Monday, January 28, 2008

Funny Games

Ég nenni nú eiginlega ekki að detta í Nonna-metnaðinn í þessari færslu, langaði bara að kommenta aðeins á þessa skelfilegu mynd. Ég vil byrja færsluna á að lýsa því yfir að ég lái Sigga Palla ekki valið á myndinni, hún lúkkar alveg ágætlega á imdb. Verst hvað henni tekst að leyna mikilli skelfingu undir yfirborðinu.
Einsog við Jón ræddum eftir myndin þá er einfaldlega fáránlegt þegar menn ákveða að brjóta fjórða vegginn án nokkurrar ástæðu. Það gersit síðan augljóslega ekki verra en þegar menn ákveða að réttlæta málalengingar myndarinnar með setningunni, "We're not at feature film length yet.". Ó, var það þess vegna sem þið ákváðuð að púlla lengsta skot aldarinnar? Mér fannst það skot reyndar alveg mjög kúl fyrstu 3 mínúturnar, síðan varð það bara repetitive. Og hvað er eiginlega fokking málið með þetta glataða "fast-backward" í lokin? Á myndin að vera einvhers konar fáránleg ádeila á tölvuleiki? Hvað er eiginlega fokking pointið? Mér finnast þessir óyfirstíganlegu gallar líka sérstaklega óþolandi þar sem ég var að fýla myndina upp að vissu marki þangað til í miðju ógeðslega-langa-skotinu. Það var fokking klikkað þegar þeir drápu strákinn, for real það var geðsjúkt. En eftir það ákváðu kvikmyndagerðarmennirnir greinilega að þeir yrðu að troða eins mörgum listaháskólatrikkum inn að þeir misstu gersamlega sjónar á myndinni. Eins og hún stendur núna þá er hún fokking glötuð, sem er rosalega sorglegt því hún hefði getað orðið frekar brjáluð. Ég vorkenni bara liðinu sem gefur þessu 10 á imdb, það skilur ekki muninn á töff og tilgerðarlegu.
Allt í allt, glatað sjitt. 1,5/5

3 comments:

Jón said...

Ég er að fá smá bakþanka um að myndin hafi verið ömurleg. Mér finnst pælingin um thriller þar sem áhorfandinn fær ekki það sem hann vill svolítið skemmtileg... (þó svo að þessi mynd hafi kannski ekki alveg náð að púlla það..)

Bóbó said...

Ég diggaði þessa mynd fyrir utan fourth-wall, spólun og oflöngatriði. Mér fannst sagan alveg mjög töff. Fyrir utan kannski þegar gellan hljóp á eftir bílnum.

Siggi Palli said...

4 stig.