Wednesday, February 6, 2008

Sweeney Todd: Af hverju virkar hún ekki?

Mér þykir leitt að þurfa að ganga á bak orða minna. Ég geri það helst ekki nema mikið liggi við eða ég hreinlega geti ekki haldið orð mitt. Núna er eitt af þessum skiptum, þar sem ég lýsti því yfir með fjálglegum hætti á blogginu hans Jóns að ég myndi ekki skrifa hér færslu um myndina Sweeney Todd. Sú geigvænlega þörf sem brýst nú fram í að lýsa skoðun minni á myndinni fylgir því með einlægri afsökunarbeiðni til Jóns og allra annarra sem kunna að hafa lent illa í þessari svikamyllu minni.

Sweeney Todd er svona mynd sem “die-hard” aðdáendur Tim Burton munu að öllum líkindum elska. Ég tel mig í hópi aðdáenda hans þar sem ég fíla stílinn hans mjög mikið og tel Big Fish og Nightmare Before Christmas með betri myndum, sem ég hef séð. Ég hef aftur á móti, eftir því sem kvikmyndafræðilegur og ekki síst tónlistarlegur smekkur minn þróast, reynt að halda gagnrýnum hug gagnvart tónlistar- og kvikmyndagerðarmönnum sem ég hef fílað í fortíðinni þannig að maður sitji ekki uppi lofsamandi ömurlega geisladiska og bíómyndir bara vegna þess að liðið sem bjó þá til vissi einu sinni hvað það var að gera. Case in point, Sweeney Todd. Ég er ekki að segja að þessi mynd sé ömurleg, ég deili ekki skoðun AMÓ að myndin sé versta drasl í heimi enda held ég að söngleikjaformið falli mér betur í lund en honum. Hann diggaði reyndar Mary Poppins, þannig að ég gæti bara verið að tala með rassgatinu. Hann hefur þó rétt fyrir sér í því að söngvararnir í þessari mynd eru ekki að fljúga. Baz Luhrman hafði allavega vit á því þegar hann gerði Moulin Rouge að “maska” röddina hans Ewan McGregor með betri söngvara þannig að þótt við heyrðum hann syngja þá heyrðum við hann syngja betur en hann gat í alvörunni. Enda er það ógeðslega góð mynd. Mér finnst einsog þarna hafi Burton aðeins skitið á sig því þótt hann sé, að öllu nema nafninu til, giftur Johnny Depp þá þarf hann ekki að sýna öllu sem hann gerir blint og óbilandi traust.

Þessar fimm eru geggjaðar, en hefur Burton tapað "touch"-inu?

Það er líka rétt hjá Adda að þessi mynd inniheldur einfaldlega of mikið af lögum og virkilega misgóðum ef við förum út í það. Söngleikurinn stendur auðvitað og fellur með hversu góð lögin eru en það þýðir samt ekki að maður mæti á söngleik til að horfa á óperu. Það skrítnasta við þetta finnst mér líka sú staðreynd að Burton hefur áður gert söngleikjamyndir, Nightmare Before Christmas og Corpse Bride, þar sem hann leyfði myndinni að anda aðeins milli laga og drulla söguþræðinum aðeins áfram. Síðan er auðvitað annar möguleiki að hann hafi einfaldlega verið að fela hversu lítil saga er fólgin í þessu handriti með því að troðfylla myndina af lögum.
Þessi lög eru líka virkilega misgóð. Það er eiginlega sorglegt hversu mörg laganna stefna hátt en komast aldrei af jörðinni. Þá fannst mér sérstaklega “Joanna” og lagið hennar í gluggakistunni slöpp og ég minnist þess líka í lag
inu þar sem Sweeney og Mrs. Lovett ákveða að elda fólk að lagið byrjaði vel en allir brandararnir féllu dauðir. Þau halda áfram og áfram og áfram að nefna bökur með mismunandi þjóðfélagsstéttum elduðum í og brandararnir ná aldrei flugi, þeim tekst ekki einu sinni að ná fótunum af jörðinni. Versti galli myndarinnar er því, að mínu mati, hversu slakar textasmíðarnar eru frekar en endilega tónlistin sjálf. Ég diggaði hana reyndar að mestu leyti, fyrir utan fyrstu tvö dæmin sem ég tók. Textasmíðar fannst mér líka vera mesti galli Corpse Bride þannig að ég veit ekki hvort kallinn datt bara inn á einhverja tilviljunarsnilld í Nightmare Before Christmas.

Djöfulsins faggalegi auli

Einsog ég sagði áðan þá er ég aðdáandi sjónrænu hliðarinnar á myndum Burtons, þessa drungalega andrúmslofts sem liggur alltaf yfir vötnum og gothara arkítektúrsins. Þessi mynd fannst mér lúkka frábærlega að öllu leyti og það er líka ábyggilega ástæðan fyrir því að ég gef þessari mynd helming mörulegra stiga. Mér finnst sérstaklega töff íbúð Todd og rakarastóllin. Hnífarnir koma líka sterkir inn þarna. Sagan finnst mér líka mjög töff en það er vandamál hversu lítið er af henni. Hún einfaldlega er ekki nógu stór til að halda mér hugföngnum heila bíómynd. Ég held að stærsta vandamálið þar sé hversu DMS mér var um Joanna og faggalega gaurinn. Sweeney Todd hafði það eitt á sinni könnu að drepa dómarann, honum var í raun drullusama um dóttur sína. Eini maðurinn sem sýndi henni einhverja athygli var fagginn og hann sökkar. Síðan diggaði ég Todd bara ekki nógu mikið til að endirinn gerði eitthvað sérstakt fyrir mig, sá miklu meira eftir Mrs. Lovett.

Þetta finnst mér ógó kúl

Nú langar mig að detta aðeins aftur í gömlu góðu gagnrýnisþættina, leikinn og leikstjórnina. Leikurinn fannst mér góður að öllu leyti, fyrir utan kannski Jamie Campbell Bower, sem lék faggalega gæjann. Ég diggaði Johnny Depp og Helenu Bonham Carter og fannst hún reyndar ágæt hvað sönginn varðar líka. Depp er auðvitað geggjaður leikari en hann fær óþakkláta meðferð í söngleikjaatriðunum þar sem hann er einfaldlega ekki góður söngvari. Þar kemur svo leikstjórnin inn í, af hverju drjólaðist Burton ekki til að pródúsera röddina aðeins betur eða skrifa þessa lagatexta betur? Aðalspurningin er í raun og veru, hvar í fjandanum er Danny Elfman? Hann er maðurinn á bakvið alla frábæru textana og lögin í Nightmare Before Christmas og söng sjálfur fyrir Jack Skellington. Lögin eru reyndar í upprunalegri útgáfu úr söngleiknum sjálfum, held ég, þannig að kannski er þetta lélegt point. Þá spyr ég frekar, af hverju ekki að gera einhverja aðra mynd ef lögin sugu svona mikið?
Allavega, þessi mynd var fín, no more, no less. Þetta er ekki skelfilegasta mynd allra tíma og hún er heldur ekki ógeðslega frábær. Hún er bara meðalmennska og það er eitthvað sem Tim Burton á ekki að leggja nafn sitt við. Mig langaði reyndar aðeins til að gefa henni 1 í einkunn á imdb.com út af þeirri svívirðilegu einkunn sem hún er með þar, eða 8,2. En ég geri mitt besta til að dæma hlutina á jafnréttisgrundvelli og þess vegna skelli ég á hana 2,5/5

5 comments:

Björn Brynjúlfur said...

Þetta er geigvænlega vel skrifaður pistill og þú fer mjög fjálglega með efnið í pistlum þínum, Ingólfur.

Jón said...

Lítur út fyrir að ég hafi endurheimt orðakóngstitilinn...

Ari Guðjónsson said...

Núna ættirðu að geta andskotast til að taka þessa könnun út

Björn Brynjúlfur said...
This comment has been removed by the author.
Siggi Palli said...

8 stig.