Monday, March 31, 2008

Man Bites Dog

Vá, þessi mynd er alveg hreint rosaleg. Ég verð að skrifa um hana núna til að halda henni ferskri í minni því ég er hræddur um að gleyma einhverju af þessari snilld. Ég skal byrja á að renna létt yfir söguþráðinn fyrir þá sem ekki hafa séð hana. Man Bites Dog er belgísk mynd frá árinu 1992. Myndin er mockumentary um þrjá unga kvikmyndargerðar menn sem gera heimildarmynd um raðmorðingja í París. Inn á milli þess sem þeir fylgja honum í morðum og djöfulgangi veður raðmorðinginn, Benoit Poelvoorde, elginn um hin ýmsu málefni. Þetta er einmitt það sem mér fannst hvað mest creepy í myndinni, þessar einræður Benoit og þegar hann fer að flytja ljóð hástöfum þar sem hann eltir eitt af sínum óheppnu fórnarlömbum náði óhugnaðurinn nýjum hæðum. Það er fátt annað hægt að segja um söguna sem slíka, þessi mynd er svona "you gotta see it to believe it". Ég get samt sagt að þegar söguþráðurinn fer að hafa sinn gang í lok myndarinnar er það allt mjög vel útfært og ég fann næstum því til með viðbjóðnum Benoit. En bara næstum því. Það sem laust mig helst í þessari mynd er hversu óhugnanlega vel leikin hún er. Aðalleikarinn, Benoit, er alveg hreint ótrúlega raunverulegur karakter. Hann lætur einsog hann sé einsog hver annar gæji en lifir í rauninni fullkomlega inní sér og það er einsog hann hafi ekki nokkra einustu jarðtengingu, fullkomlega siðblindur að öllu leyti. Það gerir aftur á móti myndina miklu óhugnanlegri hvað hann virðist ótrúlega eðlilegur þegar hann er ekki að drepa fólk eða drekka sig fullan. Það gefur síðan karakternum alveg ótrúlega aukna dýpt þegar hann talar um að hann hafi grafið tvo múslima inn í vegg, "facing Mecca of course", og þegar hann rausar eitthvað um hvernig samfélaginu sé alveg sama þegar litla fólkið deyr og líti ekki upp nema þegar læknar eða fyrirmenni eru drepin. Það eru þessi "prinsipp" sem gera svona fólk hættulegt, ekki siðblindan sem slík. Þegar fólk gerir eitthvað ógeðslegt og í staðinn fyrir að sætta sig bara við það að því sé drullusama um þjáningar annarra þá fer það að réttlæta gjörninginn fyrir sér á einhvern hátt. Benoit drepur aumingja og lágt setta til að "trufla ekki samfélagið" og gerir svertingjum greiða með að drepa þá þegar það er verið að setja þá í einhverja byggingavinnu í stað þess að leyfa þeim að hlaupa um í frumskóginum. Þessar pælingar minna mig mjög á Anton Chigurh í No Country For Old Men og hvernig hann réttlætir sig með peningakastinu. Hann trúir því líka sjálfur að allt það sem hann gerir við fórnarlömb sín sé afleiðing þeirra eigin gjörða og þess vegna sé hann ekki að gera neitt rangt. Sjitt, ég er búinn að vera í klukkutíma að skrifa núna og ég er í alvörunni að tárast þegar ég skrifa þetta, ég meika ekki hvað þessi mynd er rosaleg.
Afdrifaríkt dráp
Hinir leikararnir eru líka allir frábærir, frá Remy og vinum hans, sem tapa allri rænu og viti við gerð myndarinnar, til fjölskyldu Benoit og "vina hans". Þetta er enn magnaðara ef maður hefur í huga að fjölskylda Benoit er öll leikin af hans raunverulegu fjölskyldu, ágætt að finna svona leikræna fjölskyldu á einu bretti.
Hér virðist ég hafa skitið örlítið á mig. Samkvæmt ritgerð sem einn kvikmyndagerðarmannanna skrifaði þá vissi fjölskylda Benoit ekki af því að verið væri að gera bíómynd. Ef þetta er satt þá héldu þau allan tímann að verið væri að taka upp Benoit í daglegu lífi og þess vegna er mamma hans raunverulega steinhissa þegar hún kemur til hans í fangelsið. Ég er ekki alveg viss hvort maður á að trúa þessu en ef þetta er satt þá finnst mér það ekkert annað en algjör snilld.

Myndin er líka svo rosalega raunveruleg hvað varðar ákvarðanir og gjörðir aðalpersónanna. Hún er ekki jafn blatant og margar aðrar myndir í að sýna okkur þróun kvikmyndargerðarmannanna úr venjulegum gæjum yfir í skrímslin sem þeir eru orðnir í lokin. Mér fannst þessi þróun kallast dálítið á við þróun persónu Robert Downey Jr. í Natural Born Killers, þótt sá karakter hafi í rauninni aldrei farið "off the deep end", sem maður sér á viðbrögðum hans við endalokum sínum. Þessi líking gerir þessari mynd samt engan vegin skil hvað varðar brutality og viðbjóð. Ég hreinlega man ekki til þess að ég hafi nokkru sinni fyllst svo megnum viðbjóð við að horfa á mynd og þá er mikið sagt enda hefur maður marga fjöruna sopið í þeim efnum í gegnum tíðina. Þar hefur mest að segja hversu raunverulegt allt er og þá meina ég ekki raunverulegt einsog Devil's Rejects er raunveruleg og gritty heldur raunverulegt as in; þetta gæti alveg eins verið að gerast í húsinu við hliðina. Svipað effect og fyrri helmingur Funny Games hafði á mann, nema ennþá áhrifaríkara. Þarna vil ég sérstaklega minnast á atriðið þegar þeir ráðast inn á parið og fara að nauðga gellunni hver á eftir öðrum. Það út af fyrir sig var fokking ógeðslegt og nasty en það átti enn eftir að versna þegar það er klippt yfir á morguninn eftir þar sem er búið að rista gelluna á hol og hakka gæjann einhvern veginn í spað og fokka honum upp. Mér líður virkilega illa núna bara af því að hugsa um þetta fokking ógeð. Sjitt. Annað sem var minna brútal en þeim mun óhugnanlegra var þegar Benoit kæfir litla strákinn á meðan hann spjallar við Remy um af hverju honum fellur illa við barnamorð. Þetta rifjast svo allt upp fyrir manni þegar senan á barnum kemur og þeir fá sér "Dead Baby Boy". Það hlýtur að vera eitt mest twisted moment kvikmyndasögunnar í heild sinni, I kid you not.
Fokking, fokking sick
Það ótrúlegasta við myndina er því klárlega að mér þyki hún ennþá ótrúlega góð þrátt fyrir það sem gæti við fyrstu sýn virst ekkert meira en púra exploitation horror vibbi. Þessi mynd hefur einhvern rosalegan neista sem gerir hana að algjöru meistaraverki sem rís upp yfir allan viðbjóðinn og býður upp á magnaða bíóupplifun í stað þess að sverja sig bara í ætt við Cannibal Holocaust og bjóða upp á ógeð bara til að sýna ógeð.
Hér er eitt rosalegasta atriði myndarinnar. Ég vissi hvað var að fara að gerast strax frá því gæjinn fer að grínast í Valerie en tímasetningin er þannig að þetta kemur manni algjörlega að óvörum. Ég get eiginlega ekki horft á þetta, þetta er svo magnað. Þegar Jenny fer svo að bera honum gjöfina með blóðið framan í sér er mér hreinlega öllum lokið. Ég vorkenni þessu liði svo mikið að þekkja þennan mann en liðið er greinilega llt svo brenglað og fucked up sjálft að það sér ekki nóg að þessari hegðun til að beila á honum. Það er einsog þetta sé bara hvað annað prakkarastrik.

Núna er ég búinn að lýsa myndinni tilfinningalega, skellum okkur þá í smá tæknirýni. Myndin er tekin upp á handheld myndavél og þar sem kvikmyndagerðarmennirnir leika aðalhlutverkin þá gera þeir bara sitt á meðan á myndinni stendur, þ.e. einn gengur um með hljóðið, einn með myndavélina og einn er til vara. Myndatakan er mjög reikul og óstöðug allt í gegn en það þýðir samt ekki að hún sé illa útpæld eða léleg. Þvert á móti tekst myndatökumönnunum að nýta sér vankantana til að gera myndina meira lifandi en ella. Það er líka mjög skemmtilegt þegar hljóðgæjinn er ekki á svæðinu og maður heyrir bara það sem hann heyrir einhverstaðar allt annar staðar. Mjög töff. Ég man ekki til þess að það sé nokkur tónlist í myndinni fyrir utan þegar Benoit spilar á píanó með Valerie um miðja myndina, en þetta hefur engin áhrif, allavega tók ég ekki eftir því á meðan ég var að horfa.
Ég sá á wikipedia að eina ritskoðunin sem myndin lenti í af viti var að plakatinu var breytt fyrir útgáfu utan Belgíu og hér neðst má sjá það breytta þar sem snuddunni hefur verið skipt út fyrir falskar tennur.
Að lokum vil ég bara segja að þessi mynd hafði, og hefur enn, meiri áhrif á mig en langflestar myndir í minni akkúrat núna. Hún er hreinlega rosaleg. Kannski finnst þér hún frábær, kannski meikaru hana ekki, það skiptir eiginlega ekki máli. Horfðu á þessa mynd og reyndu að láta hana ekki hafa áhrif á þig. Ég fokking mana þig. 5/5
Rétt að endingu, Dead Baby Boy. Tár af Gini, straumur af Tonic og svo fórnarlambið, ólífa bundin við tvo sykurmola, því það þarf tvöfalda líkamsþyngd til að sökkva barnslíki, af því að? Hárrétt! Beinin eru full af holrýmum! Heimurinn verður ekki meira sick en þetta.

Sunday, March 30, 2008

Flugvélabíó

Ég skellti feitu DMS á stúdentinn í íslensku og fór í frí til Kína í páskafríinu. Fyrir utan það hvað Kínamúrinn er kúl og kínamatur er leiðigjarn kom það mér á óvart hvað Emirates Boeing 777 vélar eru með töff skemmtikerfi. Þannig er hægt að velja úr u.þ.b. 100 bíómyndum og leika sér með þær einsog í TV Boxi og þetta nýtti ég mér óspart í flugunum mínum frá London til Dubai og þaðan áfram til Beijing, bæði flugin verandi yfir 7 tíma löng.

Boiler Room
Þessi mynd var gefin út árið 2000, skrifað og leikstýrt af Ben Younger sem hans fyrsta mynd, og skartar meðal annarra þeim Giovanni Ribisi, Vin Diesel og Ron Rifkin – of Alias fame – í aðalhlutverkum. Myndin fjallar á skemmtilegan hátt um heim verðbréfamiðlara utan Wall Street. Ribisi leikur ungan gæja sem rekur spilavíti heima hjá sér og fær vinnu við að hringja í fólk á lista og reyna að húkka það í að kaupa hlutabréf sem það veit ekkert um. Hann vinnur sig upp innan fyrirtækisins en eftir því sem hann rís hærra kemst hann að ýmsu vafasömu um stjórnunarhætti yfirboðaranna. Inn í þetta tvinnast svo erfitt samband hans við föður sinn og svo auðvitað einhver svört gella til að gera allt PC. Það besta við þessa mynd fannst mér vera leikararnir og sögusviðið. Það virðist vera sem á tímabili hafi í hollywood verið að rísa nokkrir hæfileikaríkir aukaleikarar sem hurfu síðan einn og einn á tímabili. Einn þessara er hinn mikli meistari Scott Caan, sonur James Caan(Sonny úr Godfather), sem ég hef allavega ekkert tekið eftir undanfarin ár en átti hlutverk í fjölmörgum myndum sem ég sá á fyrstu árum 21. aldarinnar. Enemy of the State, Gone in 60 seconds(slæm) og American Outlaws(vond, vond, vond mynd) eru meðal þessara... eða eru þessar reyndar... fyndið hvað þessi maður situr í mér. Held það sé bara Enemy of the State, enda er hún fokking klikkuð. Þar átti einmitt ein af sínum fyrstu skrefum annar mikill meistari sem datt í stærri hlutverkapakka seinna, meistari Jack Black. Hann átti einmitt besta aukahlutverk allra tíma í Waterworld á sínum tíma. Læt spekúlanta um að finna hann þar en ég get með sanni sagt að hans innkoma í þá mynd hafi gert upplifunina við það áhorf mun betri en ella, enda sökkar myndin alveg frekar fokking mikið.
Vin Diesel veður uppi af miklum móð
Allavega, Boiler Room er alveg mjög skemmtileg mynd en það felst aðallega í því hvað mér finnst spákaupmennska með verðlaus hlutabréf fyndin pæling. Svo er líka gaman að horfa á þessa leiakra í sínum fyrstu stóru skrefum, Vin Diesel og Giovanni Ribisi eru náttúrulega með meiri meisturum og léku saman í Saving Private Ryan bara tveimur árum áður. 3/5

Before The Devil Knows You’re Dead
Þessi var í bíó hérna á Fróni fyrir ekki svo löngu síðan og virtist alveg ætla að fljúga útfrá leikaraliðinu og pósternum. Þessi mynd sökkaði aftur á móti alveg frekar mikið verð ég að segja. Hún byrjar á því að einhver gæji rænir litla skartgripabúð við opnun en lendir í því að gamla kellingin sem er að vinna þar skítur hann í spað og hann hana í leiðinni og þegar hann hrinur út um gluggann sér vitorðsmaður hans það og keyrir í burtu. Við fáum svo að vita með flashbökkum og flashforwördum hvernig þessi atburður passar inn í sögu ákveðinnar fjölskyldu. Philip Seymour Hoffman og Ethan Hawke leika sumsé bræður sem ákveða að ræna skartgripabúð foreldra sinna til að eignast smá pening sjálfir og þeir vita að búðin er tryggð þannig að mamma þeirra og pabbi tapa engu heldur. Þetta flækist að sjálfsögðu einsog byrjun myndarinnar gefur til kynna. Það sem plagar myndina aðallega er hversu leiðinleg sagan er. Mér var alveg frekar mikið DMS um alla karakterana og myndin byggist að öllu leyti á þeim. Philip Seymour Hoffman er frábær leikari en ég þoldi samt ekki karakterinn hans, hann var svo mikið freak eitthvað. Ethan Hawke var síðan bara fokking lúser og ég þoli svoleiðis gæja ekki hver sem leikur þá. Albert Finney var eiginlega eini karakterinn sem ég hafði einhverja samúð með og vildi að tækist það sem hann ætlaði sér. Myndin byggist eiginlega bara upp á atriðum og mér fannst þau ekki passa nægilega vel saman til að ég geti tekið nokkuð mark á heildarmyndinni. Allavega, svona á heildina litið er þetta vel leikin mynd um karaktera sem mér var alveg sama um að gera hluti sem manni ætti ekki að vera sama um. 2/5

The Darjeeling Limited
Þessi fannst mér hreinlega ekkert sérstaklega skemmtileg. Þetta er svona mynd sem ætti að vera frábær en var það bara ekki. Hún var samt alls ekki lost cause. Ég diggaði chemistryið á milli bræðranna, þá sérstaklega Adrien Brody og Owen Wilson. Sagan sem slík fannst mér samt ekkert sérstaklega áhugaverð. Það voru samt element sem ég var að digga í botn, einsog þegar bræðurnir bjarga indversku strákunum og fara svo í jarðarförina og inn í það tvinnast flashback til jarðarfarar pabba þeirra. Í heildina fannst mér samt einsog öll góðu elementin hefðu getað komið saman í betri heildarmynd. Já, satt best að segja kem ég ekki beint auga á hvað vantaði í þessa mynd. Hjartað var á réttum stað, karakterarnir voru skemmtilegir, leikararnir góðir... það var eiginlega bara þegar sagan fór að snúast um mömmu þeirra sem ég missti áhugann. Mér fannst það einfaldlega hvorki skemmtilegt né áleitið á nokkurn hátt. Ég hef eiginlega fátt annað að segja um myndina svona á þessum yfirborðskenndu nótum. Hún er frábærlega tekin og ég hafði mikið gaman af að fylgjast með skotunum og tónlistin fannst mér líka skemmtileg. Hún er fagmannlega og vel unnin á allan hátt og það er augljóst að Wes Anderson er góður leikstjóri. Ég hef ekki séð Royal Tenenbaums og það er víst dauðasynd samkvæmt því sem ég hef heyrt og ég hlakka til að sjá virkilega frábæra mynd frá Anderson þar sem hann fullkomnar sýn sína. Þessi mynd nær allavega bara að krafsa í yfirborðið á snilldinni sem hann virðist hafa að geyma. 2/5

Bourne Ultimatum

Halló halló halló. Í fyrstu útgáfu af þessari færslu steingleymdi ég að nefna þessa elsku hérna, sem var einmitt fyrsta myndin sem ég horfði á í þessum blessuðu flugum. Þessi sver sig í ætt við Supremacy og Identity og er bara andskoti góð, jafnvel sú besta af þeim öllum. Klippingin er rosalega hröð og flott og hljóðið er það sömuleiðis. Í raun er öll tæknivinnsla til stakrar fyrirmyndar og ekkert að slíku að finna. Ég verð þó að segja að eftir að hafa séð helvítis myndin get ég staðfest það sem ég sagði í færslunni minni hér fyrir nokkru að þessi átti ekki skilið að hirða óskarana af No Country For Old Men, hún kemst ekki einu sinni nálægt þeirri mynd í þessum þremur kategóríum, hljóði, hljóðvinnslu og klippingu. Þótt allt sé flott og vel gert í þessari að þá held ég að það hafi blindað akademíuna dálítið hvað allt gerist hratt og hversu mikil vinna hefur farið í að klippa alla þessa vitleysu saman á meðan að þessar subtle klippingar í NCFOM eru ekki jafn áberandi en þeim mun betri og gera þeim mun meira fyrir myndina í heild til að byggja upp spennu og dramatík. Ég er að vissu leyti sammála SP þegar hann sagði að þegar myndir nota svona hraðar klippingar allt í gegn að þá sé erfiðara að finna einhverjar aðferðir til að sýna hvernig climaxin eru meira spennandi en restin af myndinni. Þetta hefur þó ekki áhrif í Ultimatum því þar er öll myndin eitt spennuclimax þannig að það fór ekkert í taugarnar á mér.
Hraðinn á þessum klippingum er náttúrulega gersamlega út í hött
Þessi mynd er frábærlega leikin og er alveg hreint ofboðslega skemmtileg hvað varðar sögu og hasaratriði. Myndin tekur upp þráðinn þar sem við sögðum skilið við Jason Bourne í lok Supremacy og keyrir hasarinn í botn strax á fyrstu mínútunum. Hún heldur áfram samsærissögunni um þennan mikla meistara og hver hann er í raun og veru. Það sem gerir þessar myndir svo skemmtilegar, fyrir utan frábæra tæknivinnu og hasar, er hversu ógeðslega svalur Matt Damon er. Hann er bara kóngurinn, hvort sem hann er retard í Team America eða verkamaður í Good Will Hunting. Anyway, þessi mynd er meistaraverk á sinn flogaveikis inducing hátt og ég held ég skelli bara á hana 4/5

Ég horfði síðan líka á No Country For Old Men í annað skiptið og varð ástfanginn af henni upp á nýtt og horfði á ¾ af Juno upp á nýtt. Ég get sagt það að eftir að hafa lesið gagnrýnina á hana eftir að ég sá hana fyrst fer það virkilega í taugarnar á mér meðan ég horfði á hana í annað skiptið að það sé engin tónlist í henni sem tengist áhugamálum Juno á nokkurn hátt. Sérstaklega fer setningin “Nothing compares to the raw power of the Stooges” rosalega í mig því ég hef aldrei heyrt í fokking Stooges og myndin er ekekrt að hjálpa mér að skilja hvað sé svona frábært við þá. Þetta eyðilegggur eiginlega semi myndina sérstaklega með seinni áhorf í huga og ég held ég muni aldrei hafa áhuga á að sjá þessa mynd aftur, hvað þá tala sérstaklega fallega um hana héðan í frá. Þetta er alveg rosalega pirrandi galli á myndinni.
Fyrir utan þessar myndir sem ég horfði á í heild sinni datt ég inn í nokkrar myndir og sá yfir öxlina á öðru fólki hvað það var að horfa á. Ég get því sagt til um það með mikilli vissu að Alvin and the Chipmunks suckar mjög líklega, The List(með svarta gæjanum úr Drew Carey Show) sökkar alveg frekar mikið og Enchanted er algjört drasl. Annars datt ég líka inn í fyrsta þáttinn í fyrstu seríu af Rome og hann var alveg jafn geðveikur og þegar ég sá hann fyrst. Geggjaðir þættir, tékkið á þeim.
Ég get þó að minnsta kosti mælt með entertainment systeminu í Boeing 777, það er alveg klikkað. Skemmtarinn í Airbus vélunum hjá Emirates er aftur á móti mun frumstæðari og í raun hundleiðinlegur ef maður hefur prufað hitt. Þetta ownar þó allt saman steinaldarvélar Icelandair sem eru vægast sagt hundleiðinlegur fararskjóti. Go Arabar!

Wednesday, March 12, 2008

Hvað er eiginlega málið með þessa YouTube lúða?

Þetta er smá uppbrot í þessar síðustu ógeðslega löngu færslur. Þetta er bara stutt spurning til ykkar, lesendur góðir. Hvað er eiginlega málið með gæjana sem búa til þessi fáránlegu myndbönd? Þetta fyrra er reyndar ógeðslega fyndið en það seinna er bara til skammar.


Það er ekkert meira pirrandi en að reyna að finna mörkin úr seinasta leik og finna bara endalaus svona vídjó
Það er eitt að skella saman í nett tribute vídjó en þetta er helvíti langt gengið. Hvaða lið er líka að gera þessi vídjó? Gellur að tapa sér yfir Ronaldo? Gaurar að rúnka sér yfir Russel Crowe? What's the fuckin' deal?

Monday, March 10, 2008

Hvað gerir eina hryllingsmynd betri en aðra?

Um daginn bar ég saman þrjár hryllings/grínmyndir frá Nýja Sjálandi, Braindead og Bad Taste eftir Peter Jackson og Black Sheep eftir Jonathan King og er hægt að nálgast þann póst hér. Þær myndir voru allar í rosalega svipuðum dúr þótt kvikmyndagerðarmennirnir tveir hafi að sjálfsögðu mismunandi handbragð. Í þetta skiptið langar mig að bera saman þrjár merkilegar hryllingsmyndir sem ég hef séð á meðan á þessu námskeiði hefur staðið. Þessar þrjár eru Texas Chainsaw Massacre eftir Tobe Hooper, sem ég skrifaði langan pistil um fyrr í vetur, Evil Dead eftir Sam Raimi og Suspiria eftir Dario Argento. Ég mun einnig fara út í hvað það er sem gerir eina hryllingsmynd betir en aðra og hvort í raun sé hægt að finna eina formúlu sem virkar fyrir hryllingsmyndir.
Þessar þrjár eru um margt ólíkar hver annarri, bæði að stíl og innihaldi. Leikstjórarnir eiga það þó allir sameiginlegt að beita auðþekkjanlegum stílbrögðum og að sjálfsögðu eiga þeir það allir sameiginlegt að vera meistarar hver á sinn hátt. Ég ætla að byrja á að dreypa aðeins á Evil Dead og Suspiria áður en ég held lengra í greiningu og samanburð.
Evil Dead var fyrsta mynd Sam Raimi í fullri lengd og var hann aðeins 19 ára þegar hann gerði hana. Hann, Bruce Campbell og Scott Spiegel kynntust í menntaskóla og höfðu allir brennandi áhuga á kvikmyndagerð og áttu sameiginlega allt sem þurfti til að búa til ágætis Super8 myndir í fyrstu. Þegar þeir ákváðu að gera þessa fyrstu mynd sína í fullri lengd þurftu þeir að byrja á að safna pening til gerðarinnar og fengu mestan pening út úr því að safna saman hópum lögfræðinga og tannlækna og sýna þeim sýnishorn og biðja um pening. Einsog vera ber með svona myndir kostaði hún ekki mikið á endanum en einmitt þess vegna finnst mér magnað hversu flott hún er þrátt fyrir allt. Myndin fjallar semsagt um fimm vini sem ferðast upp í einhvern afskekktan sumarbústað þar sem þeir finna óhugnanlega bók og hlusta á upptöku af vísindamanni sem þylur upp texta úr bókinni. Við þetta vaknar upp forn djöfull í myrkviði umhverfisins og byrjar að herja á aumingja krakkana. Því skal komið úr vegi strax að fyrir þá sem hafa séð Evil Dead 2 eða 3 þá er þessi ansi mikið öðruvísi. Ég er sjálfur mikill aðdáandi þriðju myndarinnar, Army of Darkness, sem er mikið grín og húllumhæ og önnur myndin gengur ákveðinn milliveg milli hennar og þessarar. Þessi fyrsta er aftur á móti bara andskoti hræðileg og ég get ekki sagt annað en að hún hafi hrætt mig upp úr skónum oft á tíðum.
28 Days Later hvað?
Reyndar kom fyrir á stöðum, sjálfsagt vegna þess að ég hafði séð hinar tvær áður, að ég hló dátt að vitleysunni sem þarna átti sér stað en það breytir því ekki að þetta er fokking creepy hryllingsmynd. Besta atriðið í myndinni fannst mér þó vera fyndnasta atriði hennar, en það er í byrjun myndar þegar ein stelpan í hópnum er tæld út í skóg af hinni illu óæru, sem beitir síðan trjánum til að nauðga henni og er meðfylgjandi mynd af þessu atviki. Mjög nasty, en á sama tíma alveg hreint óborganlega fyndið. Bruce Campbell sýnir stjörnuleik einsog alltaf og ég get ekki annað sagt en að þessi mynd skelli sér beint á topp tíu listann yfir bestu hryllingsmyndir sem ég hef séð. Það bætir svo auðvitað miklu við sjarmann að hann gerir myndina svona ungur og fyrir rosalega lítinn pening, kveikir jafnvel dáldið í manni.
Suspiria er síðan allt annar handleggur. Hér erum við með, að því er menn segja, bestu mynd hryllingsmeistarans Dario Argento, sem hann gerði eftir að hafa gert nokkrar myndir áður. Hún er því miklu mun áferðarfínni en Evil Dead nokkurn tíma og stíllinn ber þess merki að hann hafi verið fínpússaður vel og lengi áður en kvikmyndagerðarmaðurinn náði svona góðu valdi á listinni. Öll kvikmyndataka, hljóð, tónlist, saga og hreinlega allur andskotinn er vel útpældur og frábærlega framkvæmdur þannig að áhorfandinn fær aldrei á tilfinninguna að menn viti ekki hvað þeir séu að gera. Þar sem við horfðum á þessa í tíma um daginn vil ég ekki tíunda söguþráðinn neitt hérna en ég vil samt minnast á þau atriði sem mér fannst hvað mögnuðust. Byrjunarmorðið er auðvitað mind-blowing og hreinlega ótrúlega flott og geðveikislegt. Litirnir, tónlistin og hreinlega gjörðin eru svo rosaleg að maður trúir eiginlega ekki eigin augum og þetta gefur góðan tón fyrir framhaldið. Atriðið þar sem blindi gæjinn horfir í kringum sig og kallar út í loftið í að því er virðist margar mínútur áður en hundhelvítið rífur hann á hol er eitt flottasta atriði sem ég hef séð, nó djók. Uppbygging spennu er frábær og ég átti ekki minnstu von á því að hundhelvítið myndi láta svona. Ég var hreinlega orðlaus að þessu loknu. Seinasta atriðið er svo þegar gellan festist í öllum helvítis vírunum og getur ekki hreyft sig á meðan gæjinn finnur hana og sker hana á háls. Mér líður alltaf svo illa þegar karakterar lenda í svona helpless aðstöðu í hryllingsmyndum því égveit að þeir eiga sér engrar undankomu auðið og það verður hreinlega sársaukafullt að horfa á gelluna engjast um af hræðslu.
Hér skelli ég svo quote-i úr Texas Chainsaw Massacre færslunni til að gefa dálitla hugmynd um hvernig mér fannst hún:
Myndin fjallar, eins og svo margar aðrar hryllingsmyndir, um hóp krakka á road-trippi um suðurríki bandaríkjanna sem beygja inn að gömlum sveitabæ og lenda í tómu rugli. Þrátt fyrir lítið budget tekst þessari mynd að líta rosalega vel út. Hún er vissulega mjög hrá og það sést vel. Til dæmis um hið rosalega lága budget þá er atriði í myndinni þar sem stelpa er skorin á fingurgómnum og það var gert í alvörunni vegna þess að gerviblóðið á hnífnum virkaði ekki. Það eru á endanum kvikmyndatakan, tónlistin og hljóðið sem gera þessa mynd svona rosalega pro og góða. Hljóðin í myndinni smjúga inn í merg og bein og samspil þess við tónlsit og mynd eru með því besta sem ég hef séð. Myndefnið er svo að sjálfsögðu frábært líka og eru allar sviðsetningar rosalega flottar og þrungnar því frábæra og rosalega andrúmslofti sem umlykur myndina. Ég verð sérstaklega að minnast á eitt atriði, eftir að Leatherface drepur í fyrsta sinn og lokar síðan hurðinni. Þessi sviðsetning er alveg rosaleg. Ekki einungis er atriðið frábærlega sviðsett og áhrifamikið heldur verður Hooper að henda í mann því rosalegasta af öllu í lok atriðisins, stálhurð í þessu gamla og ljóta timburhúsi. Stálhurð? Eftir þetta átakanlega atriði er maður gersamlega varnarlaus gegn brögðum leikstjórans og þessi rosalegi contrast sem myndast milli stáls og viðar eru næstum því til að spegla contrastinn milli fyrri og seinni hluta myndarinnar, sem er þarna að ganga í garð. Það sem áður var bara roadtrip er nú orðið að skelfingu.

Einsog ég sagði í byrjun eru þessar þrjár myndir mjög ólíkar og væri í raun nær að bera saman TCM og ED og bera síðan Suspiria saman við Dawn of the Dead(1978) eða eitthvað álíka þróað meistaraverk. En fyrst ég er nú einu sinni byrjaður á þessu er um að gera að halda áfram. Mér finnst einsog þessar þrjár myndir passi allar saman inn á milli en falli hvergi allar þrjár í sama hóp. Suspiria og TCM eru báðar rosalega raunverulegar og alvarlegar á meðan að TCM og Evil Dead hafa þetta hráa element sem Suspiria er alveg laus við, enda mun fínni og fágaðri mynd. Evil Dead situr svo gersamlega ein á báti með grínið, hvort sem það er tilætlað eða ekki, því hinar tvær eru bara horror allt í gegn og stoppa aldrei að hræða úr þér líftóruna. Þótt stílbrögð hvers leikstjóra fyrir sig skíni rosalega vel í gegn í öllum þessum myndum þá finnst mér líka áhugavert hvað maður finnur vel fyrir því hvað Suspiria er evrópsk. Hinar tvær byggja mikið á fornri hefð Indy kvikmyndargerðarmanna í BNA þrátt fyrir að hvor um sig geri hlutina á sinn hátt en fílingurinn í mynd Argento er hreinlega allt öðruvísi og það tengist því ekki að hún eigi að gerast í Róm en hinar tvær gerist í sveitahéruðum suðurríkja Bandaríkjanna.
Ég horfði á stutt viðtal við Sam Raimi við gerð færslunnar, sem ég læt fylgja með hér, og fannst áhugavert þegar hann var spurður hvort honum fyndist mikilvægara að sýna meira gore eða leyfa áhorfendum að ímynda sér hvað gæti verið að gerast. Hann sagði sjálfur að hann vildi ganga milliveginn, þ.e. hann vildi sýna okkur fullt af ógeðslegu sjitti en hann gæfi fólki samt möguleikann á því að ímynda sér hvað annað gæti gerst. (Menn sem ganga hvað lengst í að sýna viðbjóð og gefa fólki engan séns á að ímynda sér neitt nema klósettskál með gubbi eru t.d. hálfvitinn Eli Roth, sem gerði þær skelfilegu myndir Cabin Fever og Hostel og hinn frábæra mock trailer Thanksgiving við Grindhouse myndirnar.) Þarna finnst mér sýnir kvikmyndagerðarmannanna skerast á frekar áberandi hátt. Argento og Raimi eru báðir mikið fyrir að sýna þegar fólk er skorið á háls eða tré nauðga stelpum, þótt Raimi gangi reyndar aðeins lengra einsog grín-umgjörðin leyfir honum, á meðan að Hooper sýnir sem minnst af ógeðinu up-close og gefur áhorfandanum þannig meiri möguleika á að ímynda sér allan hryllinginn. Hooper hjálpar síðan áhorfendum að ímynda sér viðbjóðinn með því að byggja upp mikla og þrúgandi spennu og andrúmsloft í myndinni sem gefur henni ennþá raunverulegri og áhrifameiri samsvörun.

Hér fylgir með trailerinn fyrir Texas Chainsaw Massacre og í honum sést um það bil jafn mikið blóð og gore og sést í allri myndinni, semsagt ekkert sérlega mikið
Ég get eiginlega ekki sagt að ég fíli annað betur en hitt þar sem mér finnst frábærlega skemmtilegt að horfa á mjög brútal grín-hryllingsmyndir og get vart haldið vatni yfir ákveðnum atriðum Suspiria en þrátt fyrir allt verð ég að segja að TCM er sú langbesta af þessum þremur þegar kemur að því að hrella og hræða áhorfendur upp úr skónum. Þegar ég og Kári bróðir horfðum á hana hreinlega skulfum við af hræðslu alla fokking myndina og þurftum að tala um myndina í rúman klukkutíma eftirá til að geta einu sinni reynt að fara að sofa. Ég er eiginlega kominn á þá skoðun að sú mynd eigi heima inni á topp 10 listanum mínum yfir bestu myndir sem ég hef séð. Hún er það góð.
Þessar þrjár myndir eru kannski ekki fullkomlega samanburðarhæfar en það er gaman að bera saman mismunandi geira hryllingsmyndanna og sjá hvað er mismunandi, hvað er betra og af hverju það er betra. Til þess erum við jú einu sinni í þessu fagi og ég get ekki annað sagt en að ég hafi skemmt mér konunglega yfir því að skrifa þessa færslu, hvað þá að horfa á þessar þrjár snilldarmyndir. Ég vil því enda þetta með því að mæla með þeim öllum þremur fyrir hvern þann sem hefur einhvern minnsta áhuga á hrellandi bíómyndum, þetta er ekki eitthvað “Ring Remake” drasl sem kemur í bíó í annarri hverri viku. Þetta er the shiznit og mun vera það um aldur og ævi.

Sunday, March 9, 2008

Dauðinn - leim eða kúl?

Ég ætla bara að byrja á að aðvara þá sem ekki hafa séð en langar samt að sjá Lost, Six Feet Under, Dexter, Battlestar Galactica og fleiri kúl þætti að ég mun líklegast spoila einhverju úr flestum þessum seríum í þessari færslu. Ég ætla samt að aðvara um spoilera þar sem þeir koma þannig að einhver geti nú lesið þessa færslu án þess að vera geðsjúklingur einsog ég þannig að þið skuluð líta á feitletraðar setningar sem baneitraðar. Þar mun ég samt gera grein fyrir á undan hvaða seríu ég er að spoila þannig að þótt ég nefni allt of mörg dæmi þar að þá er það bara til þess að allir geti fundið eitthvað sem þeir hafa séð og lesið smá af færslunni. Ég nenni samt ekki að segja til þegar ég spoila einhverju einsog BH90210 eða ER þannig að þið hafið það í huga. You have been warned.
Ég fór að pæla í því, eftir að ég horfði á þátt í fyrradag, hverjar pælingarnar geta verið á bakvið það hjá sjónvarpsþáttastjórnendum að drepa stóra karaktera. Hvort sem það er til að hækka áhorfendatölur(sbr. auglýsingaherferðin í aðdraganda þess að einhver auli dó í Beverly Hills 90210 eða þegar Mitch Buchanan átti að deyja í Baywatch), koma með orsök til að ýta sögu þáttanna eða persónusköpun áfram eða bara fyrir pure shock value, þá hefur það alltaf áhrif á mann þegar karakter sem maður hefur þekkt lengi og fundist skemmtilegur(eða glataður) drepst semi upp úr þurru. Við skulum kíkja aðeins á nokkur mismunandi dauðsföll skemmtilegra(og glataðra) karaktera og sjá hvernig þau höfðu áhrif á seríuna í heild sinni.
Fyrst langar mig til að nefna þáttinn í annarri seríu af Beverly Hills þegar Scott, einhver semi retard vinur David Silver, skýtur sig í andlitið í kúrekapartýi. Markaðsherferðin á undan hafði verið gersamlega fáránleg og ekki ósvipuð þeim skelfilegu pælingum sem hafa alltaf umlukið útgáfu Harry Potter bókanna þegar J.K. Rowling ákveður að segja að einhver muni deyja eða að Dumbledore sé hommi eða eitthvað viðlíka glatað. Auglýsingarnar fyrir seríuna byggðust allar á “One of the gang... WILL DIE!” pælingunni og þess vegna voru það alvarleg vonbrigði fyrir alla sem á horfðu þegar einhver hliðarkarakter sem allir hötuðu rúnkaðist til að skjóta sig í hausinn af slysni. Unglingsstelpurnar sem horfðu á þættina urðu fúlar yfir því að einhver mikilvægari hafði ekki dáið og allir aðrir hugsuðu „Hverjum er ekki DMS?“. Þetta myndband hérna fyrir neðan lýsir líka fullkomlega hversu ótrúlega DMS öllum hinum karakterunum var um dauða þessa aula.Sjáið hvernig David Silver er gersamlega á vonarvöl í nokkrar mínútur og kemur svo út úr DJ-herberginu og hlær að þessu öllu saman með vinum sínum.
Þessi dauðdagi er dæmi um aumt markaðstrix sem hafði engin áhrif á þættina til langs tíma litið, og ekki einu sinni skamms tíma. Djöfull eru þetta samt frábærir þættir. Þess má til gamans geta að Brian Austen Green(David Silver) var að koma með svona semi comeback um daginn í þáttunum Terminator: The Sarah Connor Chronicles og stendur sig bara merkilega vel miðað við aldur og fyrri störf. Við þennan hóp mætti síðan bæta South Park þættinum þegar Kenny deyr og kemur ekki aftur í heila seríu. Þetta var reyndar ekkert markaðstrix hjá Trey Parker og Matt Stone en þátturinn er algjör snilld þar sem það virkar svo rosalega absúrd á áhorfandann að strákarnir séu að syrgja Kenny þegar hann drepst hvort sem er í hverjum einasta þætti. Þannig var dauðsfall Kenny ekki lengur brandari heldur orðið háalvarlegt og þar af leiðandi ennþá fyndnara. Strákunum var síðan orðið alveg sama um dauða Kenny í lok þáttarins og minnast ekki á hann nema í einum þætti þangað til hann snýr aftur í jólaþætti 6. seríu einsog ekkert sé sjálfsagðara.
Næst koma svo dauðdagar persóna vegna þess að leikarinn ákveður að hætta að leika í þáttunum. Svoleiðis pælingar eru algengar í sápum einsog Beverly Hills eða Ally McBeal þar sem leikarar þurfa að fastna sig í starfi áratugum saman og þegar þeir nenna ekki meiru þarf annað hvort að drepa þá eða senda í burtu(Þegar Dax deyr í Deep Space Nine; Þegar Sam Seaborn fer í þingframboð í West Wing). Hvernig svona pælingar ganga upp í sögu þáttanna fer algjörlega eftir höfundunum því það er alveg hægt að gefa persónu viðeigandi endastöð í seríunni án þess að það sé sérstaklega cheesy eða asnalegt. Brotthvarf Shannen Doherty úr 90210 er dæmi um mjög cheesy brotthvarf. Brenda ákveður að fara til London til að læra að leika(einsog hún hafi ekki getað gert það í Bandaríkjunum) og lofar Dylan að hún muni snúa aftur. Þetta var í lok 4. seríu og þrátt fyrir að þátturinn hafi á endanum náð upp í 10 seríur þá drullaðist Brenda aldrei heim frá London. Þetta var að sögn vegna þess að Doherty var svo mikil tík að enginn nennti að vinna með henni.
Að lokum langar mig að minnast á þessi dauðsföll sem virkilega hafa eitthvað að gera með þættina sjálfa og stefnubreytingar í söguþræði. Hér koma þeir spoilerar sem einhverju skipta, so tread lightly. Hér minnist ég sérstaklega atviks í 5. seríu ER þegar Lucy Knight, sem hóf göngu sína í þáttunum í byrjun seríunnar, er myrt af sjúklingi í miðju jólaboðinu og Carter er stunginn í bakið líka. Þessi atburður hafði mikil áhrif, sérstaklega á 6. seríuna sem endaði á að vera frekar miðuð að Dr. Carter og hvernig hann höndlar atburðinn. Hann verður háður verkjalyfjum eftir sjúkraleguna, meira útaf samviskubiti yfir að hafa lifað af heldur en raunverulegum sársauka, og þarf á endanum að takast á við djöfla sína þegar sami sjúklingur kemur inn á sjúkrahúsið seinna og Carter veit ekki hvort hann getur, eða vill, hjálpa honum. Hann er svo á endanum lagður inn á meðferðarheimili í lok seríunnar. (DEADWOOD) Hér minnist ég helst þegar Wild Bill og Mr. Elsworth deyja. Dauði Wild Bill er auðvitað atburður sem heldur Charlie Utter og Jane í Deadwood til að byrja með og hefur þar með gríðarleg áhrif á seríuna í heild sinni. Dauði Mr. Elsworth var síðan bæði shock value og mikilvægur dauðdagi. Ég trúði nánast ekki eigin augum þegar hann dó og langaði mest til að fara að grenja sjálfur því hann var svo góður gæji og var nýbúinn að eiga gott spjall við hundinn sinn rétt áður. Þetta hafði svo áhrif á samskiptin milli Hearst og hinna karakteranna fram í lok seríunnar.
(JERICHO) Ég ætlaði ekki að trúa því í lok seinasta þáttar af Jericho þegar Bonnie var drepin og það kom líka einsog þruma úr heiðskýru lofti. Samt var það frábærlega gert og sat í mér lengi á eftir, alveg einsog endirinn á fyrstu seríunni þegar pabbi Jake deyr. Þarna eru á ferðinni meistara handritshöfundar sem kunna að fara með dauðsföll.
(DEXTER) Að lokum vil ég svo minnast á endann á fyrstu seríunni af Dexter þegar Rudy deyr enda er það eitt magnaðasta atriði sem ég hef séð í sjónvarpsþætti. Það hafði ekki bara áhrif á söguna sem slíka heldur breytti karakternum Dexter um ókomna tíð. Klikkað atriði, góður dauðdagi, frábær þáttur.
(SIX FEET UNDER) Öll dauðsföll í SFU koma inn í þennan flokk, fyrir utan auðvitað sum af dauðsföllunum í byrjun þátta. Nate, Lisa, Nathaniel og jafnvel Mr. Chenoweth að litlu leyti, öll skipta þau risavöxnu máli fyrir söguna í heild og líf persónanna allra.
Inn í svona mikilvæg dauðsföll koma síðan líka þegar karakterar deyja án þess að það í sjálfu sér skipti neinu rosalegu máli en það hefur samt áhrif á hvernig áhorfandinn lítur persónurnar. (LOST)Hérna kæmi inn atvikið í annarri seríu af Lost þegar Michael drepur Ana Lucia og Libby. Þetta hefur rosalega skammvinn áhrif á Jack og Hurley, sem tengdust þeim hvað mest, en áhorfendurnir líta Michael allt öðrum augum eftirá. Eina atriðið sem skipti einhverju máli í 2. seríu.
(BATTLESTAR GALACTICA) Annað svipað væri þegar refsingaráðið á Galactica drepur Jammer án þess að gera sér grein fyrir því hvernig hann hjálpaði fólki á New Caprica. Þá horfir maður allt öðrum augum á þetta fólk, sem sér allt annað hvort svart eða hvítt og getur ekki dæmt um hið gráa að nokkru leiti.
Þá er það komið, shock value, persónusköpun, söguorsök, markaðstrix, fyndið grín, dauðar karaktera í sjónvarpsþáttum geta komið af mörgum mismunandi ástæðum og ollið mörgum mismunandi viðbrögðum. Ég er aftur á móti býsna viss um að ef þú skrifar það ekki nógu vel þá er persónudauði ekkert annað en copout til að vekja umtal um þáttinn þinn. Allavega eru það bara bestu þættir sem tekst að gera svona nokkuð það vel að það stiji í manni eftirá.

Monday, March 3, 2008

Óskarsverðlaunin og bledsig

Jæja, fyrir nokkrum vikum horfðum við upp á óskarinn koma og fara og því er ekki úr vegi að lýsa stuðningi við og hryllingi yfir vali akademíunnar. Þótt árið í ár hafi verið mjög gott fyrir kvikmyndirnar og ég sé sammála því að allar myndirnar sem tilnefndar voru sem besta mynd ættu þá tilnefningu fyllilega skilið að þá get ég ekki sagt annað en að val akademíunnar hafi verið algjör “no-brainer”. No Country For Old Men er án nokkurra ýkja langbesta mynd ársins og finnst mér það í raun skandall að hún skildi ekki vinna fleiri verðlaun á hátíðinni. Atonement, Juno og Michael Clayton höfðu einfaldlega ekki það til brunns að bera sem hinar tvær höfðu, þ.e. óhefðbundnu snilldina. Það er náttúrulega alltaf óhefðbundið þegar Daniel Day Lewis drullast til að leika í bíómynd því mannandskotinn hefur bara leikið í 8 myndum á síðustu 15 árum og geri aðrir betur í þeim efnum, og No Country skartaði frábæru samsafni leikara þar sem Javier Bardem fór fremstur í flokki. Mig langar til að renna aðeins yfir nokkra flokka sem mér finnst þess virði að nefna.

Besta upprunalega handrit:
Þessi flokkur var fjölbreyttari í ár en oft áður. Sigurvegarinn var sniðug gamanmynd og meðal annarra tilnefndra voru lögfræðidrama og teiknimynd um eldhúsrottu. Þrátt fyrir að mér hafi fundist Michael Clayton mjög skemmtileg þá var hún ekkert meistaraverk. Juno hafði á bakvið sig hvað hún er fersk og skemmtileg og einnig það að hún sá um það að skjóta Ellen Page upp á stjörnuhimininn á einni nóttu og á hrós skilið fyrir það. Þessi Diablo Cody gella virðist ætla að verða hot property í Hollywood núna eftir að fá óskarsverðlaun fyrir sitt fyrsta handrit og það verður gaman að sjá hvað hún elur af sér í framtíðinni.

Besta handrit byggt á áður útgefnu efni:
Coen bræður áttu þennan óskar að sjálfsögðu vísan fyrir hátíðina alveg einsog leikstjórnaróskarinn og bestu myndina. Það kemur ekkert á óvart að þeir skuli loksins heiðraðir með óskar eftir sitt áratugalanga framlag til kvikmyndanna með meistaraverkum á borð við Hudsucker Proxy, Fargo og Blood Simple en það kemur heldur ekkert á óvart að það hafi þurft eitthvað aðeins öðruvísi en þeirra venjulegu farsa eða grínskotnu krimma til að fastna þeim verðlaunin að lokum. No Country er miklu alvarlegri mynd en þeirra fyrri og þrátt fyrir að vera(að mér finnst) mjög fyndin á köflum þá tekur hún frábæran díalóg bræðranna og færir hann upp á æðra plan en í fyrri myndum og gerir hann fullkomlega ódauðlegan. Frábærir leikarar skemma síðan sannarlega ekki fyrir.

Hljóð, klipping og hljóðvinnsla:
Hér skelli ég saman þremur flokkum í einn því ég er fúll yfir niðurstöðunni hér af nákvæmlega sömu ástæðum. Reyndar hef ég ekki séð Bourne Ultimatum en miðað við þær fyrri tvær get ég alveg ímyndað mér að hljóð, klipping og hljóðvinnsla séu mjög góð ef ekki frábær í þessari, en málið er að No Country For Old Men skartar einfaldlega því besta sem ég hef nokkru sinni komist í kynni við af þessum þremur þáttum kvikmyndagerðarlistarinnar. Hljóðið, klippingin og hljóðvinnslan í þessari mynd vinna saman að því að búa til bestu senur myndarinnar, ef ekki bestu senur sem ég hef séð, þeirra á meðal senuna á mótelherberginu og flótta Llewelyn frá Chigurh. Hljóðið í silencuðu haglabyssunni er alveg nóg til þess að ég gæfi þessari mynd verðlaun og ég hreinlega skil ekki hvernig hún vann ekki óskarinn fyrir þessa þætti, eða að minnsta kosti einhvern þeirra. Skip Lievsay hefur núna unnið fyrir bræðurna í fjöldamörgum, ef ekki öllum, myndum þeirra hingað til og það er mér gersamlega óskiljanlegt að þetta séu hans fyrstu tilnefningar til óskarsverðlauna og að hann skuli ekki enn vera búinn að grípa styttuna gullnu.

Ég ætlaði að finna haglabyssuatriðið en það er svosem fokking kúl hljóð hér líka(takið eftir skrjáfinu í nammibréfinu)

Þetta er það sem mér fannst merkilegast á þessari hátíð, restin var eftir bókinni. Day Lewis var bestur, Bardem var bestur o.s.frv. Ég veit ekki hvort ykkur fannst þetta áhugavert en mér er svosem DMS. Ég get allavega lofað því að ég mun ekki væla yfir stigagjöfinni einsog Bjarki Ómars.