Monday, March 31, 2008

Man Bites Dog

Vá, þessi mynd er alveg hreint rosaleg. Ég verð að skrifa um hana núna til að halda henni ferskri í minni því ég er hræddur um að gleyma einhverju af þessari snilld. Ég skal byrja á að renna létt yfir söguþráðinn fyrir þá sem ekki hafa séð hana. Man Bites Dog er belgísk mynd frá árinu 1992. Myndin er mockumentary um þrjá unga kvikmyndargerðar menn sem gera heimildarmynd um raðmorðingja í París. Inn á milli þess sem þeir fylgja honum í morðum og djöfulgangi veður raðmorðinginn, Benoit Poelvoorde, elginn um hin ýmsu málefni. Þetta er einmitt það sem mér fannst hvað mest creepy í myndinni, þessar einræður Benoit og þegar hann fer að flytja ljóð hástöfum þar sem hann eltir eitt af sínum óheppnu fórnarlömbum náði óhugnaðurinn nýjum hæðum. Það er fátt annað hægt að segja um söguna sem slíka, þessi mynd er svona "you gotta see it to believe it". Ég get samt sagt að þegar söguþráðurinn fer að hafa sinn gang í lok myndarinnar er það allt mjög vel útfært og ég fann næstum því til með viðbjóðnum Benoit. En bara næstum því. Það sem laust mig helst í þessari mynd er hversu óhugnanlega vel leikin hún er. Aðalleikarinn, Benoit, er alveg hreint ótrúlega raunverulegur karakter. Hann lætur einsog hann sé einsog hver annar gæji en lifir í rauninni fullkomlega inní sér og það er einsog hann hafi ekki nokkra einustu jarðtengingu, fullkomlega siðblindur að öllu leyti. Það gerir aftur á móti myndina miklu óhugnanlegri hvað hann virðist ótrúlega eðlilegur þegar hann er ekki að drepa fólk eða drekka sig fullan. Það gefur síðan karakternum alveg ótrúlega aukna dýpt þegar hann talar um að hann hafi grafið tvo múslima inn í vegg, "facing Mecca of course", og þegar hann rausar eitthvað um hvernig samfélaginu sé alveg sama þegar litla fólkið deyr og líti ekki upp nema þegar læknar eða fyrirmenni eru drepin. Það eru þessi "prinsipp" sem gera svona fólk hættulegt, ekki siðblindan sem slík. Þegar fólk gerir eitthvað ógeðslegt og í staðinn fyrir að sætta sig bara við það að því sé drullusama um þjáningar annarra þá fer það að réttlæta gjörninginn fyrir sér á einhvern hátt. Benoit drepur aumingja og lágt setta til að "trufla ekki samfélagið" og gerir svertingjum greiða með að drepa þá þegar það er verið að setja þá í einhverja byggingavinnu í stað þess að leyfa þeim að hlaupa um í frumskóginum. Þessar pælingar minna mig mjög á Anton Chigurh í No Country For Old Men og hvernig hann réttlætir sig með peningakastinu. Hann trúir því líka sjálfur að allt það sem hann gerir við fórnarlömb sín sé afleiðing þeirra eigin gjörða og þess vegna sé hann ekki að gera neitt rangt. Sjitt, ég er búinn að vera í klukkutíma að skrifa núna og ég er í alvörunni að tárast þegar ég skrifa þetta, ég meika ekki hvað þessi mynd er rosaleg.
Afdrifaríkt dráp
Hinir leikararnir eru líka allir frábærir, frá Remy og vinum hans, sem tapa allri rænu og viti við gerð myndarinnar, til fjölskyldu Benoit og "vina hans". Þetta er enn magnaðara ef maður hefur í huga að fjölskylda Benoit er öll leikin af hans raunverulegu fjölskyldu, ágætt að finna svona leikræna fjölskyldu á einu bretti.
Hér virðist ég hafa skitið örlítið á mig. Samkvæmt ritgerð sem einn kvikmyndagerðarmannanna skrifaði þá vissi fjölskylda Benoit ekki af því að verið væri að gera bíómynd. Ef þetta er satt þá héldu þau allan tímann að verið væri að taka upp Benoit í daglegu lífi og þess vegna er mamma hans raunverulega steinhissa þegar hún kemur til hans í fangelsið. Ég er ekki alveg viss hvort maður á að trúa þessu en ef þetta er satt þá finnst mér það ekkert annað en algjör snilld.

Myndin er líka svo rosalega raunveruleg hvað varðar ákvarðanir og gjörðir aðalpersónanna. Hún er ekki jafn blatant og margar aðrar myndir í að sýna okkur þróun kvikmyndargerðarmannanna úr venjulegum gæjum yfir í skrímslin sem þeir eru orðnir í lokin. Mér fannst þessi þróun kallast dálítið á við þróun persónu Robert Downey Jr. í Natural Born Killers, þótt sá karakter hafi í rauninni aldrei farið "off the deep end", sem maður sér á viðbrögðum hans við endalokum sínum. Þessi líking gerir þessari mynd samt engan vegin skil hvað varðar brutality og viðbjóð. Ég hreinlega man ekki til þess að ég hafi nokkru sinni fyllst svo megnum viðbjóð við að horfa á mynd og þá er mikið sagt enda hefur maður marga fjöruna sopið í þeim efnum í gegnum tíðina. Þar hefur mest að segja hversu raunverulegt allt er og þá meina ég ekki raunverulegt einsog Devil's Rejects er raunveruleg og gritty heldur raunverulegt as in; þetta gæti alveg eins verið að gerast í húsinu við hliðina. Svipað effect og fyrri helmingur Funny Games hafði á mann, nema ennþá áhrifaríkara. Þarna vil ég sérstaklega minnast á atriðið þegar þeir ráðast inn á parið og fara að nauðga gellunni hver á eftir öðrum. Það út af fyrir sig var fokking ógeðslegt og nasty en það átti enn eftir að versna þegar það er klippt yfir á morguninn eftir þar sem er búið að rista gelluna á hol og hakka gæjann einhvern veginn í spað og fokka honum upp. Mér líður virkilega illa núna bara af því að hugsa um þetta fokking ógeð. Sjitt. Annað sem var minna brútal en þeim mun óhugnanlegra var þegar Benoit kæfir litla strákinn á meðan hann spjallar við Remy um af hverju honum fellur illa við barnamorð. Þetta rifjast svo allt upp fyrir manni þegar senan á barnum kemur og þeir fá sér "Dead Baby Boy". Það hlýtur að vera eitt mest twisted moment kvikmyndasögunnar í heild sinni, I kid you not.
Fokking, fokking sick
Það ótrúlegasta við myndina er því klárlega að mér þyki hún ennþá ótrúlega góð þrátt fyrir það sem gæti við fyrstu sýn virst ekkert meira en púra exploitation horror vibbi. Þessi mynd hefur einhvern rosalegan neista sem gerir hana að algjöru meistaraverki sem rís upp yfir allan viðbjóðinn og býður upp á magnaða bíóupplifun í stað þess að sverja sig bara í ætt við Cannibal Holocaust og bjóða upp á ógeð bara til að sýna ógeð.
Hér er eitt rosalegasta atriði myndarinnar. Ég vissi hvað var að fara að gerast strax frá því gæjinn fer að grínast í Valerie en tímasetningin er þannig að þetta kemur manni algjörlega að óvörum. Ég get eiginlega ekki horft á þetta, þetta er svo magnað. Þegar Jenny fer svo að bera honum gjöfina með blóðið framan í sér er mér hreinlega öllum lokið. Ég vorkenni þessu liði svo mikið að þekkja þennan mann en liðið er greinilega llt svo brenglað og fucked up sjálft að það sér ekki nóg að þessari hegðun til að beila á honum. Það er einsog þetta sé bara hvað annað prakkarastrik.

Núna er ég búinn að lýsa myndinni tilfinningalega, skellum okkur þá í smá tæknirýni. Myndin er tekin upp á handheld myndavél og þar sem kvikmyndagerðarmennirnir leika aðalhlutverkin þá gera þeir bara sitt á meðan á myndinni stendur, þ.e. einn gengur um með hljóðið, einn með myndavélina og einn er til vara. Myndatakan er mjög reikul og óstöðug allt í gegn en það þýðir samt ekki að hún sé illa útpæld eða léleg. Þvert á móti tekst myndatökumönnunum að nýta sér vankantana til að gera myndina meira lifandi en ella. Það er líka mjög skemmtilegt þegar hljóðgæjinn er ekki á svæðinu og maður heyrir bara það sem hann heyrir einhverstaðar allt annar staðar. Mjög töff. Ég man ekki til þess að það sé nokkur tónlist í myndinni fyrir utan þegar Benoit spilar á píanó með Valerie um miðja myndina, en þetta hefur engin áhrif, allavega tók ég ekki eftir því á meðan ég var að horfa.
Ég sá á wikipedia að eina ritskoðunin sem myndin lenti í af viti var að plakatinu var breytt fyrir útgáfu utan Belgíu og hér neðst má sjá það breytta þar sem snuddunni hefur verið skipt út fyrir falskar tennur.
Að lokum vil ég bara segja að þessi mynd hafði, og hefur enn, meiri áhrif á mig en langflestar myndir í minni akkúrat núna. Hún er hreinlega rosaleg. Kannski finnst þér hún frábær, kannski meikaru hana ekki, það skiptir eiginlega ekki máli. Horfðu á þessa mynd og reyndu að láta hana ekki hafa áhrif á þig. Ég fokking mana þig. 5/5
Rétt að endingu, Dead Baby Boy. Tár af Gini, straumur af Tonic og svo fórnarlambið, ólífa bundin við tvo sykurmola, því það þarf tvöfalda líkamsþyngd til að sökkva barnslíki, af því að? Hárrétt! Beinin eru full af holrýmum! Heimurinn verður ekki meira sick en þetta.

2 comments:

Siggi Palli said...

Rosaleg færsla. Epic on a grand scale. 10 stig.

Siggi Palli said...

Ein athugasemd varðandi "vini" Benoits. Mér fannst dýnamíkin milli hans og vina sinna eitt af því flottasta í myndinni, því það er svona vandræða-fílingur yfir öllu og mér fannst ég sjá að þetta fólk var svo rosalega hrætt við Benoit að það þorði ekki að binda enda á "vinskapinn" eða einu sinni andmæla honum.