Wednesday, November 7, 2007

Topp Tíu Sjónvarpsþættir

Mig langaði nú bara í tilefni af þessum glænýja topp tíu lista hér til hliðar að viðra ástæðurnar fyrir niðurröðun sjónvarpssería á honum eins og gert var fyrir bíómyndirnar um daginn. Endilega kommentið á þetta val og segjið ykkar skoðun á listanum, ef þið hafið einhverja. Hér koma fyrstu fimm á listanum í engri sérstakri röð, en Pushing Daisies fékk allrækilega umfjöllun um daginn og er sú færsla hér aðeins neðar. Enjoy.

Six Feet Under

Þið sem hafið séð Dexter vitið hversu viðbjóðslega vel Dexter sjálfur er leikinn af Michael C. Hall. Það var einmitt út af því sem ég fór að grennslast fyrir um hann á imdb.com og fann þá þessa seríu. Allir á síðunni sögðu að þetta væri stök snilld og þar sem þessir þættir gengu frá 2001-2005 var allt komið út á DVD þegar ég byrjaði að downloada. Heppinn ég. Þessir þættir fjalla um fjölskyldu í L.A. sem rekur útfararstofu. Þegar faðir heimilisins deyr ákveða synir hans tveir, Nate(Peter Krause), sem flúði burt að heiman eins fljótt og hann gat, og David(Michael C. Hall), sem fór sjálfur í útfararstjóraskóla til að þóknast pabba sínum, að halda áfram með bissnessinn saman. Þættirnir fjalla svo í rauninni um þessa karaktera, bræðurna tvo og mömmu þeirra(Frances Conroy), systur þeirra Claire(Lauren Ambrose) og bissnessfélaga þeirra bræðra, Ricardo Diaz(Freddy Rodriguez).
Þættirnir eru ekki einungis frábæ
rlega skrifaðir, með skemmtilegum söguþráðum og alveg hreint ótrúlega góðum samtölum, heldur eru þeir einnig frábærlega leiknir og vel gerðir á allan hátt. Karakterarnir eru svo ótrúlega trúverðugir að ef maður kemst nógu djúpt inn í þessa þætti þá hreinlega getur maður ekki hætt og leikurunum tekst öllum að gera þessum karakterum alveg hreint frábærlega góð skil.
Eins og ég hef minnst á áður í þessu bloggi mínu, í einum af fyrstu færslunum raunar, var það Alan Ball, handritshöfundur American Beauty, sem fékk hugmyndina að þáttunum og skrifaði helminginn af þeim sjálfur. Hann virðist hafa einhverja ótrúlega snilligáfu til að gera líf venjulegs fólks áhugavert og spennandi án þess að gera vandamálin nokkurn tíma cheesy eða asnaleg. Manni líður aldrei eins og það sé verið að troða inn “plot devices” til að láta eitthvað ótrúlegt gerast. Allar pælingarnar eru raunverulegar og sannfærandi.
Þegar Ball fannst eins og þættirnir hefðu komið því til skila sem hann vildi ákvað hann að klára bara dæmið eftir fimmtu seríu og endar því sagan þar. Það er ágætt fyrir fólk að vita hversu mikið það þarf að horfa á auk þes
s sem þættirnir voru virkilega góðir á meðan þeir gengu og voru ekki dregnir út til að græða pening eins og sumar sápurnar í sjónvarpinu(ER er gott dæmi). Ég vil síðan geta þess án þess að eyðileggja fyrir neinum að endirinn á þessari seríu er sjálfsagt sá mest “satisfying” sem ég hef séð og það er vel þess virði að spreða smá tíma í þessa þætti þótt ekki væri fyrir annað en lokaþáttinn. Þessi þáttasería inniheldur nokkra af bestu þáttum sem ég hef nokkurn tíma séð og er þá mikið sagt. Frábærlega leiknir, frábærlega gerðir og frábærlega skrifaðir. Einfaldlega snilld á allan hátt. Besta sjónvarpsefni allra tíma. Punktur.

South Park
“Four boys. One f**ked up town.”

Að öllu öðru sjónvarpsefni ólöstuðu, þá er South Park þeirra Trey Parker og Matt Stone án nokkurs vafa gáfaðasta sjónvarpsefni í heimi. Þeir tveir eru hreinir snillingar í að taka deilumál í þjóðfélaginu og gera úr þeim brandara sem hitta beint í mark. Og þegar ég segji beint í mark meina ég beint í fokking mark. Síðustu ellefu ár hafa þessir meistarar tekið á öllu frá útkomu PSP leikjatölvunnar til tuskudýra ætlaðra til kynfræðslu í skólum. Það sem gerir South Park að svo fullkominni satíru á nútíma bandarískt samfélag er hversu stuttan tíma tekur fyrir Trey og Matt að gera þættina en þeir þurfa einungis nokkra daga til að gera hvern þátt eftir að þeir tóku að nýta tölvur við þáttagerðina. Ekkert er þessum mönnum óviðkomandi og alls ekkert heilagt, sem sést hvað best á bröndurunum þeirra um Steve Irwin eftir að hann dó. Ekki einungis gerðu þeir grín að honum í hrekkjavökuþætti 10. seríu heldur bombuðu þeir út tveimur miklu harðari bröndurum í næsta þætti eftir að fjölskylda Irwins kvartaði yfir þeim. Það besta við þættina er að þrátt fyrir að vera nú að ljúka við 11. seríu sína hafa þeir aldrei verið ferskari og skemmtilegri. Þróun þáttanna frá fyrstu seríu seinustu 11 ár hefur haldið þeim ferskum allan þennan tíma og að 9. seríu undanskilinni eru allar seríurnar virði einkunnarinnar 5/5. 9. serían missti pínu dampinn en eftir að hafa horft á hana sjálfir hafa þeir greinilega fattað hvað var að og lagað allt sem illa fór. Síðan má að sjálfsögðu mæla sérstaklega með South Park bíómyndinni sem kom út árið 1999 en þar fer besta grínmynd allra tíma og má segja að hún eigi heima meðal bestu South Park þáttanna. Meistarasnilld að öllu leiti. Four boys. One f**ked up town.” Svo sannarlega orð að sönnu.

Sérstaklega skal minnast á nokkra þætti:

Rainforest Schmainforest - 301

Scott Tenorman Must Die - 501

Cartmanland - 506

Christian Rock Hard - 709

Woodland Critter Christmas - 814

Og auðvitað margir, margir fleiri...

Deadwood

Þessir þættir eru mér frekar ofarlega í huga þegar ég fer á svona hugsanarölt þar sem ég hef alltaf verið mikið fyrir vestra og hugfanginn af fílingnum og mannlífinu í villta vestrinu. Þegar ég byrjaði á þessum þáttum átti ég von á einhverjum Sergio Leone eða John Wayne pælingum, töff bardögum og eilífðarspöðum að vaða uppi. Annað kemur þó á daginn því þessi þáttaröð snýst að miklu leyti um líf og daglegt amstur fólks í nýbyggðum smábæ í útnára Bandaríkjanna. Á tímum útþenslunnar í Bandaríkjunum, þegar menn sóttu hvað harðast í vesturátt til að tryggja sér landskika á hinum ókönnuðu sléttum, tóku sumir sig til og stofnuðu bæjarfélög, úr lögum við Bandaríkin sem slík, og er Deadwood eitt slíkt. Við fylgjumst með Seth Bullock(Timothy Olyphant) og Sol Star(John Hawkes) sem mæta í bæjinn með það að markmiði að hefja nýtt líf sem sölumenn áhalda til gullgraftar eftir strembin ár sem laganna verðir. Það heppnast þó ekki betur en svo að Seth endar á að skipa sjálfan sig lögreglustjóra þessa lagalausa bæjarfélags og endar þar með í vandræðasúpu sem hvergi sér fyrir endann á.
Þættirnir hafa verið hlaðnir lofi í gegnum tíðina, bæði af gagnrýnendum og aðdáendum, og ekki að ástæðulausu. Leikurinn er mjög
góður, þá sérstaklega hjá Olyphant og Ian McShane sem leikur kráareiganda og illmenni, auk þess að vera einn stofnenda bæjarins. Karakterarnir eru í meira lagi áhugaverðir og andrúmsloftið er áþreifanlegt. Ekkert var til sparað við gerð þáttanna og því hefur allt frá leikmynd til skrifta verið gert sem best úr garði. Þótt þættirnir hafi verið cancelaðir eftir 3. seríu er alveg óhætt að láta sig detta í þá því endirinn á henni þjónar ágætlega sem endir á söguna alla.

Band Of Brothers

Þegar þessir þættir voru sýndir á Stöð 2 á sínum tíma var ég hardcore DoD(Day of Defeat) spilari og þar af leiðandi gersamlega forfallinn aðdáandi seinni heimsstyrjaldarinnar. Þótt ég hafi ekki verið með áskrift að Stöð 2 horfði ég bara á þættina ruglaða og fékk þá síðan lánaða á spólu hjá frænda mínum áður en ég komst loks yfir þá á DVD fyrir rest. Þessir þættir eru vægast sagt snilld. Sagan af Easy company úr 101. fallhlífahersveit bandaríska hersins er ein sú allra magnaðasta sem sést hefur á litla skjánum. Allt frá æfingabúðum við Currahee á Bretlandseyjum til Normandy héraðs ,aðfaranótt 6. júní 1944, til nákaldra Ardenne skóganna við bæinn Bastogne fylgjumst við með þessum hermönnum í gegnum súrt og sætt, sorg og gleði og allt þar á milli. Að segja að leikurinn sé frábær væri vanmat af hæstu gráðu. Damian Lewis, Donnie Wahlberg, Ron Livingstone, Matthew Settle og margir fleiri sýna sitt allra besta og gott betur. Leikmynd, myndataka, brellur, handrit, hasar, drama og að sjálfsögðu mennirnir sem skipuðu herfylkið gefa ekkert eftir og á endanum verður til þáttaröð sem á engan sinn líka. Ákvörðunin að láta mennina sjálfa, sem komust af, hefja hvern þátt á endurminningum sínum gefur þættinum áður óþekkta dramatíska vigt og tengir mann þeim mun meira við þessa karaktera og baráttu þeirra fyrir lífi sínu. Band of Brothers er gersamlega ómissandi fyrir hvern áhugamann um seinni heimsstyrjöldina og hreinlega fyrir hvern aðdáanda góðs sjónvarpsefnis.

Rome

Þessir þættir gripu strax athyglina, enda hef ég löngum verið hálfgerður sögurúnkari og æst mig sérstaklega yfir svona fornaldar epík. Ég varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrygðum. Þótt epíkin hvað varðar bardaga sé kannski ekki jafn mikil og í myndum á borð við Gladiator er það aðallega hið viðbjóðslega líferni Rómverja og baktjaldamakkið í pólitíkinni sem heillar. Bardögunum er reyndar líka fyrir að fara en það er aðallega í seinni seríunni, þar sem augljóst er að þátturinn fékk aukið fjármagn til framleiðslunnar þá. Þættirnir eru frábærlega leiknir og má þá sérstaklega nefna Ray Stevenson og Kevin McKidd, í aðalhlutverkum Titus Pullo og Lucius Vorenus, tveggja hermanna í her Júlíusar Sesars í Gallíu. Menn þekkja kannski McKidd úr hlutverki hans sem Tommy hinn alnæmissjúki í Trainspotting og Stevenson hefur farið um víðan völl í bresku sjónvarpi og mun næst sjást í framhaldi Punisher myndarinnar.
Það er auðvitað ekki hægt að búast við öðru en snilld frá HBO og BBC í samstarfi, en þessar tvær sjónvarpsstöðvar eru án alls vafa þær öflugustu í gerð frábærra sjónvarpsþátta undanfarna áratugi. Þættirnir eru allir þeir glæsilegustu út frá öllum sjónrænum viðmiðum, búningar frábærir og myndataka mjög töff, en það er auðvitað mismunandi eftir þáttum. Allt í allt, algjör snilld.

3 comments:

Árni Þór Árnason said...

frábær færsla! Djöfull man ég eftir því þegar við vorum gjörsamlega að missa okkur yfir Band of Brothers. Enda fokking geðveikir þættir!

Er búinn að ætla mér að detta inn í Six feet under alveg frekar lengi en mér hefur ekki enn tekist að finna nokkurn mann sem á þetta. Siggi, átt þú þetta kannski? Eða bara einhver? Einhver sem getur lánað mér þetta?

Siggi Palli said...

Djöfuls massafærsla!
Og fullt af sjónvarpsefni sem ég á eftir að horfa á. Ég er enn ekki farinn að horfa á Rome, Six Feet Under eða Band of Brothers. Veit ekki hvort ég leggi í þetta á næstunni, enda ekkert sem er jafnmikill tímaþjófur og að horfa á heilu seríurnar af góðu sjónvarpsefni.
Ég held ég sé bara hundlélegur sjónvarpsáhorfandi, því ég hef heldur ekkert séð af Sopranos.

Bóbó said...

Nei, Sopranos hef ég heldur aldrei dottið inn í. Hef séð einn og einn þátt og suma þeirra virkilega góða en lét mér alltaf duga Goodfellas og Godfather í mafíumyndunum. Annars eru Band of Brothers og Rome báðar mini-seríur þannig að þær éta aðeins minni tíma en þessar venjulegu 22, klukkutíma löngu, þátta raðir. Six Feet Under eru líka bara 13 þættir serían en það er vissulega hægt að tapa nokkrum dögum í svona vitleysu.