Friday, September 28, 2007

RIFF: Dagur eitt endar með skelfingu

Þið verðið að afsaka hversu stuttaraleg þessi færsla er en ég get hreinlega ekki skrifað meira um þessa mynd.

Fyrsta myndin sem ég skellti mér á á þessari blessuðu kvikmyndahátíð, Híena, verð ég að vona að sé sú versta því það var rosalega lítið sem þessi mynd hafði fram að færa. Hún fjallar um lítinn strák í iðnaðarbæli í Póllandi sem segir vinum sínum hryllingssögur til að spæsa upp tilveruna. Ég nenni hreinlega ekki að fara lengra út í söguþráðinn því þá verð ég bara pirraður. Hinir strákarnir eru búnir að segja nógu mikið um skelfileg mynd- og hljóðgæði sýningarinnar þannig að ég held ég skelli bara einu DMS á það allt saman. Aftur á móti vil ég nota tækifærið og segja að mér fannst settingið töff og creepy og söguskotin af ógeðslega gæjanum í trailernum voru töff. Fyrir utan það hata ég þessa mynd og fyrirlít. Hún var leiðinleg, innihélt lélegt plott og asnalega karaktera. Twistin, ef svo mætti kalla, voru bæði fyrirsjáanleg og út í hött, sem og leikmyndin í lokaatriðunum. Hvað var með alla þessa plastpoka? Í alvöru talað.

Ég verð að vona að þessi mynd sé undantekning hátíðarinnar og geri passlega ráð fyrir því. Girls Rock verður pottþétt geggjuð ef lýsingin er eitthvað til að styðjast við og ég hlakka mikið til að sjá Shotgun stories, fyrsta myndin sem ég sá í bæklingnum sem greip athyglina um leið. Ég mun henda inn review um þær í kvöld eða á morgun. Annars eru þær þó nokkrar sem ég mun fara á á um helgina, þeirra á meðal You, The Living, XXY og Miðnæturmyndir David Arquette og Johnathan King, þannig að kíkið aftur á síðuna um helgina til að sjá hvað er þess virði að tékka á. Þangað til, Adios.

No comments: