Fyrri önnin liðin er. Ég ákvað svona í tilefni af seinustu skyldufærslunni að líta aðeins yfir haustið og pæla smá í því hvað ég hef grætt á þessu námskeiði. Þessi blessaði kvikmyndalæsislisti gaf mér skýr markmið um að horfa á bíómyndir og vegna þess að 6. bekkur er svo miklu skemmtilegri en bekkirnir á undan hef ég slæpst enn meir en áður og tapað mér í ólöglega niðurhöluðu sjónvarpsefni sem aldrei fyrr. Mig langar fyrst að kommenta pínu á listann og detta svo í aðrar pælingar á eftir.
Þegar við fengum þennan lista yfir 102 kvikmyndir, sem nauðsynlegt væri að hafa séð ef maður ætlaði sér að lesa eitthvað um gerð eða sögu kvikmynda, var að sjálfsögðu mitt fyrsta verk að tékka hversu margar ég hefði séð. Mér til mikillar armæðu reyndust þær aðeins vera 25, sem verða að teljast vonbrygði eftir að hafa horft yfir mig á bíómyndir alla mína hunds og kattar tíð. Það lá því beint við að drullast til að horfa á eitthvað af þessu enda margar áhugaverðar myndir að finna á þessu blaði. Ég byrjaði nú bloggið ansi kröftuglega í september og var það m.a. vegna þess hversu rækilega ég hellti mér yfir þessar myndir. Crying Game, Easy Rider, Apocalypse Now og Blade Runner eru til að mynda allt myndir sem mig hefur lengi langað að sjá en hef bara aldrei drullast til að skella í μtorrent. Þessar myndir voru þó ekki allar sú snilld sem ég bjóst við. Do The Right Thing(Spike Lee) reyndist minna “gangsta” en ég hafði vonast til og Blue Velvet(David Lynch) datt í gömlu Lynch sýruna þrátt fyrir að vera mest straight-forward af öllum þeim myndum sem ég hef séð eftir hann. 2001: A Space Odyssey var skemmtilegri en ég hélt en samt rosa langdregin og 8 ½ ... skulum ekki einu sinni minnast á hana. En þrátt fyrir þessi afföll hefur það verið mjög skemmtilegt að horfa á fleiri af þessum “must-see” myndum, sem alltaf er talað um, og það er alltaf gaman að útvíkka kvikmyndafræðilegan sjóndeildarhring sinn. Þannig er talningin núna komin upp í 43 af 102, hækkun um heil 17,6%, og mun líklega batna enn frekar í jólafríinu. Sumar af þeim myndum sem ég á enn eftir en hlakka mikið til að hrynja í eru Modern Times(Charlie Chaplin), The Maltese Falcon(John Huston), The Treasure of the Sierra Madre(John Huston), og The Night of the Hunter(Charles Laughton).
Þetta námskeið og veturinn í heild sinni hefur breitt því hvernig ég horfi á bíómyndir að miklu leiti en þó ekki öllu. Ég get enn farið í bíó og tjillað yfir poppkorns blockbuster án þess að byrja strax að gagnrýna óstöðuga myndavél eða galla í hljóðrás. Það er samt gaman öðru hvoru að hrynja í harða gagnrýnandann, sérstaklega þegar maður horfir á mynd í annað sinn, t.d. einhvern gamlan vin(t.d. Shawshank Redemption) og sjá hvernig ný sýn gefur manni nýja upplifun af myndinni.
Svo ég detti nú inn á sjónvarpsþættina svona rétt í lokin, þó það sé fullkomlega óþarft þar sem ég hef kaffært eigin síðu í tveimur svívirðilega löngum færslum um sjónvarpsþætti nú þegar, þá hef ég misst mig þar meira en áður. Auk þess að detta í gömlu vinina(Dexter, Battlestar, Heroes, Prison Break, South Park) hef ég einnig kíkt á nýtt stöff og því til sannmælis er ég með fyrstu seríuna af West Wing í torrentinum akkúrat núna og bý mig undir skemmtilegt jólafrí(eða lærdómslausa næstu viku). Þættir einsog nýjustu Family Guy hafa komið sterkir inn í flóruna auk Californication, þótt þeir séu reyndar í hættu vegna svívirðilegrar lögsóknar Red Hot Chili Peppers á hendur þeim. Þannig heldur hringrás góðs sjónvarpsefnis áfram, Battlestar mun klárast með næstu seríu, Six Feet Under, Sopranos og West Wing hættir fyrir nokkru, og í staðinn koma Heroes, Californication og Brotherhood.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment