Ég fann til raunverulegrar andagiftar þegar hann talaði um að menn yrðu bara að fara út og æfa sig, gera stuttmyndir og nóg af þeim til að læra á tækin og finna sig í myndunum. Sleppa því alveg að hugsa of mikið, bara fá hugmynd og framkvæma hana, ekki bíða eftir því að fá betri hugmynd í næstu viku. Þessi fílósófía að gera hlutina ekki endilega fullkomna en gera þá nógu vel finnst mér líka mjög heillandi. Það skiptir ekki neinu máli hvort þú leyfir ljósagæjanum og myndatökumanninum að raða dótinu sínu upp í marga klukkutíma fyrir tökur eða lætur þá gera það á stuttum tíma, bara ef lokaafurðin gengur upp sem bíómynd. Við ræddum þessa pælingu eftirá, ég, Bjössi og Marri. Bjössi kom með þann aldna prósa að fyrstu 20% vinnunar gefa 80% myndarinnar en seinustu 80% vinnunnar gefa seinustu 20% myndarinnar, sem þýðir að það er lítið mál að búa til samhangandi bíómynd en miklu meira mál að gera allt fullkomið. Ég held það sé einfaldlega miklu skemmtilegri vinnuaðferð að vinna frá 9-5 í stað þess að þræla sjálfum sér og öðrum út í 14 tíma á sólarhring til þess eins að ná "fullkomnu skoti" í hvert einasta sinn. Ef starfsfólkið er hresst og með á nótunum verður andrúmsloftið líka miklu betra og allir miklu ánægðari í vinnunni og ef það er eitthvað sem ég lærði á þessu spjalli þá er það að maður fer í þennan bransa því manni finnst þetta spennandi og skemmtilegt. Það er algjör óþarfi að gera sér vinnuna leiðinlega með eilífu brasi.
Það er líka virkilega skemmtilegt að fá þau varnaðarorð frá manni sem er rétt að skríða upp í almannaróm í þessum bransa að það eina sem maður eigi alls ekki að gera sé að gera engin mistök. Enginn fæðist fullkominn kvikmyndagerðarmaður og þess vegna er um að gera að drullast bara til að gera nógu andskoti margar myndir og mistakast nógu andskoti margt, þá er maður tilbúinn og veit hvað á að gera þegar maður loksins þarf á því að halda að standa sig vel.
Mér finnst það líka algjör snilld hjá manninum að þegar hann loksins gerir heimildarmynd og er búinn að læra hvað virkar og hvað ekki, að hann viti hvar hann þarf að bæta inn elementum til að halda hlutunum áhugaverðum og taki þá bara upp leikin atriði og kalli myndina leikna. Ég get eiginlega ekki lýst því hvað mér finnst þetta mikil snilld. Það bætir svo auðvitað bara ofaná meistaraverkið að hann skuli hafa unnið Bangsann í Berlín fyrir bestu leiknu mynd með samkynhneigðu ívafi.
Hresst mockumentary vidjó af tökustað
Það er líka þetta eilífa hark eftir peningum sem heillar mann örlítið. Að hafa ekkert í höndunum nema trailer og stóran draum þegar þú ferð um og biður eitthvað lið útí bæ að styrkja þig til kvikmyndagerðar er ótrúlega áhættusamt og spennandi á sama tíma. Þetta virðist bara vera normið með menn sem hrynja ekki annað hvort beint í Hollywood maskínuna fyrir heppni eða lenda undir verndarvæng einhvers frægs gæja. Sam Raimi, Coen bræður og margir fleiri hafa túrað Bandaríkin með trailerana sína og hjartað í buxunum til að skrapa saman pening frá læknum, lögfræðingum og tannlæknum í þeirri von að þeir geti hrist út úr erminni eitthvað sem gefur þeim færi á að búa til fleiri myndir.En allavega, aðeins aftur að okkar manni de Fleur áður en ég hætti þessu. Mér fannst Stóra Planið frábær að öllu leiti nema því að sagan var hundleiðinleg og þess vegna myndi ég aldrei gefa henni meira en 2 stjörnur af 5. En þegar maður heyrir fílósófíuna frá Ólafi og að hann hafi í rauninni verið svo fókuslaus allan tímann að núna viti hann ekki einu sinni hvort myndin sé drama eða grín þá virkar hún miklu betur á mig. Þessi mynd hafði mörg frábær element en vantaði fókus og góða sögu, hún var bara enn ein mistökin sem Óli gerir á sínum ferli. En það er allt í lagi, mistök eru af hinu góða í þessum bransa því ef þú lærir af þeim muntu á endanum kunna öll trikkin í bókinni og gera einhverja algjöra snilld. Og það er einmitt það sem ég held um Óla de Fleur. Hann hefur rosalegt potential og ég er handviss um að hann á eftir að gera geggjaðar bíómyndir í framtíðinni, hvort sem það verður á Íslandi eða í útlöndum og ég hlakka til að sjá hann eftir tíu ár að leikstýra sjónvarpsþáttum í BNA. Þannig lít ég Stóra Planið hýrara auga eftir þennan tíma en fyrir hann, hún er ekkert betri mynd fyrir vikið en ég get sætt mig við gallana eftir að ég kynntist viðhorfi mannsins. Hann svaraði líka öllum spurningum sem ég var að hugsa um í þessu tali sínu, meira að segja af hverju hann notaði svona fáránlega mikið af frægu liði sem leikara(hann losaði sig algjörlega við þá hugsun að hann væri að showa off heldur vildi bara vinna með þessu frábæra liði). Þetta var vafalaust skemmtilegasta leikstjóraheimsóknin og jafnvel það skemmtilegasta sem gerst hefur í tíma í vetur. Takk kærlega fyrir mig.
Einhvers konar heimasíða: http://www.poppoli.com/fleurcv.html
1 comment:
Gaman að sjá hvað þessi heimsókn lagðist vel í þig.
Mér finnst þessar heimsóknir almennt séð vera einn skemmtilegasti og fróðlegasti þátturinn í námskeiðinu, og hálfsé eftir að hafa ekki náð að redda fleirum. Og þetta var mjög góð heimsókn, enda Ólafur alveg ótrúlega hógvær og jarðbundinn gaur, en samt líka skemmtilega sveimhuga...
Fín færsla. 6 stig.
Þú ert þá kominn með 121 stig á vorönn. Til hamingju með það!
Post a Comment