Saturday, September 1, 2007

Astrópía

Nei, haldiði að ég hafi ekki bara dottið á Astrópíu rétt eftir að ég kláraði hina færsluna. Vindum okkur nú í að kjafta um þessa mynd.
Myndin byrjar ágætlega og tekst að halda ágætum dampi og hressleika. Sérstaklega fannst mér atriðin í búðinni standa upp úr hvað grínið varðar. Sveppi og Pétur Jóhann eru náttúrulega alveg nógu fyndnir til að bera þann hluta myndarinnar. Eftir að Role-Play dæmið byrjar fer myndin aftur á móti að tapa fókusnum. Það er saga í gangi í raunveruleikanum en um leið og role-play ævintýramennskan byrjar skiptir það engu máli. Mér leið dálítið eins og RPG elementið væri þarna til þess eins að búa til skemmtilegan trailer. Allt í allt fannst mér myndin innihalda skemmtilegar pælingar og ég held að með betra handriti og aðeins fókuseraðri mynd mætti gera þetta konsept að einhverju geggjuðu. Það tekst aftur á móti ekki í þessari mynd þar sem role-play atriðin fjara alltaf út í pirring(sérstaklega þegar stóri bardaginn á að byrja og myndin fade-ar í svart). Endirinn er svo frekar skrítinn, skemmtilegur, en aðeins of steiktur til að virka vel. Það sem aftur á móti fór mest í taugarnar á mér var hversu illa bæði leikurum og leikstjóra virtist vegna í vandræðalegum atriðum. Má þá sérstaklega minnast á atriði um miðbik myndarinnar þegar Hildur fer út úr bílnum hjá aðalgæjanum, man ekki hvað hann hét. Þetta atriði fer í bakminnið og verður héðan í frá borið saman við öll önnur léleg, vandræðaleg atriði sem botninn á skalanum. Leikurinn hjá Ragnhildi er alger skelfing í þessum atriðum, mun verri en í restinni af myndinni. Mér leið dálítið eins og leikstjórinn kynni ekki almennilega að láta þessi atriði flæða þannig að allt endaði í langdregnum leiðindum.
Þá á ég samt ennþá eftir að mynnast á mcguffin elementið í endinum, þegar Jolli hringir í Hildi upp úr þurru og biður hana að hitta sig niðrí bæ... því það er búið að sleppa honum... eftir að hann var dæmdur í 4 ára fangelsi tveimur vikum áður eða eitthvað. Þetta er án vafa slakasta framvinda á plotti sem ég hef séð í langan tíma. Hversu ótrúlega heimska átti eiginlega að gera Hildi? Mér leið stundum einsog hún ætti að vera frekar sniðug og eðlileg en atriði eins og þetta grafa gersamlega undan allri slíkri persónusköpun.
Jæja, þá er ég búinn. Stjörnugjöf 3/10, einvörðungu fyrir fyrsta bardagann, sem virkaði frekar töff, og húmorinn í búðinni.

No comments: