*Þessi grein er troðfull af feitum spoilerum. Horfið á myndina fyrst*
Díses fokking kræst hvað þessi mynd er geðveik. Það situr ennþá í mér þessi "Ég var að horfa á fokking geðveika mynd"-tilfinning sem maður finnur alltof sjaldan fyrir. Þetta er tvímælalaust besta myndin sem ég hef séð í kvikmyndafræði í vetur og jafnvel svo góð að hún komist inn á topp 10... sjáum til með það á næstunni.
Það er bara einfaldlega allt geðveikt í þessari mynd. Leikurinn er frábær og myndin ótrúlega vel "cöstuð" í öll hlutverk. Aðalleikarinn, Min-sik Choi, er frábær og meðal bestu asísku leikara sem maður hefur séð og dettur þar í hóp með Zhang Ziyi og Chow Yun-Fat meðal annarra. Þá er vondi gæjinn líka frábær leikari og gerir alvöru karakter úr þessum gæja frekar en að hrynja bara í gömlu tvívíddarillskuna. Það besta við þessa mynd er samt listræna hönnunin og myndatakan. Sérstaklega varðandi hönnunina verð ég að minnast á svalasta fataskáp allra tíma í penthouse íbúð Woo-jin Lee(Ji-tae Yu). Atriðið þar sem hann klæddi sig rólega í jakkafötin á meðan hann fokkaði okkar manni upp var rosalegt. Það eru reyndar mörg atriði í myndinni sem gersamlega láta mann missa andann, þau eru svo mögnuð. Bardagaatriðið í einni töku, atriðið þegar ungur Oh Dae-su eltir systkinin og skiptist á milli gamla og unga Dae-su, atriðið á stíflunni í lokin þegar skiptir á milli handarhreyfingarinnar hjá Woo-jin Lee og yfir í hann að skjóta sig í hausinn(geðsjúk klippivinna), allt eru þetta geðsjúk atriði og þau eru bara nokkur af fjöldamörgum. Leikstjórnin er geðveik og ég get ekki beðið eftir að horfa á fleiri myndir eftir Chan-wook Park. Raunar get ég ekki beðið eftir að horfa á Oldboy aftur, svo ógeðslega góð er hún og svo mikil áhrif hafði hún á mig. Tónlistin í myndinni er líka brjáluð, þegar Woo-jin Lee syngur aðallagið og miðar leisernum á pakkann, díses hvað það er feitt. Allt revelationið er líka bara tryllt og plottið sjálft ógeðslega fokking feitt. Að öllu leiti er þetta ein brjáluð mynd.
En ég er nánast bara búinn að tala um sjónrænu hlið myndarinnar upp að þessu. Einsog ég sagði er plottið allt brjálað en það er revelationið sjálft sem gerir plottið. Þráhyggja Woo-jin er slík að hann sér ekki lengur neitt í lífinu nema hefndina á Dae-su. Maður sér það í fyrsta skipti sem þeir hittast að honum er drullusama um hvort hann lifir eða deyr og við sjáum líka í lokin að hann hefur ekkert grætt á því að hefna sín á Dae-su, hann er alveg jafn gegnumétinn af samviskubiti og skömm yfir því sem hann gerði systur sinni. Enda drepur hann sig líka á eftirminnilegan hátt. Mér finnst það líka magnað hvað hann er harður í þessu missioni sínu. Hjartastopparinn sem hann hafði inn í sér í byrjuninni er eitthvað sem hann ætlaði sér augljóslega að nota ef til þess kæmi, það er ekki fyrr en hann er kominn nægilega langt með plottið að hann lætur fjarlægja hann og breytir fjarstýringunni þannig að hún kveikir á kynlífsupptökunni. Djöfull er það líka rosalegt move. Aumingja Dae-su, það á ekki af honum að ganga. Meira að segja eftir að hann sker af sér tunguna til að bjarga dóttur sinni frá því að kíkja ofan í kassann þarf hann að þola þessa skelfingarmeðferð. Og þrátt fyrir allt hefur hann líka þurft að ganga í gegnum helvíti í 15 ár á undan í þessu helvítis fangelsi og allt vegna þess að hann sá eitthvað sem hann átti ekki að sjá og sagði aulavini sínum frá því sem sagði svo öllum öðrum. Hlutskipti Dae-su í lífinu var frekar slappt, hvað þá konunnar hans sem var myrt til þess eins að einhver sifjaspells-auli gæti hefnt sín á fyllibyttunni eiginmanni hennar. Að ógleymdri Mi-do(Hye-jeong Kang), sem missir meydóminn með pabba sínum án þess að vita það og endar í lengra ástarsambandi við hann, tungulausan, sem ekki sér fyrir endann á við lok myndarinnar. Ótrúleg mynd, mögnuð, hjartnæm, ógeðsleg, ótrúlega flott, frábærlega leikin og að öllu leyti ferskari en kolkrabbinn í kjaftinum á Dae-su. Það gerist ekki oft en það gerist þó að eitthvað alveg nýtt og spennandi komi manni gersamlega að óvörum. Takk fyrir Chan-wook Park. Takk fyrir að gera bestu bíómynd sem ég hef séð í langan tíma. 5/5
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
7 stig.
Post a Comment