Dexter eru allt of góðir þættir. Ég hef ausið lofi á þá trekk í trekk á þessu bloggi en ég virðist tilneyddur til þess einu sinni enn því lokin á 2. seríu eru hreinlega brjáluð. Djöfuls snilld að leysa vandamálið með Doakes í búri með því að láta Lylu finna hann og drepa án nokkurrar aðkomu Dexters. Djöfuls snilld að gefa Dexter góða ástæðu til að drepa Lylu og djöfulsins fokking snilld að sýna okkur Dexter myrða þessa ömurlegu mellu í París af öllum stöðum. Hann sagði meira að segja „takk fyrir“ eftirá. Það er samt ekki margt sem ég þarf að ræða um þennan karakter akkúrat núna. Ég lagði í nokkuð langa færslu um hann um daginn þannig að það er með mestu óþarft. Mig langar bara að minnast á nokkur atriði úr þessum seinustu tveim þáttum.
Mér leið frekar illa þegar mellan drap Doakes. Á þessum stutta tíma sem þeir áttu saman, morðinginn Dexter og fórnarlambið James, lærði ég að meta hann meir og meir. Hann var ágætis gæji og átti ekki skilið að vera drepinn af einhverri ömurlegri, fölri bretahóru. Þetta gerði reyndar að verkum að Dexter fékk ástæðu til að myrða hana þannig að ég get alveg sætt mig við skiptin.
Atriðið í seinasta þættinum þar sem við sjáum morgunrútínuna hjá hamingjusömum Dexter, með klippum úr introinu, var algjör snilld. Djöfull var hann sáttur og djöfull var ég sáttur með að hann væri sáttur. Ég elska þennan gæja, hann er algjör meistari. Það er í rauninni það besta við þennan seinasta þátt, hvað ég vafðist um fingur rithöfundanna og missti mig í tilfinningahita á köflum. Ég var að verða brjálaður þegar ég hélt í smástund að Dexter ætlaði sér að byrja aftur með Lylu. Ég gat síðan ekki hamið mig af gleði þegar ég fattaði planið hans og hlakkaði óstjórnlega mikið til að sjá hann saga hana í sundur með keðjusög.
Þar komum við svo að skemmtilegasta atriði þessara þátta og, að mínu viti, ánægjulegasta atriði sjónvarpssögunnar. Ég get ekki lýst hamingju minni þegar Dexter rak þennan hníf á bólakaf í bringuna á Lylu. Þessari ömurlegu mellu, sem ég hef elskað að hata alla seríuna, hefur loksins verið lógað og kominn tími til. Það hafði líka mikil áhrif á fílinginn í senunni hversu ólík stemningin var í Parísarskotunum heldur en í “sunny Miami”. Geggjaður endir á frábærri þáttaröð.
Ég er líka ógeðslega ánægður með að Dexter sé aftur byrjaður með Ritu. Ég fíla hana í botn, hún er svo góð manneskja og veitir svo sterkan kontrast við vonda Dexter. Þess vegna hefði það aldrei gengið að láta Dexter og Lylu enda saman í lengri tíma. Þau eru bæði svo vond, sérstaklega hún, þessi rotnandi tæfa. Ég fíla krakkana, ég fíla Ritu og ég elska að Dexter sé raðmorðingi í felum með fjölskyldu og saklausa konu. Það er bara miklu skemmtilegra, dínamískt séð, heldur en að hann sé loner með geðbilaða pyromaniac kærustu.
Að endingu... hvað nú? Fyrsta serían kynnti okkur fyrir “friendly neighbourhood mass-murderer” konseptinu og gaf okkur virkilega góða og tilfinningaþrungna sögu um mann sem hefur engar tilfinningar og þarf að drepa eina manninn sem skilur hann. Önnur serían gaf okkur sama mann á flótta undan lögunum og sjálfum sér líka, Dexter byrjaði að líta Harry gagnrýnni augum og komst að ýmsu um fortíð sína. Núna er okkar maður aftur á móti orðinn master, að eigin sögn. Hann hefur ákveðið að taka samböndum við aðra opnum örmum frekar en að fela sig sífellt á bak við upplogna grímu tilfinningaleysis. Hann hefur þar með gefið höggstað á sér en hann er tilbúinn til að takast á við þau vandamál sem bíða framundan. Hann elskar Ritu, börnin og Deb og hann elskar að drepa glæpamenn á mjög skipulegan hátt, sem nálgast stundum það sem sumir myndu kalla helgisið. Lokasetning seríunnar segir allt sem segja þarf um þennan nýja Dexter,