Sunday, February 10, 2008

2008... er það eitthvað?

Í tilefni af því að Bjössi setti 10 mynda lista á sína síðu hef ég ákveðið að bæta um betur og skella saman lista af 20 myndum sem mig langar að sjá og 2 myndum sem mig langar ekkert að sjá á árinu 2008. Hafið gaman!

Wall-E
Leikstjóri: Andrew Stanton(Finding Nemo)
Leikarar: Eitthvað lið
Ég sá ekki Ratatouille og veit ekki hvort ég á nokkurn tíma eftir að nenna því en ég hef alltaf verið veikur fyrir Pixar og trailerinn fyrir þessa er algjör snilld. Vélmenni eru líka totally awesome þannig að þetta er algjört win-win situation.

Body of Lies
Leikstjóri: Ridley Scott(Alien, Kingdom of Heaven)
Leikarar: Leonardo Dicaprio, Russel Crowe
Ég er alveg einsog Bjössi með þessar njósnamyndir, digga þær í tætlur, og sérstaklega ef almennilegir leikarar og leikstjórar eiga í hlut. Leo Dicaprio er einn af mínum uppáhalds og Ridley Scott stígur ekki oft feilspor. Annar no-brainer.

Burn After Reading
Leikstjóri: Coen bræður(Hudsucker Proxy, Fargo)
Leikarar: Brad Pitt, George Clooney, Tilda Swinton
Ég hlakka mikið til að sjá hvert Ethan og Joel taka stefnuna eftir hina mjög svo alvarlegu og ókarakterísku No Country For Old Men. Halda þeir áfram á alvarlegu brautinni eða detta þeir aftur í gamla góða Coen grínið? Síðan er þetta líka svona CIA njósnadótarí. Get ekki beðið eftir þessari.

Dark Knight
Leikstjóri: Christopher Nolan(Batman Begins, Prestige, Memento)
Leikarar: Christian Bale, Heath Ledger, Maggie Gyllenhaal, Aaron Eckhart
Það er ekkert í heiminum sem gæti látið mig sleppa þessari mynd í bíó. Hún verður geðveik og ég verð geðveikur ef ég sé hana ekki. Count me in.

Indiana Jones and The Kingdom of the Crystal Skull
Leikstjóri: Steven Spielberg(Þarf að segja meira?)
Leikarar: Harrison Ford, Shia Labeouf
Nú er að sjá hvort sléttar tölur séu hin sanna bölvun Indiana Jones. Raiders(nr. 1) var geðveik, Temple of Doom(nr. 2) sökkaði alveg semi og Last Crusade(nr. 3) var best af þeim öllum. Nú er bara að sjá hvernig nr. 4 tekst til.

Bond 22: Quantum of Solace
Leikstjóri: Marc Forster(Finding Neverland, The Kite Runner)
Leikarar:Daniel Craig, Judi Dench
Seinasti Bond var algjör snilld og það er spurning hvernig þessi gengur upp. Við skulum allavega vona að við sleppum við kappakstra á Jökulsárlóni í þetta skiptið.

Star Trek
Leikstjóri: J.J. Abrams(MI:3)
Leikarar: Simon Pegg, Zachary Quinto and friends
Star Trek er awesome. Abrams er awesome. Trailerinn er frekar awesome. Ég fokking vona að þessi mynd verði awesome.

21
Leikstjóri: Robert Luketic(Legally Blonde)
Leikarar: Kevin Spacey, Kate Bosworth, Laurence Fishburne
Nöllar að svindla á spilavítum er alls ekki leiðinleg tilhugsun, sérstaklega þar sem þetta eru ekki bara gömlu góðu svindlandi gyðingarnir. Lúkkar töff og maður hatar ekki pókaratriði í bíómyndum, Casino Royale verandi kóngurinn í þeim efnum. Ef einhver þarf að þerra blóð úr augnkróknum á sér í þessari er aldrei að vita nema maður skelli sér "all in" á þessa.

Myndi jafnvel kalla þetta vídjó snilld
Australia
Leikstjóri: Baz Luhrman(Moulin Rouge, Romeo + Juliet)
Leikarar: Nicole Kidman, Hugh Jackman
Einhver kelling þarf að flýja yfir áströlsku slétturnar með nautgripastóð í eftirdragi á stríðsárum seinni heimsstyrjaldar. Hverjum er svosem ekki DMS um söguna þegar Baz Luhrman á í hlut? Þessi maður er meistari og ég á ennþá eftir að sjá mynd eftir hann sem ég elska ekki.

Be Kind Rewind
Leikstjóri: Michel Gondry(Eternal Sunshine of the Spotless Mind)
Leikarar: Jack Black, Mos Def, Danny Glover
Jack Black verður fyrir því óláni að eignast ofurkrafta og eyðileggja allar spólurnar á vídjóleigunni sem hann vinnur á. Til að bæta fyrir tjónið ákveður hann að endurgera allar myndirnar á leigunni. Ef þetta hljómar ekki einsog snilld þá veit ég ekki hvað.

Curious Case of Benjamin Button
Leikstjóri: David Fincher(Seven, Fight Club, Zodiac)
Leikarar: Brad Pitt
David Fincher á enn eftir að klikka alvarlega(ef við teljum Alien 3 ekki með) og saga manns sem byrjar að eldast afturábak heillar mig alveg frekar mikið. Ég skil ekki af hverju þessi ætti ekki að fljúga.

Hellboy 2
Leikstjóri: Guillermo del Toro(Devil’s Backbone, Laberinto del Fauno, Hellboy)
Leikarar: Ron Perlman og félagar
Fyrri myndin var bara helvíti skemmtileg enda del Toro með meiri mesiturum í Hollywood þessa dagana. Þessi seinni mynd lofar meiri ævintýrum fyrir hinn rauðbirkna púka og félaga hans og ég held ég skelli mér bara með í þetta skiptið.


Iron Man
Leikstjóri: Jon Favreau(Elf, Zathura)
Leikarar: Robert Downey Jr., Gwyneth Palthrow, Jeff Bridges
Af Trailernum að dæma gæti þessi mynd orðið helvíti nett. Milljónamærings-vopnasalinn Tony Stark lendir í klóm mannræningja og nýtir tímann í fangaklefa til að smíða sér vélbúning til að lumbra á fangavörðunum. Fyllibyttu-ofurhetja er alveg eitthvað sem ég er tilbúinn að kaupa í sumar.

Mummy: Tomb of the Dragon Emperor
Leikstjóri: Rob Cohen(xXx, Fast And The Furious)
Leikarar: Brendan Fraser
Ég skelli þessari hérna með útaf góðvini okkar kvikmyndafræðinema, Rob Cohen, í leikstjórastólnum. Gæti svosem alveg verið skemmtileg en ég ætla ekki að spreða á hana pening nema í harðbakkan slái.

RocknRolla
Leikstjóri: Guy Ritchie
Leikarar: Gerard Butler, Jeremy Piven, Tom Wilkinson
Ritchie hefur verið mest í því að skíta á sig síðan hann gerði meistaraverkið Snatch árið 2000. Í RocknRolla heilsar hann aftur upp á undirheima London með sögu um rússneska mafíósa með fullt af pening á reiðum höndum. Hvað gerist næst? Ég er alveg semi heitur.

Where The Wild Things Are
Leikstjóri: Spike Jonze(Being John Malkovich, Adaptation)
Leikarar: Forest Whitaker, Paul Dano
Þessi fjallar um óstýrilátan lítinn dreng sem býr sér til ævintýraheim fullan af skepnum sem krýna hann konung sinn. Spike Jonze er svo mikill snillingur að sagan skiptir mig engu máli. Hlakka virkilega mikið til að sjá þessa.

Trailer Trash
Leikstjóri: Eli Roth(Cabin Fever, Hostel, Thanksgiving trailerinn)
Leikarar: Hver veit?
Guð veit að ég hef ekki fílað myndirnar hans Roth að nokkru leiti hingað til en trailerinn sem hann gerði fyrir Grindhouse var frábær og þessi mynd virkar þannig að fullt af fake trailerum vinna saman í að búa til heildstæða sögu. Ekki spyrja mig hvernig það er hægt, spyrjið heldur hvernig það er ekki fyndið.


Valkyrie
Leikstjóri: Bryan Singer(Apt Pupil, X-Men, Usual Suspects)
Leikarar: Tom Cruise, Stephen Fry, Eddie Izzard
Yfirmenn í þýska hernum ætla að drepa Adolf Hitler... Tom Cruise er vissulega kolbilaður en hann er samt fínasti leikari og þessi saga + Bryan Singer eru alveg að vinna mig á sitt band. Það er ekkert sem ég elska meira en Tom Cruise að segja “Sieg Heil!”. Snilld. Mein ehre ist treuheit, einsog maðurinn sagði.

The Happening
Leikstjóri: M. Night Shyamalan(Sixth Sense, Unbreakable)
Leikarar: Mark Wahlberg, John Leguizamo
Fjölskylda flýr yfirvofandi náttúruhamfarir en ef maður þekkir Shyamalan rétt eiga geimverur sök á því. Ég er tilbúinn að gefa þessum manni annan séns bara útaf Leguizamo þrátt fyrir skelfinguna The Village og þótt ég hafi sleppt Lady In The Water alfarið.

City of Ember
Leikstjóri: Gil Kenan(Monster House)
Leikarar: Bill Murray, Tim Robbins, Martin Landau
Ég ætla bara að skella synopsis af imdb.com á þetta því ég nenni ekki að þýða... “For generations, the people of the City of Ember have flourished in an amazing world of glittering lights. But Ember's once powerful generator is failing ... and the great lamps that illuminate the city are starting to flicker.” Konseptið virkar súperkúl á mig og Bill Murray er alveg maðurinn þannig að ég held að þessi muni fljúga yfir fjöllin blá.

The Day the Earth Stood Still
Leikstjóri: Scott Derrickson(The Exorcism of Emily Rose)
Leikarar: Keanu Reeves, Jennifer Connelly, Kathy Bates
Ég væri alveg til í að gefa þessu séns ef leikstjóri verstu myndar allra tíma sæti ekki í leikstjórastólnum. Exorcism of Emily Rose er fyrir þennan mann það sama og REI-málið er fyrir Villa. Geislavirkur úrgangur sem enginn vill snerta.

Chronicles of Narnia: Prince Caspian
Leikstjóri: Sami og seinast
Leikarar: Ekkert breytt
Fyrri myndin sökkaði og trailerinn að þeirri nýju er ekki beint að vinna mig yfir. Gerið ráð fyrir slökum Aslan á sumarmánuðum.

Saturday, February 9, 2008

What’s the most you’ve ever lost on a coin toss?

Þegar óskarsverðlauna hátíðin nálgast má maður vera alveg viss um að bestu myndirnar koma út rétt áður. Í ár hefur Ísland verið sérstaklega aftarlega á merinni í þessum efnum, þ.e. þrjár af þeim fimm myndum sem tilnefndar eru til verðlaunanna voru ekki komnar hingað fyrir febrúarbyrjun. Þetta getur verið örlítið pirrandi, þar sem mann langar oft til að leyfa þessum bestu myndum að sitja í sér í nokkra daga og þá er ekki alveg nógu nett að fara á tvær svoleiðis sömu helgina ef til þess kemur. En burtséð frá þessu þá er líka mjög nett að geta farið nokkrum sinnum í röð í bíó og séð frábærar myndir í hvert sinn. Í gær fór ég á þá fyrstu í mínu óskarskapphlaupi, No Country For Old Men.
Ég vil byrja á að minnast á bíóferðina í gær sem slíka áður en ég dembi mér út í myndina. Það er ekkert betra en að fara í bíó þegar það er slagveður úti því þá nennir enginn í bíó. Þetta er því í fyrsta sinn sem ég hef farið í bíó á frumsýningarhelgi risastórrar myndar og ekki þurft að súpa hveljur yfir glötuðu úllunum, sem geta ekki haldið kjafti. Þetta var fyrsta snilld kvöldsins og jafnvel að maður skelli með mynd á sama snilldarkalíber og þessi upplifun. Önnur snilld kvöldsins kom svo í formi myndarinnar. Ég er búinn að velta henni fyrir mér núna síðan ég kom út úr salnum klukkan tíu í gærkvöldi og ég held hún muni sitja í mér í dálitla stund enn. Þessi mynd er hreint og klárt meistaraverk. Ég minntist á það í færslunni hérna á undan um Hudsucker Proxy að ég kynni rosalega vel að meta hollustu Coen bræðra við leikara í smáhlutverkum. Þannig var það sem kom mér mest á óvart við myndina að hér er engan að finna af gömlu góðu Coen leikurunum. Enginn Goodman, enginn Buscemi og enginn Turturro. Þetta var þó alls ekki til þess að gera myndina verri. Þvert á móti þá fannst mér það passa fullkomlega við alvarlegan tón myndarinnar að sleppa af sér gömlu kækjunum og gera mynd, sem tengist þeirra fyrri á eins lítinn hátt og mögulegt er.
Ég hef engan áhuga á að rekja sögu myndarinnar hérna og þið viljið heldur ekki heyra hana. Ef þið hafið einhvern minnsta áhuga á henni skuluð þið drulla ykkur út í bíó núna og koma síðan aftur og skella upp eigin gagnrýni. Ég ætla að reyna að halda söguspoilerum í lágamarki en ég mun minnast aðeins á persónurnar þannig að ef þið viljið alls ekki vita neitt um myndina áður en þið farið(sem ég mæli heilshugar með) þá þurfið þið að passa ykkur. Mig langar þó að segja að sagan er mjög góð. Það er ótrúlegt hvað bræðrunum tekst að taka einfalda sögu ofbeldishneigðar og græðgi og gera úr henni eitthvað miklu öflugra en maður hefur nokkru sinni fyrr séð. Ég er samt ekki viss um að allir aðdáendur fyrri Coen mynda muni kunna að meta þessa. Þetta er ekki grínmynd einsog Hudsucker og O, Brother og þetta er ekki fyndin spennumynd ala Fargo. Þetta er hægfara og mjög blóðug karaktermynd og geðveik sem slík.
Þetta er það svalasta sem ég hef séð
Einsog með allar vel skrifaðar karakterstúdíur eru það leikararnir sem eiga lokaorðið um hvort myndin virkar eða ekki. Óþarft er að segja að þessi virkar fullkomlega. Það hefur ekki farið framhjá neinum lofið í kringum frammistöðu Javier Bardem og ég get alveg fullvissað menn um að hæpið á fullkomlega rétt á sér. Hann er ógeðslega góður. Honum tekst að búa til einhvern óhugnanlegasta karakter allra tíma á mjög sannfærandi hátt, þ.e. það er aldrei þvingað, alltaf náttúrulegt og fullkomlega eðlilegt og svoleiðis tekst ekki nema allra bestu leikurum. En hann er alls ekki sá eini sem skilar frábærri frammistöðu hér. Josh Brolin skilar sínum manni virkilega vel frá sér og gerir gamlan og góðan karakter enn betri með góðri frammistöðu. Það var aftur á móti Tommy Lee Jones sem ownaði þessa mynd að mínu mati. Þetta er vafalaust það besta sem ég hef séð til hans og ég myndi giska á að þetta væri hans besta frammistaða hingað til. Hann leikur lífsþreytta lögreglustjórann Ed Tom frábærlega og býr til algjörlega klassískan karakter úr honum. Ed Tom er alveg að því kominn að setjast í helgan stein og hefur í raun ákveðið að hann skilji ekki glæpina lengur og langi ekki til að taka ákvörðunina um að taka þátt í þessum nýja og ofbeldisfulla heimi. Mig langar til að horfa á myndina strax aftur bara til að sjá atriðin með honum. Hann er reyndar tilnefndur til óskarsverðlauna í ár fyrir aðra mynd þannig að kannski er hann enn að bæta sig. Woody Harrelson kemur svo sterkur inn um miðbik myndarinnar og skilar hörku performans. Hvað sem öðru líður þá er þetta best leikna mynd sem ég hef séð í langan tíma.
Þótt Bardem fái allt fjölmiðlafárið á sig fyrir sína frammistöðu þá gefur betri mynd að líta á óskarstilnefningar myndarinnar. Klipping, handrit, leikstjórn, myndataka, hljóð, hljóðvinnsla og besta mynd. Það eru ekki nema örfáar myndir sem ná að éta svona upp tilnefningarnar og þessi er ein af þeim sem á það fyllilega skilið. Allt í þessari mynd er geggjað. Klippingin magnar upp spennuna þangað til að hún er nánast óbærileg. Hljóðið er magnað, maður finnur fyrir öllu sem er að gerast bara í gegnum hljóðið. Myndatakan er frábær, ekki of arty, ekki of straight-forward, heldur þessi fullkomni meðalvegur sem gerir venjulegar tökur kúl og arty tökur magnaðar. Myndin á að gerast 1980 og þótt maður taki kannski ekki eins vel eftir því við áhorfið, einfaldlega út af því hvernig maður lítur á suðurríkin og finnst einsog ekkert hafi breyst þar í 100 ár, þá passar allt lúkkið fullkomlega við staðfærsluna.

Anton Chigurh: You know what date is on this coin?
Gas Station Proprietor: No.
Anton Chigurh: 1958. It's been traveling twenty-two years to get here. And now it's here. And it's either heads or tails. And you have to say. Call it.

*Spoiler*
Mig langar aðeins til að ræða endann á myndinni, þ.e. drauminn hans Ed Tom. Einsog ég lít á hann þá er þarna gamall maður sem líður einsog hann sé búinn að sinna sínu starfi og uppfylla sín örlög í lífinu. Nú þegar hann er sestur í helgan stein hefur hann ekkert meira með þennan óskiljanlega heim ofbeldis að gera en í leiðinni hefur heimurinn ekkert meira að gera með hann. Heimurinn hefur einfaldlega skilið hann og hans kynslóð eftir og þá er í raun ekkert fyrir hann að gera nema bíða eftir dauðanum, alveg einsog Ellis, sem átti kettina.

Ed Tom Bell: [talking to Ellis] I always figured when I got older, God would sorta come inta my life somehow. And he didn't. I don't blame him. If I was him I would have the same opinion of me that he does.

Þetta quote virðist lýsa því að hann sé ekki sérstaklega sáttur með sjáflan sig og kenni sjálfum sér kannski um að hafa ekki haft hemil á heiminum, einsog pabbi hans og afi þegar þeir voru lögreglustjórar. Frábær karakter.
*Spoiler búinn*

Þegar á hólminn er komið stendur upp úr
myndinni hversu góðir karakterarnir eru og hversu ógeðslega töff hún er. Allt er svalara en andskotinn og eftirá er ekki hægt að hugsa um annað en hversu ógeðslega spenntur maður var að horfa á þessa snilld. Þessi mynd fjallar um ofbeldi á okkar tímum, af hverju menn framkvæma það, hvað þeir græða á því og hvort það séu einfaldlega þeirra örlög að drepa fólk. Þetta er frábær mynd og á heima á stalli með bestu myndum bræðranna. 5/5

The Dudes
Ég held það sé alveg við hæfi að leyfa þessu myndbandi að fylgja með, ekkert sérstakt myndband, en ég nenni ekki að gera svona sjálfur þannig að það verður að duga.

Friday, February 8, 2008

The Hudsucker Proxy

Ef Coen bræður eru eitthvað, þá er það frumlegir. Frá Blood Simple til O, Brother Where Art Thou?, frá Fargo til Big Lebowski, þá virðast engin takmörk hamla frumleikanum í myndunum þeirra. Ferilskráin lýsir líka rosalegri fjölbreytni í hugmyndaflugi. Raising Arizona er hress gamanmynd um glataða white trash barnaræningja. Miller’s Crossing er gamaldags gangster mynd um mann sem lendir á milli í gengjastríði. Blood Simple er nútíma film noir. Þrátt fyrir að himinn og haf séu milli sögusviðanna í þessum mjög svo mismunandi myndum tekst þeim Joel og Ethan þó alltaf að halda sínum eigin persónulega stíl og geta af sér frábærar myndir á færibandi. Ég hef undanfarið staðið í áhorfi á gömlu myndunum þeirra áður en ég fer á No Country For Old Men, sem verður vonandi bráðlega. The Hudsucker Proxy er sú seinasta af þessum myndum og hún stendur sannarlega undir væntingum og bætir enn einni rósinni í hnappagatið hjá bræðrunum.
Myndin fjallar í stuttu máli um Norville Barnes, aula nýútskrifaðan úr viðskiptaháskóla með stórar hugmyndir fyrir framtíðina. Vegna þess að hann hefur enga reynslu lendir hann í starfi í póstherbergi stórfyrirtækisins Hudsucker Industries. Þar sem forstjóri fyrirtækisins er nýstokkinn út um glugga á 44. hæð... æ ég nenni ekki að fara nánar í þetta. Söguþráðurinn er virkilega skemmtilegur en hann er samt ekki ástæðan fyrir því að ég hreifst svo af myndinni. Stíll Cohen bræðra og handritið sjá fullkomlega um að grípa mann þéttingsfast og sleppa aldrei takinu í gegnum allar 111 mínútur myndarinnar. Þeir sem hafa horft á eitthvað af fyrri verkum bræðranna þekkja stílinn vel þótt hann gangi kannski aðeins lengra í farsanum hér en í hinum. Nokkur atriði eru sérstaklega minnisstæð hvað þetta varðar, þegar bláa bréfið fer í gegnum póstherbergið, montagið af Norville þegar hann tekur við, atriðin með Amy og Smitty á blaðaskrifstofunni. Samtölin í myndinni ganga svo hratt að maður nær næstum ekki að fylgjast með á köflum en það hefur samt ekki vond áhrif. Þvert á móti verður maður enn áhugasamari að hlusta á hvert einasta orð. Best af öllu er svo hversu ógeðslega fyndin þessi mynd er, burtséð frá gæðum samtalanna sem slíkra. Algjör snilld.
Þessi gæji er ekki sáttur
Þetta myndi að sjálfsögðu ekki ganga upp ef leikararnir væru ekki ógeðslega góðir og valdir að hlutverkum sínum. Hver einasti leikari fannst mér passa fullkomlega inn í myndina. Jennifer Jason Leigh fannst mér sérstaklega góð og kom mér þónokkuð á óvart. Hafði bara séð hana í Fast Times At Ridgemont High og The Machinist fyrir þetta og hún leit svosem ekkert út fyrir að vera sjúk þar. En það var hún svo sannarlega hér. Hún leikur þetta frekar over the top og það passar virkilega vel inn í myndina og inn í karakterinn. Þótt meistarar einsog Tim Robbins og Bruce Campbell séu að leika á móti henni heldur hún fullkomlega í við þá og skilar sínu frábærlega. Aðrir gamlir og góðir eru t.d. Paul Newman og John Mahoney(sem sumir kunna að kannast við sem pabba Frasier).
Eitt sem ég fíla sérstaklega við stíl bræðranna er að þeir skuli nota sömu leikarana oft og jafnvel í hverri einustu mynd. Þrátt fyrir að um lítil hlutverk sé að ræða gefur þetta myndunum ákveðið cult yfirbragð sem ég fíla ógeðslega vel. Steve Buscemi kemur fyrir í pínulitlu hlutverki hér sem eigandi hippabars og á líka pínulítið hlutverk í Barton Fink. John Goodman(Barton Fink, Big Lebowski, Raising Arizona, O, Brother Where Art Thou?) kemur fyrir í þessari sem sjónvarpsþulur og sést ekki einu sinni í mynd. Aðrir fastagestir eru fyrrnefndur Mahoney, Michael Lerner og John Turturro.
Stíllinn birtist síðan líka í hönnuninni á myndinni og skotunum. Skrifstofa Mussburger er gott dæmi um þetta, risastór og ílöng og ekkert inn í henni nema verðbréfariti og vatnskælir. Lúkkið á myndinni kemur því líka sterkt inn í gæðin og á frekar stóran þátt í skemmtuninni.
Allt í allt er þessi mynd geðveik. Fyndin, hress, hröð, skemmtileg, flott, vel leikin og troðfull af stíl og ekkert treður öðru um tær. Jafnvel besta mynd bræðranna, pre-Fargo. 4/5

Amy Archer: I used to think you were a swell guy. Well, to be honest, I thought you were an imbecile. But then I figured out you WERE a swell guy... A little slow, maybe, but a swell guy. Well, maybe you're not so slow, but you're not so swell either. And it looks like you're an imbecile after all!

Wednesday, February 6, 2008

Sweeney Todd: Af hverju virkar hún ekki?

Mér þykir leitt að þurfa að ganga á bak orða minna. Ég geri það helst ekki nema mikið liggi við eða ég hreinlega geti ekki haldið orð mitt. Núna er eitt af þessum skiptum, þar sem ég lýsti því yfir með fjálglegum hætti á blogginu hans Jóns að ég myndi ekki skrifa hér færslu um myndina Sweeney Todd. Sú geigvænlega þörf sem brýst nú fram í að lýsa skoðun minni á myndinni fylgir því með einlægri afsökunarbeiðni til Jóns og allra annarra sem kunna að hafa lent illa í þessari svikamyllu minni.

Sweeney Todd er svona mynd sem “die-hard” aðdáendur Tim Burton munu að öllum líkindum elska. Ég tel mig í hópi aðdáenda hans þar sem ég fíla stílinn hans mjög mikið og tel Big Fish og Nightmare Before Christmas með betri myndum, sem ég hef séð. Ég hef aftur á móti, eftir því sem kvikmyndafræðilegur og ekki síst tónlistarlegur smekkur minn þróast, reynt að halda gagnrýnum hug gagnvart tónlistar- og kvikmyndagerðarmönnum sem ég hef fílað í fortíðinni þannig að maður sitji ekki uppi lofsamandi ömurlega geisladiska og bíómyndir bara vegna þess að liðið sem bjó þá til vissi einu sinni hvað það var að gera. Case in point, Sweeney Todd. Ég er ekki að segja að þessi mynd sé ömurleg, ég deili ekki skoðun AMÓ að myndin sé versta drasl í heimi enda held ég að söngleikjaformið falli mér betur í lund en honum. Hann diggaði reyndar Mary Poppins, þannig að ég gæti bara verið að tala með rassgatinu. Hann hefur þó rétt fyrir sér í því að söngvararnir í þessari mynd eru ekki að fljúga. Baz Luhrman hafði allavega vit á því þegar hann gerði Moulin Rouge að “maska” röddina hans Ewan McGregor með betri söngvara þannig að þótt við heyrðum hann syngja þá heyrðum við hann syngja betur en hann gat í alvörunni. Enda er það ógeðslega góð mynd. Mér finnst einsog þarna hafi Burton aðeins skitið á sig því þótt hann sé, að öllu nema nafninu til, giftur Johnny Depp þá þarf hann ekki að sýna öllu sem hann gerir blint og óbilandi traust.

Þessar fimm eru geggjaðar, en hefur Burton tapað "touch"-inu?

Það er líka rétt hjá Adda að þessi mynd inniheldur einfaldlega of mikið af lögum og virkilega misgóðum ef við förum út í það. Söngleikurinn stendur auðvitað og fellur með hversu góð lögin eru en það þýðir samt ekki að maður mæti á söngleik til að horfa á óperu. Það skrítnasta við þetta finnst mér líka sú staðreynd að Burton hefur áður gert söngleikjamyndir, Nightmare Before Christmas og Corpse Bride, þar sem hann leyfði myndinni að anda aðeins milli laga og drulla söguþræðinum aðeins áfram. Síðan er auðvitað annar möguleiki að hann hafi einfaldlega verið að fela hversu lítil saga er fólgin í þessu handriti með því að troðfylla myndina af lögum.
Þessi lög eru líka virkilega misgóð. Það er eiginlega sorglegt hversu mörg laganna stefna hátt en komast aldrei af jörðinni. Þá fannst mér sérstaklega “Joanna” og lagið hennar í gluggakistunni slöpp og ég minnist þess líka í lag
inu þar sem Sweeney og Mrs. Lovett ákveða að elda fólk að lagið byrjaði vel en allir brandararnir féllu dauðir. Þau halda áfram og áfram og áfram að nefna bökur með mismunandi þjóðfélagsstéttum elduðum í og brandararnir ná aldrei flugi, þeim tekst ekki einu sinni að ná fótunum af jörðinni. Versti galli myndarinnar er því, að mínu mati, hversu slakar textasmíðarnar eru frekar en endilega tónlistin sjálf. Ég diggaði hana reyndar að mestu leyti, fyrir utan fyrstu tvö dæmin sem ég tók. Textasmíðar fannst mér líka vera mesti galli Corpse Bride þannig að ég veit ekki hvort kallinn datt bara inn á einhverja tilviljunarsnilld í Nightmare Before Christmas.

Djöfulsins faggalegi auli

Einsog ég sagði áðan þá er ég aðdáandi sjónrænu hliðarinnar á myndum Burtons, þessa drungalega andrúmslofts sem liggur alltaf yfir vötnum og gothara arkítektúrsins. Þessi mynd fannst mér lúkka frábærlega að öllu leyti og það er líka ábyggilega ástæðan fyrir því að ég gef þessari mynd helming mörulegra stiga. Mér finnst sérstaklega töff íbúð Todd og rakarastóllin. Hnífarnir koma líka sterkir inn þarna. Sagan finnst mér líka mjög töff en það er vandamál hversu lítið er af henni. Hún einfaldlega er ekki nógu stór til að halda mér hugföngnum heila bíómynd. Ég held að stærsta vandamálið þar sé hversu DMS mér var um Joanna og faggalega gaurinn. Sweeney Todd hafði það eitt á sinni könnu að drepa dómarann, honum var í raun drullusama um dóttur sína. Eini maðurinn sem sýndi henni einhverja athygli var fagginn og hann sökkar. Síðan diggaði ég Todd bara ekki nógu mikið til að endirinn gerði eitthvað sérstakt fyrir mig, sá miklu meira eftir Mrs. Lovett.

Þetta finnst mér ógó kúl

Nú langar mig að detta aðeins aftur í gömlu góðu gagnrýnisþættina, leikinn og leikstjórnina. Leikurinn fannst mér góður að öllu leyti, fyrir utan kannski Jamie Campbell Bower, sem lék faggalega gæjann. Ég diggaði Johnny Depp og Helenu Bonham Carter og fannst hún reyndar ágæt hvað sönginn varðar líka. Depp er auðvitað geggjaður leikari en hann fær óþakkláta meðferð í söngleikjaatriðunum þar sem hann er einfaldlega ekki góður söngvari. Þar kemur svo leikstjórnin inn í, af hverju drjólaðist Burton ekki til að pródúsera röddina aðeins betur eða skrifa þessa lagatexta betur? Aðalspurningin er í raun og veru, hvar í fjandanum er Danny Elfman? Hann er maðurinn á bakvið alla frábæru textana og lögin í Nightmare Before Christmas og söng sjálfur fyrir Jack Skellington. Lögin eru reyndar í upprunalegri útgáfu úr söngleiknum sjálfum, held ég, þannig að kannski er þetta lélegt point. Þá spyr ég frekar, af hverju ekki að gera einhverja aðra mynd ef lögin sugu svona mikið?
Allavega, þessi mynd var fín, no more, no less. Þetta er ekki skelfilegasta mynd allra tíma og hún er heldur ekki ógeðslega frábær. Hún er bara meðalmennska og það er eitthvað sem Tim Burton á ekki að leggja nafn sitt við. Mig langaði reyndar aðeins til að gefa henni 1 í einkunn á imdb.com út af þeirri svívirðilegu einkunn sem hún er með þar, eða 8,2. En ég geri mitt besta til að dæma hlutina á jafnréttisgrundvelli og þess vegna skelli ég á hana 2,5/5

Tuesday, February 5, 2008

El Espinazo del diablo

Þrátt fyrir kosningasvindl Bjarka Ómarssonar horfðum við á Devil's Backbone, sem er greinilega hans uppáhalds mynd. Ég get ekki sagt að ég sé einhver sérfræðingur um Guillermo del Toro, hef bara séð Laberinto del Fauno og Hellboy, en get ekki sagt annað en að myndir mannsins séu alveg minn tebolli. (Núna er ég orðinn nett pirraður því þetta er í þriðja skipti sem ég skrifa restina af þessari færslu útaf tæknilegri vangefni Andra Gunnars. Hver stígur á fjöltengi? Allavega) Ég fíla horror, þ.e. ég fíla bíómyndir með hryllingsívafi og góðar hryllingsmyndir. Þannig missi ég ekki vatnið yfir bregðuorgíum einsog þessari en fíla þeim mun meira þegar draugasögum er splæst inn í gamla góða mynd um Spænsku borgarastyrjöldina. Og þess vegna fíla ég þessa mynd.
Spænska borgarastyrjöldin virðist vera Guillermo mjög hugleikin þar sem bæði þessi og Laberinto del Fauno fjalla um svona fantasíur í miðri styrjöldinni og í báðum tilfellum eru aðalpersónurnar börn. Það er einmitt eitt af því sem mér finnst hvað magnaðast við þessar tvær myndir del Toro, hversu vel honum fellur að leikstýra börnum. Báðar myndirnar skarta barnungum leikurum í aðalhlutverkum og tekst honum að ná fram góðri persónusköpun og raunverulegum tilfinningum frá jafn óreyndu fólki og þér og mér, reyndar 10 sinnum hæfileikameira en samt. Karakterar strákanna í þessari mynd eru virkilega góðir og ekki þessi gamli góði pirrandi krakkakarakter sem virðist lifa allt of góðu lífi í Hollywood. Myndin er reyndar vel leikin á alla kanta að mínu mati, en strákarnir fannst mér magnaðastir.
Góður leikari? Það held ég nú

Sjónræn hlið myndarinnar fannst mér líka rosalega kúl. Bæði draugarnir og almennt yfirlit myndarinnar fannst mér takast fantavel, sérstaklega brellurnar í lokin þegar strákarnir ná fram hefndum. Mjög töff. Þetta sama drungalega andrúmsloft liggur yfir Laberinto þótt það sé reyndar ennþá myrkari mynd en þessi.
Handritið og plottið sem slíkt er svo auðvitað aðalástæða þess hversu mikið ég fíla myndina. Sérstakelga fíla ég hvernig nafnið á myndinni skiptir litlu máli þegar maður horfir beint á strigann(Bjössi) en hylur með sér merkingu ef maður rýnir aðeins dýpra. Devil's backbone, börnin sem ekki áttu að lifa, sbr. strákana munaðarlausu. Byrjunin á myndinni er líka rosalega töff, þegar við sjáum hvað kemur fyrir Santi áður en við vitum hvernig það passar inn í myndina. Þegar maður sér það í fyrsta skipti virkar það bara sem "mood-setter" en eftirá virkilega töff leið til að láta mann hugsa um aðalplottið áður en við fáum að vita það. Fyrstu setningarnar sem eru svo endurteknar í lokin eru mjög töff líka. Sprengjan, "an emotion suspended in time", átti í rauninni að springa en dauðinn vofði yfir strákunum allan tímann. Bensínsprengjuatriðið hafði líka þeim mun meiri áhrif þegar maður hafði kynnst strákunum svona vel og vissi hvað þeir höfðu þurft að ganga í gegnum. Góðir leikarar => miklar tilfinningar => góð mynd.
Ég er mjög sáttur með að hafa horft á þessa mynd núna, þrátt fyrir kosningasvikin, vegna þess að í vikunni var því lýst yfir að Guillermo muni leikstýra Hobbitanum og annarri LOTR mynd sem á að gerast í aðdraganda Fellowship(Vafasamt? Pæling). Það er því löngu kominn tími á að maður detti í smá skoðun á kallinum og þessi mynd gefur virkilega góða raun. Spurning hvort Cronos sé í sama klassa.
Mjög góð klassamynd. Ekki meistaraverkið, sem Laberinto er en virkilega góð samt sem áður. 3,5/5

Bara rétt í lokin að fara yfir ferilinn:
Blade 2: 2/5 Hellboy: 3,5/5 Laberinto del Fauno: 4,5/5