
Áður en ég fór á hana í bíó á sínum tíma var ég búinn að hlakka til hennar í langan tíma, allt síðan tilkynnt var á sínum tíma að Darren Aronofsky ætlaði sér að gera mynd eftir þeirri frábæru bók The Dark Knight Returns og skella Clint Eastwood í aðalhlutverkið. Þótt ég voni enn að sú mynd verði einhvern tíma gerð(krossleggið fingurna) þá fengum við aðra og betri pælingu í leikstjórnarundrinu Christopher Nolan, myndasögu-handritaskríbentinum David S. Goyer og hinum eina sanna American Psycho, Christian Bale. Ég hef verið aðdáandi upphaflegu tveggja Batman mynda Burtons frá því í vöggunni og aðdáandi myndasagnanna nokkur undanfarin ár

Ég hafði þegar séð allar frægustu myndir Nolan fram að því er ég heyrði fyrstu sögusagnirnar og það heillaði vissulega að leikstjóri Memento og Insomnia skyldi hafa áhuga á Batman. Arty leikstjóri með gott hald á raunveruleikanum og óhræddur við að taka áhættur. Passar fullkomlega fyrir Batman. Eina alvarlega vandamál Burton myndanna var hversu ótengdar þær voru myndasögunum. Tim Burton sagði eitt sinn, "Anyone who knows me, knows that I would never read a comic book.", og hann meinti hvert orð. Þótt þetta hafi ekki pirrað hinn almenna bíófara fór það pínu í taugarnar á gömlu góðu die-hard aðdáendunum og þess vegna var mikið fagnaðarefni að fá handritshöfund á borð við David Goyer, sem þekkir myndasögurnar út og inn, til að stýra myndunum aðeins nær upphaflega efninu. Ég gerði heimavinnuna mína í Kvikmyndafræði með handritinu að þessari mynd og mér finnst það hreinlega ótrúlegt hversu gott flæði getur verið í handritum.

Það fyrsta sem maður tekur eftir við þessa mynd ólíkt hinum er hversu mikil áhersla er lögð á að allt fylgi raunveruleikanum. Batman og Batman

Raunar fer fyrri helmingur myndarinnar allur í að útskýra af hverju, hvernig og til hvers Bruce Wayne ákveður að verða Batman. Það er því ekki fyrr en um miðbik myndar, sem

Frábær leikhópur kemur svo sterkur inn líka. Christian Bale verður aldrei of oft nefndur en auk hans eru allir leikarar myndarinnar fullkomlega valdir að sínum hlutverkum.

Batman er þó ekki það eina sem útskýrt er í þaula. Sömu nákvæmnisvinnu má sjá í vondu köllunum. Þrátt fyrir að Ra's Al Ghul og Scarecrow séu ekki þekktustu illmenni Batman heimsins þá hæfa þeir þessari upphafssögu hins nýja Batman fullkomlega. Saga myndarinnar er frábær og passar vel við þessa nýju raunveruleikapælingu Nolans. Scarecrow sjálfur er ótrúlega kjánalegur karakter í myndasögunum, í raun bara gaur í fuglahræðubúning. Hér fáum við ástæðu fyrir grímunni og að lokum ástæðu fyrir karakternum. Gasið í Narrows er einfaldlega besta pæling til að opna fyrir framhaldsmyndir, sem ég hef séð. Í lok myndarinnar eru allir geðsjúklingarnir lausir úr Arkham og orðnir gersamlega kolbilaðir fyrir fullt og allt af völdum gassins. Nóg af geðsjúklingum til að fokka í Batman.
Áður en ég skelli einkunn á þetta helvíti vil ég tala sérstaklega um tvær bestu breytingarnar í þessari nýju, raunverulegu stefnu. Nýji búningurinn og nýji bíllinn. Byrjum á búningnum. Loksins er kominn búningur, sem bæði lítur út fyrir að vera gerður úr einhverju öðru en gúmmíi og gerir leikaranum kleift að hreyfa á sér hausinn. Þessi nýji Batman virkar einsog hann geti buffað lið án þess einu sinni að reyna og það er stór kostur.
Bíllinn er síðan alveg sér kapítuli. Af hverju í fjandanum ætti Batman að keyra um á sportbíl? Af hverju ætti hann ekki að keyra um á fokking skriðdreka? Það á fullkomlega við hann. Hann keyrir meira að segja skriðdreka í Dark Knight Returns þannig að þetta er bara snilld í alla staði. Þessi bíll er svalari en Bugatti og harðari en Panzer. Kick ass.
Allt í allt, epísk snilld að öllu leyti. Svo er hún líka tekin upp að miklu leyti á Íslandi.Hún fengi 5/5 ef ég væri ekki viss um að Dark Knight verði betri. 4,5/5
Ástæðurnar fyrir því að þið verðið að fara á Dark Knight þegar hún kemur.
1. Heath Ledger bjó til geðveikan Joker. Hann verður frábær.
2. Katie Holmes var skipt út fyrir Maggie Gyllenhaal.
3. Aaron Eckhart er Harvey Dent.
4. Fokking Batman.

4 comments:
Djöfull er þetta sjúkur trailer... Komdu með hann í HD maður!
Það er satt. Ég var bara að horfa á hann í fyrsta skipti núna og hann er gersamlega mad. Þessi mynd verður klikkuð
http://www.apple.com/trailers/wb/thedarkknight/hd/
Ef þig langar í HD
Markaðsherferðin er síðan sér kafli útaf fyrir sig. I Believe In Harvey Dent er setning úr bókinni The Long Halloween sem fjallar að vissu leyti um hvernig Harvey Dent verður að Two Face og notkun hennar í herferðinni er algjört snilldarbragð til að ná aðdáendunum inn. Það var líka urlið á fyrstu síðunni í viral campaigninu og byrjaði maníuna út af þessari mynd. Plakötin af Jokernum eru síðan bara viðurstygilega töff. Bæði creepy og svöl á sama tíma. Viral Campaign fokking rúla.
8 stig.
Post a Comment