Monday, March 3, 2008

Óskarsverðlaunin og bledsig

Jæja, fyrir nokkrum vikum horfðum við upp á óskarinn koma og fara og því er ekki úr vegi að lýsa stuðningi við og hryllingi yfir vali akademíunnar. Þótt árið í ár hafi verið mjög gott fyrir kvikmyndirnar og ég sé sammála því að allar myndirnar sem tilnefndar voru sem besta mynd ættu þá tilnefningu fyllilega skilið að þá get ég ekki sagt annað en að val akademíunnar hafi verið algjör “no-brainer”. No Country For Old Men er án nokkurra ýkja langbesta mynd ársins og finnst mér það í raun skandall að hún skildi ekki vinna fleiri verðlaun á hátíðinni. Atonement, Juno og Michael Clayton höfðu einfaldlega ekki það til brunns að bera sem hinar tvær höfðu, þ.e. óhefðbundnu snilldina. Það er náttúrulega alltaf óhefðbundið þegar Daniel Day Lewis drullast til að leika í bíómynd því mannandskotinn hefur bara leikið í 8 myndum á síðustu 15 árum og geri aðrir betur í þeim efnum, og No Country skartaði frábæru samsafni leikara þar sem Javier Bardem fór fremstur í flokki. Mig langar til að renna aðeins yfir nokkra flokka sem mér finnst þess virði að nefna.

Besta upprunalega handrit:
Þessi flokkur var fjölbreyttari í ár en oft áður. Sigurvegarinn var sniðug gamanmynd og meðal annarra tilnefndra voru lögfræðidrama og teiknimynd um eldhúsrottu. Þrátt fyrir að mér hafi fundist Michael Clayton mjög skemmtileg þá var hún ekkert meistaraverk. Juno hafði á bakvið sig hvað hún er fersk og skemmtileg og einnig það að hún sá um það að skjóta Ellen Page upp á stjörnuhimininn á einni nóttu og á hrós skilið fyrir það. Þessi Diablo Cody gella virðist ætla að verða hot property í Hollywood núna eftir að fá óskarsverðlaun fyrir sitt fyrsta handrit og það verður gaman að sjá hvað hún elur af sér í framtíðinni.

Besta handrit byggt á áður útgefnu efni:
Coen bræður áttu þennan óskar að sjálfsögðu vísan fyrir hátíðina alveg einsog leikstjórnaróskarinn og bestu myndina. Það kemur ekkert á óvart að þeir skuli loksins heiðraðir með óskar eftir sitt áratugalanga framlag til kvikmyndanna með meistaraverkum á borð við Hudsucker Proxy, Fargo og Blood Simple en það kemur heldur ekkert á óvart að það hafi þurft eitthvað aðeins öðruvísi en þeirra venjulegu farsa eða grínskotnu krimma til að fastna þeim verðlaunin að lokum. No Country er miklu alvarlegri mynd en þeirra fyrri og þrátt fyrir að vera(að mér finnst) mjög fyndin á köflum þá tekur hún frábæran díalóg bræðranna og færir hann upp á æðra plan en í fyrri myndum og gerir hann fullkomlega ódauðlegan. Frábærir leikarar skemma síðan sannarlega ekki fyrir.

Hljóð, klipping og hljóðvinnsla:
Hér skelli ég saman þremur flokkum í einn því ég er fúll yfir niðurstöðunni hér af nákvæmlega sömu ástæðum. Reyndar hef ég ekki séð Bourne Ultimatum en miðað við þær fyrri tvær get ég alveg ímyndað mér að hljóð, klipping og hljóðvinnsla séu mjög góð ef ekki frábær í þessari, en málið er að No Country For Old Men skartar einfaldlega því besta sem ég hef nokkru sinni komist í kynni við af þessum þremur þáttum kvikmyndagerðarlistarinnar. Hljóðið, klippingin og hljóðvinnslan í þessari mynd vinna saman að því að búa til bestu senur myndarinnar, ef ekki bestu senur sem ég hef séð, þeirra á meðal senuna á mótelherberginu og flótta Llewelyn frá Chigurh. Hljóðið í silencuðu haglabyssunni er alveg nóg til þess að ég gæfi þessari mynd verðlaun og ég hreinlega skil ekki hvernig hún vann ekki óskarinn fyrir þessa þætti, eða að minnsta kosti einhvern þeirra. Skip Lievsay hefur núna unnið fyrir bræðurna í fjöldamörgum, ef ekki öllum, myndum þeirra hingað til og það er mér gersamlega óskiljanlegt að þetta séu hans fyrstu tilnefningar til óskarsverðlauna og að hann skuli ekki enn vera búinn að grípa styttuna gullnu.

Ég ætlaði að finna haglabyssuatriðið en það er svosem fokking kúl hljóð hér líka(takið eftir skrjáfinu í nammibréfinu)

Þetta er það sem mér fannst merkilegast á þessari hátíð, restin var eftir bókinni. Day Lewis var bestur, Bardem var bestur o.s.frv. Ég veit ekki hvort ykkur fannst þetta áhugavert en mér er svosem DMS. Ég get allavega lofað því að ég mun ekki væla yfir stigagjöfinni einsog Bjarki Ómars.

2 comments:

Jolli said...

Bledsig, hvað segja ólympíukjeppzarnir?

Siggi Palli said...

Fín færsla. Hefði átt að gera eina slíka sjálfur, en á enn eftir að sjá There Will Be Blood og Michael Clayton.
Tek fullkomlega, 100% undir athugasemdir um verðlaunin sem Bourne vann og No Country hefði átt að vinna. Í Bourne er klipping og hljóðvinnsla mjög áberandi, "in your face", en er hún eitthvað betri fyrir vikið? Ég held ekki...
Ég var ekki alveg að fíla Juno, mér fannst hún bara la-la. Er eiginlega sammála algengri gagnrýni að sum samtölin eru fáránlega tilgerðarleg. Mér finnst líka skrýtið að hafa bara einhverja krútt-tónlist í myndinni þegar Juno á að fíla Iggy Pop and the Stooges (og ég man ekki eftir að hafa heyrt í Iggy Pop...). Fer svo sem ekkert í taugarnar á mér, bara skrýtið.
Hvað óvænta niðurstöðu snertir, þá bjóst ég ekki við þessum sigurvegurum í leikkvenna-flokkunum. En maður er svo sem ekki búinn að sjá þær myndir...

5 stig.