta í undirbúning fékk mann til að finna mun meira til með honum og fýla hann sem karakter. Sjónræn hlið myndarinnar kemur líka rosalega sterk inn í fyrstu Batman atriðunum. Pælingin að þegar Batman ræðst á bófahópinn við höfnina þá sjáum við allt út frá þeim er geggjuð. Maður fær virkilega að sjá hversu hræðilegur þessi gæji er þegar maður sér hann úr fjarlægð. Dálítið einsog þegar við sáum Dexter út frá sjónarhorni Doakes á sínum tíma. Good times, good times.
Frábær leikhópur kemur svo sterkur inn líka. Christian Bale verður aldrei of oft nefndur en auk hans eru allir leikarar myndarinnar fullkomlega valdir að sínum hlutverkum. Gary Oldman(James Gordon) er nákvæmlega einsog maður myndi ímynda sér Gordon úr Year One sögunni og Michael Caine(Alfred), Cillian Murphy(Scarecrow), Liam Neeson(Ducard), Tom Wilkinson(Falcone), Morgan Freeman(Lucius Fox), Rutger Hauer og Ken Watanabe(Ra's Al Ghul) eru bestu kostirnir fyrir hvern karakter og meira til. Þessi mynd væri ekki skugginn af sjálfri sér ef ekki væri fyrir leikhópinn.
Batman er þó ekki það eina sem útskýrt er í þaula. Sömu nákvæmnisvinnu má sjá í vondu köllunum. Þrátt fyrir að Ra's Al Ghul og Scarecrow séu ekki þekktustu illmenni Batman heimsins þá hæfa þeir þessari upphafssögu hins nýja Batman fullkomlega. Saga myndarinnar er frábær og passar vel við þessa nýju raunveruleikapælingu Nolans. Scarecrow sjálfur er ótrúlega kjánalegur karakter í myndasögunum, í raun bara gaur í fuglahræðubúning. Hér fáum við ástæðu fyrir grímunni og að lokum ástæðu fyrir karakternum. Gasið í Narrows er einfaldlega besta pæling til að opna fyrir framhaldsmyndir, sem ég hef séð. Í lok myndarinnar eru allir geðsjúklingarnir lausir úr Arkham og orðnir gersamlega kolbilaðir fyrir fullt og allt af völdum gassins. Nóg af geðsjúklingum til að fokka í Batman.
Áður en ég skelli einkunn á þetta helvíti vil ég tala sérstaklega um tvær bestu breytingarnar í þessari nýju, raunverulegu stefnu. Nýji búningurinn og nýji bíllinn. Byrjum á búningnum. Loksins er kominn búningur, sem bæði lítur út fyrir að vera gerður úr einhverju öðru en gúmmíi og gerir leikaranum kleift að hreyfa á sér hausinn. Þessi nýji Batman virkar einsog hann geti buffað lið án þess einu sinni að reyna og það er stór kostur. Bíllinn er síðan alveg sér kapítuli. Af hverju í fjandanum ætti Batman að keyra um á sportbíl? Af hverju ætti hann ekki að keyra um á fokking skriðdreka? Það á fullkomlega við hann. Hann keyrir meira að segja skriðdreka í Dark Knight Returns þannig að þetta er bara snilld í alla staði. Þessi bíll er svalari en Bugatti og harðari en Panzer. Kick ass.
Allt í allt, epísk snilld að öllu leyti. Svo er hún líka tekin upp að miklu leyti á Íslandi.Hún fengi 5/5 ef ég væri ekki viss um að Dark Knight verði betri. 4,5/5

Ástæðurnar fyrir því að þið verðið að fara á Dark Knight þegar hún kemur.
1. Heath Ledger bjó til geðveikan Joker. Hann verður frábær.
2. Katie Holmes var skipt út fyrir Maggie Gyllenhaal.
3. Aaron Eckhart er Harvey Dent.
4. Fokking Batman.

Funny Games

Ég nenni nú eiginlega ekki að detta í Nonna-metnaðinn í þessari færslu, langaði bara að kommenta aðeins á þessa skelfilegu mynd. Ég vil byrja færsluna á að lýsa því yfir að ég lái Sigga Palla ekki valið á myndinni, hún lúkkar alveg ágætlega á imdb. Verst hvað henni tekst að leyna mikilli skelfingu undir yfirborðinu.
Einsog við Jón ræddum eftir myndin þá er einfaldlega fáránlegt þegar menn ákveða að brjóta fjórða vegginn án nokkurrar ástæðu. Það gersit síðan augljóslega ekki verra en þegar menn ákveða að réttlæta málalengingar myndarinnar með setningunni, "We're not at feature film length yet.". Ó, var það þess vegna sem þið ákváðuð að púlla lengsta skot aldarinnar? Mér fannst það skot reyndar alveg mjög kúl fyrstu 3 mínúturnar, síðan varð það bara repetitive. Og hvað er eiginlega fokking málið með þetta glataða "fast-backward" í lokin? Á myndin að vera einvhers konar fáránleg ádeila á tölvuleiki? Hvað er eiginlega fokking pointið? Mér finnast þessir óyfirstíganlegu gallar líka sérstaklega óþolandi þar sem ég var að fýla myndina upp að vissu marki þangað til í miðju ógeðslega-langa-skotinu. Það var fokking klikkað þegar þeir drápu strákinn, for real það var geðsjúkt. En eftir það ákváðu kvikmyndagerðarmennirnir greinilega að þeir yrðu að troða eins mörgum listaháskólatrikkum inn að þeir misstu gersamlega sjónar á myndinni. Eins og hún stendur núna þá er hún fokking glötuð, sem er rosalega sorglegt því hún hefði getað orðið frekar brjáluð. Ég vorkenni bara liðinu sem gefur þessu 10 á imdb, það skilur ekki muninn á töff og tilgerðarlegu.
Allt í allt, glatað sjitt. 1,5/5

Monday, January 14, 2008

Oldboy

*Þessi grein er troðfull af feitum spoilerum. Horfið á myndina fyrst*
Díses fokking kræst hvað þessi mynd er geðveik. Það situr ennþá í mér þessi "Ég var að horfa á fokking geðveika mynd"-tilfinning sem maður finnur alltof sjaldan fyrir. Þetta er tvímælalaust besta myndin sem ég hef séð í kvikmyndafræði í vetur og jafnvel svo góð að hún komist inn á topp 10... sjáum til með það á næstunni.
Það er bara einfaldlega allt geðveikt í þessari mynd. Leikurinn er frábær og myndin ótrúlega vel "cöstuð" í öll hlutverk. Aðalleikarinn, Min-sik Choi, er frábær og meðal bestu asísku leikara sem maður hefur séð og dettur þar í hóp með Zhang Ziyi og Chow Yun-Fat meðal annarra. Þá er vondi gæjinn líka frábær leikari og gerir alvöru karakter úr þessum gæja frekar en að hrynja bara í gömlu tvívíddarillskuna. Það besta við þessa mynd er samt listræna hönnunin og myndatakan. Sérstaklega varðandi hönnunina verð ég að minnast á svalasta fataskáp allra tíma í penthouse íbúð Woo-jin Lee(Ji-tae Yu). Atriðið þar sem hann klæddi sig rólega í jakkafötin á meðan hann fokkaði okkar manni upp var rosalegt. Það eru reyndar mörg atriði í myndinni sem gersamlega láta mann missa andann, þau eru svo mögnuð. Bardagaatriðið í einni töku, atriðið þegar ungur Oh Dae-su eltir systkinin og skiptist á milli gamla og unga Dae-su, atriðið á stíflunni í lokin þegar skiptir á milli handarhreyfingarinnar hjá Woo-jin Lee og yfir í hann að skjóta sig í hausinn(geðsjúk klippivinna), allt eru þetta geðsjúk atriði og þau eru bara nokkur af fjöldamörgum. Leikstjórnin er geðveik og ég get ekki beðið eftir að horfa á fleiri myndir eftir Chan-wook Park. Raunar get ég ekki beðið eftir að horfa á Oldboy aftur, svo ógeðslega góð er hún og svo mikil áhrif hafði hún á mig. Tónlistin í myndinni er líka brjáluð, þegar Woo-jin Lee syngur aðallagið og miðar leisernum á pakkann, díses hvað það er feitt. Allt revelationið er líka bara tryllt og plottið sjálft ógeðslega fokking feitt. Að öllu leiti er þetta ein brjáluð mynd.
En ég er nánast bara búinn að tala um sjónrænu hlið myndarinnar upp að þessu. Einsog ég sagði er plottið allt brjálað en það er revelationið sjálft sem gerir plottið. Þráhyggja Woo-jin er slík að hann sér ekki lengur neitt í lífinu nema hefndina á Dae-su. Maður sér það í fyrsta skipti sem þeir hittast að honum er drullusama um hvort hann lifir eða deyr og við sjáum líka í lokin að hann hefur ekkert grætt á því að hefna sín á Dae-su, hann er alveg jafn gegnumétinn af samviskubiti og skömm yfir því sem hann gerði systur sinni. Enda drepur hann sig líka á eftirminnilegan hátt. Mér finnst það líka magnað hvað hann er harður í þessu missioni sínu. Hjartastopparinn sem hann hafði inn í sér í byrjuninni er eitthvað sem hann ætlaði sér augljóslega að nota ef til þess kæmi, það er ekki fyrr en hann er kominn nægilega langt með plottið að hann lætur fjarlægja hann og breytir fjarstýringunni þannig að hún kveikir á kynlífsupptökunni. Djöfull er það líka rosalegt move. Aumingja Dae-su, það á ekki af honum að ganga. Meira að segja eftir að hann sker af sér tunguna til að bjarga dóttur sinni frá því að kíkja ofan í kassann þarf hann að þola þessa skelfingarmeðferð. Og þrátt fyrir allt hefur hann líka þurft að ganga í gegnum helvíti í 15 ár á undan í þessu helvítis fangelsi og allt vegna þess að hann sá eitthvað sem hann átti ekki að sjá og sagði aulavini sínum frá því sem sagði svo öllum öðrum. Hlutskipti Dae-su í lífinu var frekar slappt, hvað þá konunnar hans sem var myrt til þess eins að einhver sifjaspells-auli gæti hefnt sín á fyllibyttunni eiginmanni hennar. Að ógleymdri Mi-do(Hye-jeong Kang), sem missir meydóminn með pabba sínum án þess að vita það og endar í lengra ástarsambandi við hann, tungulausan, sem ekki sér fyrir endann á við lok myndarinnar. Ótrúleg mynd, mögnuð, hjartnæm, ógeðsleg, ótrúlega flott, frábærlega leikin og að öllu leyti ferskari en kolkrabbinn í kjaftinum á Dae-su. Það gerist ekki oft en það gerist þó að eitthvað alveg nýtt og spennandi komi manni gersamlega að óvörum. Takk fyrir Chan-wook Park. Takk fyrir að gera bestu bíómynd sem ég hef séð í langan tíma. 5/5

Saturday, January 12, 2008

Bestu/Verstu/Skemmtilegustu myndir 2007

Það er fátt hressara en feitur árslisti. Góðar myndir, vondar myndir, skemmtilegar myndir, skiptir engu máli, það er alltaf gaman að gera lista. Þannig ákvað ég að skella saman þremur listum yfir hið ágæta ár 2007 og deila með ykkur. Endilega kommentið ef ykkur finnst ég of hallur undir einhverja mynd eða að einhver mynd fái ósanngjarna umfjöllun. Mér verður sjálfsagt DMS en það þýðir ekki að þið megið ekki hafa skoðun. Bestu, verstu og skemmtilegustu myndir ársins 2007. Enjoy.

Besta Mynd 2007

Last King of Scotland*









The Prestige









El Laberinto del Fauno









Veðramót








Eastern Promises









Allar myndirnar á þessum lista eru geðveikar. Fyrir utan samtíðaratriðin í Veðramótum er ekkert í þessum myndum sem fór á nokkurn hátt í taugarnar á mér. Þær eru allar vel leiknar, vel leikstýrðar og frábærar á allan annan hátt. Aðrar myndir sem ég var í vafa um hvort ættu að komast þarna að voru t.d. Zodiac og American Gangster, báðar frábærar myndir og eiga fyllilega heima hér, bara ekki í þetta sinn. En að sigurvegaranum:
Þessi mynd hefur allt sem til þarf, geðveika sögu, frábæra leikara og góðan leikstjóra. Forest Whitaker festir sig í sessi sem einn besta leikara sinnar kynslóðar og gerir Idi Amin betri skil en nokkur annar gæti. Allt annað er síðan bara plús. Ég held það sé alger óþarfi að ræða þessa eitthvað frekar, hún er snilld og ef þú ert ekki búinn að horfa á hana nú þegar þá ertu að missa af hreinræktaðri bíósnilld.


Versta Mynd 2007


Illusionist
*









28 Weeks Later
Astrópía
Smokin’ Aces

Þrátt fyrir að kvikmyndagerð hafi fleytt fram með ótrúlegum hraða liðna öld er aðeins ein hlið hennar sem virðist ávallt geta toppað sig hvað eftir annað og það er hversu ofboðslega lélegar bíómyndir er hægt að búa til. Vampires vs. Zombies, Elektra, Bicentennial Man, allt eru þetta frábær dæmi um óþrjótandi brunn hæfileikaleysis mannskepnunnar þegar kemur að handritaskrifum, myndatöku, leikstjórn og kvikmyndaleik. Árið 2007 var enginn eftirbátur fyrri ára hvað varðar skelfilegar bíómyndir og ákvað ég að skella saman þessum lista í tilefni þess að á árinu sá ég lélegustu “big budget” mynd síðan ég slisaðist inn á Pearl Harbour. Sigurvegari ársins, The Illusionist, nær að sameina hvern einasta kima kvikmyndagerðarferlisins í eina hrikalega lélega mynd á skala sem engin önnur mynd komst á á árinu. Myndin er ábyggilega ekki mesta drasl sem fest hefur verið á filmu en ég lýt á þessi verðlaun sem aðhald fremur en raunverulega viðurkenningu. Guð veit að stuttmyndin sem Ólympíuliðið gerði fyrr í vetur hafði, þrátt fyrir 9,5 á einkunnaspjaldinu, takmörkuð áhrif á heim kvikmyndanna eins og hann leggur sig. Þegar fagfólk í hæsta klassa sameinast í að standa sig jafn hræðilega og þessi mynd ber vitni um á það ekkert annað skilið en almenna niðurlægingu. Sagan er leiðinleg, handritið er ennþá verra, leikurinn er arfaslakur, sérstaklega hjá Norton, og allar sjónrænar pælingar eru glataðar í meira lagi. Þessi mynd er jafn ömurleg og The Exorcism of Emily Rose og ég get ekki sagt neitt verra um bíómynd í augnablikinu.

Skemmtilegasta bíó 2007

Planet Terror*









Die Hard 4
Beowulf

Það er eitt að sjá góða mynd og annað að skemmta sér í bíó. Planet Terror er reyndar frábær bíómynd á alla kanta en hún er aðallega snilldarleg skemmtun. Það er einfaldlega ekki annað hægt en að skella upp úr þegar Rose McGowan mundar vélbyssulegginn og hausinn er skotinn af Sayed úr Lost. Robert Rodriguez hefur alltaf verið meistari þeirrar listar að búa til skemmtilegt bíó og verður betri með hverri mynd einsog El Mariachi, Desperado, From Dusk Till Dawn og Sin City bera augljós vitni um. Fólk er í tjóni ef það getur ekki haft gaman af þessari snilld. Maðurinn lifir ekki á háalvarlegum dramamyndum einum saman, hann verður líka að fá tækifæri til að hlæja að blóðsúthellingum í áður óþekktu magni og þess vegna er Planet Terror skemmtilegasta bíó ársins 2007.

Friday, January 4, 2008

Hið eiginlega Jólaról

Ég lagði í þónokkrar bíómyndir í fríinu og ætla að skella inn umsögnum um nokkrar þeirra hérna í þessari og næstu færslu. Að þessu sinni eru það myndirnar "The Big Red One", "I Am Legend" og "Black Snake Moan" sem eru til umræðu. Endilega leggið orð í umræðuna ef þið hafið séð þessar og hafið einhverja skoðun.

The Big Red One
Þessi dansar dálítið á línunni milli gamaldags snilldar og úrelts steingervings. Leikurinn er skemmtilega retró og góður fyrir utan eitt atriði sem ég kem að hér á eftir. Sagan er síðan mjög skemmtileg og flott. Myndin fjallar sumsé um liðsforingja(Lee Marvin) í bandaríska hernum í seinni heimsstyrjöldinni, sem leiðir hóp hermanna í gegnum nokkrar af stærstu orrustum stríðsins, þeirra á meðal baráttuna um N-Afríku, Sýrakúsuinnrásina, landgönguna á Omaha strönd og aðeins í viðbót. Það er ekkert nema gott að segja um framsetningu sögunnar og handritið er virkilega gott. Vandamál myndarinnar er aftur á móti aðallega fólgið í sögumanni myndarinnar. Sá er leikinn af eina lélega leikara myndarinnar, Robert Carradine, en hann lék besta vin Anthony Edwards í Revenge of the Nerds myndunum. Hvernig nokkrum manni tókst að velja þennan aula í svo veigamikið hlutverk í mynd fæ ég ekki skilið. Þetta er enn ótrúlegra í ljósi þess að allir hinir leikararnir eru virkilega góðir og hæfa hlutverkum sínum vel. Þótti mér þá langskemmtilegast að sjá Mark Hamill í einu aðalhlutverkanna, í eina skiptið sem ég hef séð hann í alvöru bíómynd fyrir utan Star Wars(og Jay and Silent Bob Strike Back) og einstaka Batman teiknimynd. Hann stóð sig líka virkilega vel og ég get hreinlega ekki skilið af hverju þessi maður varð ekki stærri stjarna eftir þessa mynd og SW. Allavega. Svo ég nefni ástæðu fyrir staðhæfingunni hér í fyrstu línu umsagnarinnar þá á ég sérstaklega við atriðið þar sem hermennirnir ráðast inn í Normandy. Raunar kann að vera að þetta sé ósanngjörn gagnrýni, en þegar maður hefur séð byrjunaratriðið í Saving Private Ryan þá er þetta líkara trillu að leggjast að höfn á Súðavík, þ.e. ekkert sérstaklega spennandi. Þrátt fyrir það er þetta fínasta mynd, mæli með henni. 3/5


I Am Legend
Ég fór á þessa mynd með því hugarfari að ég myndi sjá feita skrímslamynd með Will Smith og jafnvel eitt eða tvö atriði af kappanum að worka bicepinn. Kommon, það er bara fokking töff þegar Will Smith byrjar að flexa. Myndin kom mér því virkilega á óvart með djúpri karakterstúdíu og frábærum, ef mér leyfist að segja, leiksigri frá Smith. Ég hef alltaf fílað Smith, allt frá því hann lagði rappið oní skúffu og lék í Men In Black. Reyndar hef ég líka hlustað ótal oft á bæði Big Willy Style og Willenium, en það er efni í allt aðra færslu og sjálfsagt á allt öðru bloggi.
Þessi mynd fjallar í stuttu máli um plágu sem ríður yfir heiminn. Eini maðurinn sem telur sig eiga nokkurn möguleika á að finna lækningu, Robert Neville, verður eftir í New York, Ground Zero, til að halda áfram rannsóknum sínum. Þannig fáum við að fylgjast með þessum merka manni þremur árum eftir að allir aðrir beiluðu á borginni og hefst hann þar við með því að veiða í matinn á daginn og verja sig fyrir árásum hinna sýktu á nóttunni. Myndinni er leikstýrt af miklu öryggi af Francis Lawrence, sem tekur hér þónokkrum framförum frá fyrstu
mynd sinni Constantine(þótt hún hafi verið frekar feit líka). Handritið er vel skrifað og þótt ég hafi ekki lesið bókina sem myndin er byggð á vil ég hrósa höfundinum fyrir að skapa jafn djúpa og raunverulega persónu og Neville er í raun og veru. Til að menn geti unnið leiksigur verða þeir að hafa úr almennilegu efni að moða og það hafði Will Smith svo sannarlega hér.
Ég ráðlegg öllum sem nokkurn áhuga gætu haft á þessari mynd að tékka á henni því hún er alveg jafn góð og maður býst við og meira að segja miklu betri en það. 4/5

Black Snake Moan
Tilfinningin að maður hafi séð allt sem einhver leikari hefur fram að færa hefur í för með sér ákveðin vonbrygði. Mér finnst t.d. Morgan Freeman vera frábær leikari og geggjaður í öllu sem hann gerir en ég sé aldrei neinn mun á leiknum hjá honum, nema ef vera skildi frábær suðurríkjahreimurinn og ellitaktarnir í Driving Miss Daisy. Þannig er þetta líka með Samuel L. Jackson, manninn sem bjó til gersamlega ódauðlega persónu í Pulp Fiction og hefur eftir það fallið æ ofan í æ í gamla góða Sam Jackson leikstílinn, þá sérstaklega um daginn í hinni frábæru Snakes On A Plane(þar sem hann lék í rauninni bara sjálfan sig). En alveg eins og það er leiðinlegt að búast við því sama æ ofan í æ þá er alltaf jafn skemmtilegt ef rútínan er brotin upp og leikarinn býður manni eitthvað nýtt. Þetta gerir Jackson svo sannarlega í þessari frábæru mynd Craig Brewer, sem gerði garðinn frægann um árið með Hustle & Flow(sem ég hef því miður ekki séð).
Ég vil helst fjalla sem minnst um söguþráð myndarinnar því ég veit að það hefði eyðilagt pínu fyrir myndinni ef ég hefði vitað hann fyrirfram. Þetta er drama með frábærum leikurum og mér fannst hún drullugóð. Ef það er nóg fyrir þig skaltu stökkva út á leigu í fyrradag og skella þessari í tækið. Christina Ricci og Justin Timberlake fara líka með stór hlutverk í henni og eru bæði frábær, þá sérstaklega Christina, þótt það komi svosem ekkert á óvart þar sem hún er alltaf frábær.
Þessi mynd er geggjuð, Checkit. 4/5