Sunday, February 10, 2008

2008... er það eitthvað?

Í tilefni af því að Bjössi setti 10 mynda lista á sína síðu hef ég ákveðið að bæta um betur og skella saman lista af 20 myndum sem mig langar að sjá og 2 myndum sem mig langar ekkert að sjá á árinu 2008. Hafið gaman!

Wall-E
Leikstjóri: Andrew Stanton(Finding Nemo)
Leikarar: Eitthvað lið
Ég sá ekki Ratatouille og veit ekki hvort ég á nokkurn tíma eftir að nenna því en ég hef alltaf verið veikur fyrir Pixar og trailerinn fyrir þessa er algjör snilld. Vélmenni eru líka totally awesome þannig að þetta er algjört win-win situation.

Body of Lies
Leikstjóri: Ridley Scott(Alien, Kingdom of Heaven)
Leikarar: Leonardo Dicaprio, Russel Crowe
Ég er alveg einsog Bjössi með þessar njósnamyndir, digga þær í tætlur, og sérstaklega ef almennilegir leikarar og leikstjórar eiga í hlut. Leo Dicaprio er einn af mínum uppáhalds og Ridley Scott stígur ekki oft feilspor. Annar no-brainer.

Burn After Reading
Leikstjóri: Coen bræður(Hudsucker Proxy, Fargo)
Leikarar: Brad Pitt, George Clooney, Tilda Swinton
Ég hlakka mikið til að sjá hvert Ethan og Joel taka stefnuna eftir hina mjög svo alvarlegu og ókarakterísku No Country For Old Men. Halda þeir áfram á alvarlegu brautinni eða detta þeir aftur í gamla góða Coen grínið? Síðan er þetta líka svona CIA njósnadótarí. Get ekki beðið eftir þessari.

Dark Knight
Leikstjóri: Christopher Nolan(Batman Begins, Prestige, Memento)
Leikarar: Christian Bale, Heath Ledger, Maggie Gyllenhaal, Aaron Eckhart
Það er ekkert í heiminum sem gæti látið mig sleppa þessari mynd í bíó. Hún verður geðveik og ég verð geðveikur ef ég sé hana ekki. Count me in.

Indiana Jones and The Kingdom of the Crystal Skull
Leikstjóri: Steven Spielberg(Þarf að segja meira?)
Leikarar: Harrison Ford, Shia Labeouf
Nú er að sjá hvort sléttar tölur séu hin sanna bölvun Indiana Jones. Raiders(nr. 1) var geðveik, Temple of Doom(nr. 2) sökkaði alveg semi og Last Crusade(nr. 3) var best af þeim öllum. Nú er bara að sjá hvernig nr. 4 tekst til.

Bond 22: Quantum of Solace
Leikstjóri: Marc Forster(Finding Neverland, The Kite Runner)
Leikarar:Daniel Craig, Judi Dench
Seinasti Bond var algjör snilld og það er spurning hvernig þessi gengur upp. Við skulum allavega vona að við sleppum við kappakstra á Jökulsárlóni í þetta skiptið.

Star Trek
Leikstjóri: J.J. Abrams(MI:3)
Leikarar: Simon Pegg, Zachary Quinto and friends
Star Trek er awesome. Abrams er awesome. Trailerinn er frekar awesome. Ég fokking vona að þessi mynd verði awesome.

21
Leikstjóri: Robert Luketic(Legally Blonde)
Leikarar: Kevin Spacey, Kate Bosworth, Laurence Fishburne
Nöllar að svindla á spilavítum er alls ekki leiðinleg tilhugsun, sérstaklega þar sem þetta eru ekki bara gömlu góðu svindlandi gyðingarnir. Lúkkar töff og maður hatar ekki pókaratriði í bíómyndum, Casino Royale verandi kóngurinn í þeim efnum. Ef einhver þarf að þerra blóð úr augnkróknum á sér í þessari er aldrei að vita nema maður skelli sér "all in" á þessa.

Myndi jafnvel kalla þetta vídjó snilld
Australia
Leikstjóri: Baz Luhrman(Moulin Rouge, Romeo + Juliet)
Leikarar: Nicole Kidman, Hugh Jackman
Einhver kelling þarf að flýja yfir áströlsku slétturnar með nautgripastóð í eftirdragi á stríðsárum seinni heimsstyrjaldar. Hverjum er svosem ekki DMS um söguna þegar Baz Luhrman á í hlut? Þessi maður er meistari og ég á ennþá eftir að sjá mynd eftir hann sem ég elska ekki.

Be Kind Rewind
Leikstjóri: Michel Gondry(Eternal Sunshine of the Spotless Mind)
Leikarar: Jack Black, Mos Def, Danny Glover
Jack Black verður fyrir því óláni að eignast ofurkrafta og eyðileggja allar spólurnar á vídjóleigunni sem hann vinnur á. Til að bæta fyrir tjónið ákveður hann að endurgera allar myndirnar á leigunni. Ef þetta hljómar ekki einsog snilld þá veit ég ekki hvað.

Curious Case of Benjamin Button
Leikstjóri: David Fincher(Seven, Fight Club, Zodiac)
Leikarar: Brad Pitt
David Fincher á enn eftir að klikka alvarlega(ef við teljum Alien 3 ekki með) og saga manns sem byrjar að eldast afturábak heillar mig alveg frekar mikið. Ég skil ekki af hverju þessi ætti ekki að fljúga.

Hellboy 2
Leikstjóri: Guillermo del Toro(Devil’s Backbone, Laberinto del Fauno, Hellboy)
Leikarar: Ron Perlman og félagar
Fyrri myndin var bara helvíti skemmtileg enda del Toro með meiri mesiturum í Hollywood þessa dagana. Þessi seinni mynd lofar meiri ævintýrum fyrir hinn rauðbirkna púka og félaga hans og ég held ég skelli mér bara með í þetta skiptið.


Iron Man
Leikstjóri: Jon Favreau(Elf, Zathura)
Leikarar: Robert Downey Jr., Gwyneth Palthrow, Jeff Bridges
Af Trailernum að dæma gæti þessi mynd orðið helvíti nett. Milljónamærings-vopnasalinn Tony Stark lendir í klóm mannræningja og nýtir tímann í fangaklefa til að smíða sér vélbúning til að lumbra á fangavörðunum. Fyllibyttu-ofurhetja er alveg eitthvað sem ég er tilbúinn að kaupa í sumar.

Mummy: Tomb of the Dragon Emperor
Leikstjóri: Rob Cohen(xXx, Fast And The Furious)
Leikarar: Brendan Fraser
Ég skelli þessari hérna með útaf góðvini okkar kvikmyndafræðinema, Rob Cohen, í leikstjórastólnum. Gæti svosem alveg verið skemmtileg en ég ætla ekki að spreða á hana pening nema í harðbakkan slái.

RocknRolla
Leikstjóri: Guy Ritchie
Leikarar: Gerard Butler, Jeremy Piven, Tom Wilkinson
Ritchie hefur verið mest í því að skíta á sig síðan hann gerði meistaraverkið Snatch árið 2000. Í RocknRolla heilsar hann aftur upp á undirheima London með sögu um rússneska mafíósa með fullt af pening á reiðum höndum. Hvað gerist næst? Ég er alveg semi heitur.

Where The Wild Things Are
Leikstjóri: Spike Jonze(Being John Malkovich, Adaptation)
Leikarar: Forest Whitaker, Paul Dano
Þessi fjallar um óstýrilátan lítinn dreng sem býr sér til ævintýraheim fullan af skepnum sem krýna hann konung sinn. Spike Jonze er svo mikill snillingur að sagan skiptir mig engu máli. Hlakka virkilega mikið til að sjá þessa.

Trailer Trash
Leikstjóri: Eli Roth(Cabin Fever, Hostel, Thanksgiving trailerinn)
Leikarar: Hver veit?
Guð veit að ég hef ekki fílað myndirnar hans Roth að nokkru leiti hingað til en trailerinn sem hann gerði fyrir Grindhouse var frábær og þessi mynd virkar þannig að fullt af fake trailerum vinna saman í að búa til heildstæða sögu. Ekki spyrja mig hvernig það er hægt, spyrjið heldur hvernig það er ekki fyndið.


Valkyrie
Leikstjóri: Bryan Singer(Apt Pupil, X-Men, Usual Suspects)
Leikarar: Tom Cruise, Stephen Fry, Eddie Izzard
Yfirmenn í þýska hernum ætla að drepa Adolf Hitler... Tom Cruise er vissulega kolbilaður en hann er samt fínasti leikari og þessi saga + Bryan Singer eru alveg að vinna mig á sitt band. Það er ekkert sem ég elska meira en Tom Cruise að segja “Sieg Heil!”. Snilld. Mein ehre ist treuheit, einsog maðurinn sagði.

The Happening
Leikstjóri: M. Night Shyamalan(Sixth Sense, Unbreakable)
Leikarar: Mark Wahlberg, John Leguizamo
Fjölskylda flýr yfirvofandi náttúruhamfarir en ef maður þekkir Shyamalan rétt eiga geimverur sök á því. Ég er tilbúinn að gefa þessum manni annan séns bara útaf Leguizamo þrátt fyrir skelfinguna The Village og þótt ég hafi sleppt Lady In The Water alfarið.

City of Ember
Leikstjóri: Gil Kenan(Monster House)
Leikarar: Bill Murray, Tim Robbins, Martin Landau
Ég ætla bara að skella synopsis af imdb.com á þetta því ég nenni ekki að þýða... “For generations, the people of the City of Ember have flourished in an amazing world of glittering lights. But Ember's once powerful generator is failing ... and the great lamps that illuminate the city are starting to flicker.” Konseptið virkar súperkúl á mig og Bill Murray er alveg maðurinn þannig að ég held að þessi muni fljúga yfir fjöllin blá.

The Day the Earth Stood Still
Leikstjóri: Scott Derrickson(The Exorcism of Emily Rose)
Leikarar: Keanu Reeves, Jennifer Connelly, Kathy Bates
Ég væri alveg til í að gefa þessu séns ef leikstjóri verstu myndar allra tíma sæti ekki í leikstjórastólnum. Exorcism of Emily Rose er fyrir þennan mann það sama og REI-málið er fyrir Villa. Geislavirkur úrgangur sem enginn vill snerta.

Chronicles of Narnia: Prince Caspian
Leikstjóri: Sami og seinast
Leikarar: Ekkert breytt
Fyrri myndin sökkaði og trailerinn að þeirri nýju er ekki beint að vinna mig yfir. Gerið ráð fyrir slökum Aslan á sumarmánuðum.