Hér er á ferðinni önnur mynd sem, líkt og Híena, hefði betur endað í glatkistunni. Hún fjallar um gamlan krimma sem fær eins dags frelsi til að fara í brúðkaup sonar síns í fylgd með fangelsisverði. En eins og segir í RIFF bæklingnum reynist samband þeirra tveggja flóknara en virðist í fyrstu og enginn veit hvor er góður og hvor ekki. Ég get alveg sparað ykkur tímann við að komast að því. Þessir karakterar eru báðir algjörir aumingjar og aular, fyrir utan það að vera ofboðslega yfirborðskenndar og óraunverulegar persónur. Gamli krimminn er ekkert annað en gamall krimmi, sem nauðgar konum og drepur þegar þær pirra hann, en þrátt fyrir það eigum við að finna til með honum. Fangelsisvörðurinn er aftur á móti algjör auli sem tekur ekki eftir neinu sem gerist í kringum hann en í enda myndarinnar viðurkennir hann að hann sé hórmangari og morðingi. Burtséð frá fáránlegum og illa útskýrðum karakterum er leikurinn að mestu leiti fínn og myndin ágætlega unnin, svo langt sem það nær. Það er samt fátt sem gæti bjargað þessari asnalegu söguframvindu og enn færra sem kvikmyndagerðarmennirnir reyna til að bjarga henni. Byrjar eins og ágæt dönsk mynd, verður að ömurlegu drasli. 1/5
P.S. Riff ætti að sýna sóma sinn í því að ná sér í betri neðanmálsmyndir fyrir næstu hátíð.
Allt í allt var þetta einstaklega skemmtileg hátíð og vel að henni staðið að mestu. Aðallega mætti sleppa þessum Digibeta sýningum, sem gera ekkert nema pirra mann, og sýningum í lélegum bíósölum. Ég vona allavega að hátíðin verði betri að ári, þrátt fyrir að hafa verið frábær skemmtun í ár.
2 comments:
Ég verð að játa að mér fannst þessi alveg í lagi. Þetta er vissulega ekkert meistaraverk, en mér fannst þetta sæmilegasta afþreying. Ég játa samt alveg að twistið með fangavörðinn var frekar ótrúverðugt, en það fór samt ekkert hrikalega í taugarnar á mér. Ég skil alveg af hverju hún fór í taugarnar á þér, en ég upplifði hana ekki eins, enda ekki með sérstaklega háar væntingar.
Ég fer alltaf á danskar myndir með ákveðnar væntingar út af myndum eins og Grönne Slagter og Brödre. Twistin í þessari mynd voru alveg á sama level og twistið í The Village, ömurlega fáránleg. Mér fannst bara ótrúverðugleikinn skína svo af fangaverðinum og ég kunni aldrei við fangann af neinu viti. Síðan er þessi sena þar sem dóttir hans segir honum að óttast ekkert alveg fáránleg. Æ, kannski er ég bara snobb
Post a Comment