Saturday, September 1, 2007

Haldið ykkur rólegum

Fyrst ég missti af bekkajrsýningunni á Astrópíu og á ennþá efti að sjá hana(ætli það gerist ekki á morgun) hef ég ákveðið að sefa hungur ykkar allra með smá færslu. Ég hef verið nölli allt mitt líf, ekkert við því að gera, enda er það líka geggjað. Ef ég væri ekki nölli gæti ég ekki réttlætt það fyrir sjálfum mér að hanga heima heilu helgarnar, horfandi á sjónvarpsþætti í tölvunni og étandi snakk milli þess sem ég skelli mér í einvhern feitan tölvuleik. Af sömu ástæðu er ég núna dottinn í þetta fag, mér finnst gaman að horfa á sjónvarp og bíómyndir og mér finnst gaman að rífa kjaft um hvað er skemmtilegt og hvað ekki. við skulum þá ekkert vera að draga þetta lengur og vinda okkur í eitthvað aðeins hressara.

Um daginn sá ég Apocalypse Now í fyrsta skipti síðan ég var svona 10 ára. Ég mundi ógreinilega eftir ákveðnum atriðum en að mestu leyti var myndin ný fyrir mér. Nú veit ég ekki hvernig það hefur verið að berjast í Víetnam stríðinu, en ég veit hvernig tilfinning það er að hafa tekist að drulla illa á sig og líða geðveikt illa í maganum, annað hvort af sektarkennd eða almennri vanlíðan. Einmitt þannig leið mér meðan ég horfði á þessa mynd. Mér leið einsog mér væri rosalega heitt útí frumskógi og allir í kringum mig væru gersamlega kolbilaðir. Maður lendir í því öðru hvoru í partýum að lenda í samræðum við mann sem við fyrstu sín virðist frekar eðlilegur en endar á því að vera gersamlega út í hött og fáránlegur. Ég get eiginlega ekki ímyndað mér hversu ótrúlega óþægilegt er að umgangast slíka menn einvörðungu, á bát, í víetnam og með endalaust af asíubúum tilbúnum að stúta mér.
Allt í allt var þetta ógeðslega góð mynd, aðallega vegna þess að hún fékk mig til að hugsa um það hversu gallað fyrirbæri mannskepnan er og líka því hún fékk mig til að líða illa. Ég tengi þessa mynd ómeðvitað við aðra mynd um Víetnam stríðið sem ég hef séð þó nokkuð oftar, Platoon, aðallega vegna þess að Martin Sheen og Charlie Sheen leika aðalhlutverkið í hvorri fyrir sig. Platoon hafði á vissan hátt sömu áhrif á mig og Apocalypse Now, en þar sem Apocalypse fékk mig til að hugsa um breiskleika mannsins, fékk Platoon mig til að hugsa mun meira um Víetnam stríðið sem slíkt. Kannski get ég bara ekki sætt mig við það að allir sem börðust í þessu stríði hafi verið svona kolklikkaðir og finsnt þess vegna Apocalypse aðeins of ýkt til að geta tekið hana alvarlega í þeim skilningi.
Allavega, nú er ég búinn að tala rosalega lengi um rosalega fátt og læt staðar numið í bili. Astrópíufærslan kemur á næstunni.

No comments: