Tuesday, September 11, 2007

Maraþonið

Þrátt fyrir að hafa ekki vitað að við ættum að sækja myndavélina í fyrsta tíma á mánudaginn tókst okkur að koma yfir hana höndum og allt draslið sem með fylgdi. Siggi bombaði á okkur gátlista líka til að vera nú viss um að við týndum engu, og það tókst heldur betur, fyrir utan það að við týndum blessuðum gátlistanum.
Við höfðum verið með frekar skemmtilega hugmynd fyrir tökudag en svo óheppilega vildi til að rigning á tökudegi hamlaði henni allverulega, þannig að skipta þurfti um pælingu. Ég vil nú ekki fara neitt út í myndina, þið sjáið hana bara þegar þar að kemur, en ég get þó sagt dálítið frá vinnuferlinu. Við fórum heim strax eftir skóla, strákarnir í Ólympíuliðinu, og fórum að kasta á milli okkar hugmyndum að strúktúr fyrir hugmyndina. Pælingin með að klippa þyrfti í myndavélinni þrengdi vissulega möguleikana en bjó einnig til vandamál sem gaman var að komast yfir(kredits-atriðið er eitt af þessum). Á endanum vorum við komnir með frekar stabílan strúktúr og þá tóku við tökur. Fyrst á dagskrá var að læra pínu á vélina, hvernig skipta skildi milli VCR og Camera, hvernig skipta ætti á milli 48k hljóðs og 32k, og fleira og fleira. Þegar við vorum komnir með allt á hreint fórum við að taka upp sem tókst aldeilis glimrandi og þegar hlutirnir ganga vel fyrir sig verður allt miklu skemmtilegra. Þegar kom að samtalsatriðum hripuðum við eitthvað niður á blað(Ari Ritvél tók þessar skildur að sér að mestu) eða bara spunnum þetta, ekki svo langar romsur sem við vildum hafa í þessu. Myndin endaði á að vera rétt rúmar 6 mínútur að lengd og tók um það bil 7 klukkutíma í gerð(ætli hún hefði ekki tekið aðeins minni tíma hefðum við kunnað á tækin fyrirfram). Audio Dubbið tók svo dálítinn tíma að lokum, smá juggle um hvaða snúrur ættu að fara hvert, finna réttar snúrur, skipta milli channela og fleira, en á endanum gekk allt upp og við vorum ánægðir með lokamyndina. Engin Citizen Kane kannski, en hverjum er ekki drjólanum meira en sama um það? Ég hlakka aftur á móti rosalega mikið til að gera aðra stuttmynd þar sem við fáum að taka aðeins meiri tíma í þetta og klippa eitthvað af alvöru. Þangað til, skemmtið ykkur yfir maraþoninu, því það er geðveikt gaman að búa til bíó í góðra vina hóp.

No comments: