Besta Mynd 2007
Allar myndirnar á þessum lista eru geðveikar. Fyrir utan samtíðaratriðin í Veðramótum er ekkert í þessum myndum sem fór á nokkurn hátt í taugarnar á mér. Þær eru allar vel leiknar, vel leikstýrðar og frábærar á allan annan hátt. Aðrar myndir sem ég var í vafa um hvort ættu að komast þarna að voru t.d. Zodiac og American Gangster, báðar frábærar myndir og eiga fyllilega heima hér, bara ekki í þetta sinn. En að sigurvegaranum:
Þessi mynd hefur allt sem til þarf, geðveika sögu, frábæra leikara og góðan leikstjóra. Forest Whitaker festir sig í sessi sem einn besta leikara sinnar kynslóðar og gerir Idi Amin betri skil en nokkur annar gæti. Allt annað er síðan bara plús. Ég held það sé alger óþarfi að ræða þessa eitthvað frekar, hún er snilld og ef þú ert ekki búinn að horfa á hana nú þegar þá ertu að missa af hreinræktaðri bíósnilld.
Versta Mynd 2007
28 Weeks Later
Astrópía
Smokin’ Aces
Þrátt fyrir að kvikmyndagerð hafi fleytt fram með ótrúlegum hraða liðna öld er aðeins ein hlið hennar sem virðist ávallt geta toppað sig hvað eftir annað og það er hversu ofboðslega lélegar bíómyndir er hægt að búa til. Vampires vs. Zombies, Elektra, Bicentennial Man, allt eru þetta frábær dæmi um óþrjótandi brunn hæfileikaleysis mannskepnunnar þegar kemur að handritaskrifum, myndatöku, leikstjórn og kvikmyndaleik. Árið 2007 var enginn eftirbátur fyrri ára hvað varðar skelfilegar bíómyndir og ákvað ég að skella saman þessum lista í tilefni þess að á árinu sá ég lélegustu “big budget” mynd síðan ég slisaðist inn á Pearl Harbour. Sigurvegari ársins, The Illusionist, nær að sameina hvern einasta kima kvikmyndagerðarferlisins í eina hrikalega lélega mynd á skala sem engin önnur mynd komst á á árinu. Myndin er ábyggilega ekki mesta drasl sem fest hefur verið á filmu en ég lýt á þessi verðlaun sem aðhald fremur en raunverulega viðurkenningu. Guð veit að stuttmyndin sem Ólympíuliðið gerði fyrr í vetur hafði, þrátt fyrir 9,5 á einkunnaspjaldinu, takmörkuð áhrif á heim kvikmyndanna eins og hann leggur sig. Þegar fagfólk í hæsta klassa sameinast í að standa sig jafn hræðilega og þessi mynd ber vitni um á það ekkert annað skilið en almenna niðurlægingu. Sagan er leiðinleg, handritið er ennþá verra, leikurinn er arfaslakur, sérstaklega hjá Norton, og allar sjónrænar pælingar eru glataðar í meira lagi. Þessi mynd er jafn ömurleg og The Exorcism of Emily Rose og ég get ekki sagt neitt verra um bíómynd í augnablikinu.
Skemmtilegasta bíó 2007
Það er eitt að sjá góða mynd og annað að skemmta sér í bíó. Planet Terror er reyndar frábær bíómynd á alla kanta en hún er aðallega snilldarleg skemmtun. Það er einfaldlega ekki annað hægt en að skella upp úr þegar Rose McGowan mundar vélbyssulegginn og hausinn er skotinn af Sayed úr Lost. Robert Rodriguez hefur alltaf verið meistari þeirrar listar að búa til skemmtilegt bíó og verður betri með hverri mynd einsog El Mariachi, Desperado, From Dusk Till Dawn og Sin City bera augljós vitni um. Fólk er í tjóni ef það getur ekki haft gaman af þessari snilld. Maðurinn lifir ekki á háalvarlegum dramamyndum einum saman, hann verður líka að fá tækifæri til að hlæja að blóðsúthellingum í áður óþekktu magni og þess vegna er Planet Terror skemmtilegasta bíó ársins 2007.
1 comment:
6 stig.
Post a Comment