Ég veit það er liðinn dálítill tími síðan við sáum þessa en ég fattaði í gær að ég verð að skrifa um hana hér á bloggið ef ég vil ekki fá skróp í tímunum. Horfði samt á hana fyrir dálitlu síðan. Allavega.
American Movie
Ég á það til að dæma hluti frekar harkalega við fyrstu sýn. Stundum verð ég aftur á móti fyrir því óláni að dæma hluti ekki nægilega harkalega við fyrstu sýn. American Movie er einn slíkur hlutur. Ég get vel skilið af hverju kvikmyndagerðarliðið ákvað að gera mynd um þennan aumingja og drykkjurút, sem vill ekkert heitar en að gera geggjaða bíómynd, en það má alveg líta pínu í eigin barm áður en myndin er gefin út og klippa kannski pínu af myndinni til að drepa mann hreinlega ekki úr leiðindum. Konseptið er þannig séð áhugavert en það sem dregur myndina niður er hversu ótrúlega lélegur kvikmyndagerðarmaður Mark er í raun og veru. Myndin hefði verið miklu betri skemmtun ef maður hefði á einhverjum tímapunkti haft einhvern minnsta áhuga á því að myndin hans kæmist í dreifingu. Slíkt hefði náðst fram ef maður hefði einhvern tíma séð einhvern minnsta snefil af hæfileikum í verkum hans eða prófessionalisma í vinnuferlinu en ekkert slíkt átti sér stað og maður er skilinn eftir með mynd, sem ekki er hægt að hafa nokkra minnstu ánægju af að horfa á. Ólíkt mörgum öðrum hafði ég t.d. ekkert gaman af gamla frændanum einfaldlega vegna þess að ég vorkenndi honum svo mikið að vera að veita þessum amlóða frænda sínum mörgþúsund dollara lán til þess að búa til glataða bíómynd. Hann mun aldrei fá þann pening aftur frá þessum alkóhólista aumingja. Og það er einmitt það sem Mark Brochart er, fokking aumingi. Hann á barn með fyrrverandi kærustu, nýja kærustu sem er augljóslega bara með honum vegna þess að hún er orðin miðaldra og hefur skelfilega lágt sjálfsálit, og hann getur ekki einu sinni drullast til að fá sér vinnu á meðan hann er að gera þessar myndir og reyna að afla pínu af þessum peningum sjálfur. Það eina sem hann gerir er að semja léleg útvarpsleikrit.
Pínlegasta atriði myndarinnar, og þau eru svo sannarlega mörg pínleg, er í áheyrnarprufunum fyrir Northwestern þegar helvítis fíflið ætlar að sýna leikurunum hvernig hann sér handritið fyrir sér leikið. Þessi sena er svo asnaleg í hans meðförum og allt gert svo fáránlega ýkt að manni hreinlega býður við hæfileikaleysi mannsins. Þrátt fyrir þetta allt saman get ég vel skilið af hverju sumum finnst þessi mynd skemmtileg. Ég hef sjálfur gaman af því að sjá vonir fólks bresta, þá sérstaklega ef aumingjar og fífl eiga í hlut, en þessir alkóhólista fávitar hreinlega eiga hvorki nokkra samúð né athygli skilið. Þetta eru hálfvitar sem hefði átt að læsa niðrí kjallara sem börn og gefa þeim rottueitur að borða, því svona vill maður ekki hleypa lausu. Ég verð að viðurkenna það að ég dottaði yfir henni, en það var ekki vegna þreytu heldur vegna óendanlegra leiðinda. Þetta var eins og að horfa á Office, nema ekkert fyndið og ekkert áhugavert. Ég vona að Mark sé dauður í skurði einhvers staðar og að enginn hafi nokkurn tíma séð myndirnar hans.
8 ½
Mér finnst það fullkomlega réttlætanlegt að ganga út af mynd ef þú ert búinn að sjá nóg. Það er það sem ég gerði eftir að hafa horft á u.þ.b. 30 fyrstu mínúturnar í þessari mynd. Það má vel vera að þessi mynd innihaldi margar rosalega flottar senur og að margir telji hana með bestu evrópsku myndum tímabilsins en ég hreinlega gat ekki horft á meira af þessari mynd. Hún var bæði súr og leiðinleg, í raun svo leiðinleg að ég gæti ekki réttlætt það fyrir sjálfum mér að gefa henni góða einkunn þrátt fyrir kvikmyndafræðilegt mikilvægi eða flottar senur. Það er einfaldlega þannig að mynd verður að vera góð frá byrjun til enda, ekki hver einasta sena kannski en ég verð að hafa einhverja smá sögu til að tengja hlutina saman ef ég á að geta fílað myndina. Þessi mynd hafði svosem alveg sögu, Leikstjórinn er í einhverjum vandræðum með sjálfan sig og lendir inni á einhverju heilsuhæli og ætlar sér síðan að gera mynd með fullt af frægum leikurum án þess að vita nokkuð hvað myndin á að fjalla um. Síðan er hann líka ekki við eina kellingu kenndur. Vandamálið var að þessi saga er sett fram á leiðinlegan hátt og er ekkert ofboðslega áhugaverð fyrir. Áhugaverðar pælingar voru svosem alveg til staðar en eins og áður var unnið úr þeim á leiðinlegan hátt svo úr varð ein leiðinleg upplifun. Mér leið nefnilega dálítið eins og þessi mynd væri að reyna allt of mikið að vera mikilvæg. Atriðið þar sem allir voru að fá sér vatn var rosalega eccentrískt og asnalegir stólar og eitthvað sjitt en síðan á hótelinu virðist allt vera frekar eðlilegt. Þetta er ekki eins og í Clockwork Orange þar sem við fáum heilsteypta steikarpælingu með kúltúrinn og arkitektúrinn, enda er sú mynd allegória um heiminn í raun en ekki bara einhver tóm steypa. Mér leið dálítið á 8 ½ eins og mér leið þegar ég horfði á Mulholland Dr. Ótrúlega sundurslitin og allt of meðvituð um eigin sýru. Sýran í raun skyggir allt of mikið á pælingarnar og í tilfelli 8 ½ eru leiðindin líka til staðar til að eyða áhuga mínum endanlega. Þessi fyrsti klukkutími var leiðinlegur, súr og ekki nægjanlega heilsteyptur til að ég hefði nokkurn minnsta áhuga á að halda fram áhorfinu. Sorry, but that’s how I roll.
Þrátt fyrir þetta ákvað ég að horfa á helvítis restina af myndinni og ég verð að segja að mér fannst hún hundleiðinleg. Þrátt fyrir að inn á milli hafi slæðst flottar senur er það ekki nóg til að maður bleyti brækurnar yfir snilld leikstjórans þegar allt sem á milli er sýgur meira en „Jingle All The Way“. Þrátt fyrir að sumum finnist það mikil snilld hvernig leikstjórinn nýtir draumaheiminn til að sleppa frá öllu nagginu í vinum og ástkonum finnst mér það ekkert skemmtilegra en restin af myndinni. Pælingar fara aðeins með þig hálfa leið, þú verður að klára helvítis myndina líka.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
er með svipaða færslu í bígerð .. Siggi þú mátt búast við henni fljótlega!
Post a Comment