Sunday, September 23, 2007

The Birth Of A Nation

Vá. Það er ein af þeim tilfinningum sem streyma um mann eftir að hafa horft á kvikmynda afrekið Birth Of A Nation. Vá, yfir því hversu epísk myndin er og flott miðað við elli. Vá, yfir því hversu góð sagan er og síðast en ekki síst vá yfir því hversu rosalega rasísk þessi mynd er. Það er kannski ekki D.W. Griffith að kenna hversu einhliða sagan hans er. Þrátt fyrir allt er þetta fyrst og fremst mynd um hörmung og ömurleika stríðs, stríðs sem hafði verið alið upp í Griffith sem "Uppreisnin mikla" af föður hans, miklum Suðurríkjadrjóla. En hversu illt innrætti sem menn fá þá eru ákveðnar pælingar hér alveg ofboðslega þröngsýnar og kjánalegar. En áður en við dembum okkur í það skulum við aðeins pæla í góðu hlutunum.

Þessi mynd er rosalega stór. Sagan er epísk á hvaða mælikvarða sem er, bardagaatriðin stórfengleg og íburðarmikil, dramatíkin tilfinnanleg og grínið alltaf til staðar þegar mest þarf á að halda. Þrátt fyrir þetta þurfti Griffith að vinna við mjög ákveðna fjármagnsáætlun og mátti ekki spreða í hvað sem er. Við Ari leigðum DVD-diskinn á Laugarásvídjó og ég horfði svo á heimildamynd um gerð myndarinnar í morgun þar sem margt skemmtilegt kom í ljós. Í stóru bardagasenunum voru herforingjarnir í skotgröfunum leiknir af aðstoðarleikstjórum og sáu um frá fyrstu hendi að leikararnir gerðu allt eftir kúnstarinnar reglum svo ekki þyrfti að eyða pening í aukatökur.

Leikurinn er eitthvað sem maður hefur svosem ekki fullt vit á, þar sem þöglar myndir eru aðeins annað fyrirbæri en hávaðasami frændi þeirra. Ég tel mig samt geta sagt að aðalmaður myndarinnar, "Little Colonel" Ben Cameron, hafi verið mjög vel leikinn af töffaranum Henry B. Walthall. Annars er myndin oft mjög ofleikin en þrátt fyrir það, og kannski af þeirri ástæðu, er skemmtilegt að horfa á hana.

Tónlistin er líka geggjuð, vissulega mikið um stef sem ekki voru sérsamin fyrir myndina, breski þjóðsöngurinn og fleiri, en öll tónlistin er mjög góð og gefur mjög góðan fíling fyrir myndina og hljóð og mynd passa vel saman í flestum tilfellum.

Margt gerist í myndinni, enda epísk mynd um Bandaríkin fyrir og eftir borgarastyrjöld. Við fáum að fylgjast með Abraham Lincoln(leikinn af ofboðslegum leppalúða) skrifa undir stríðsyfirlýsinguna á hendur Suðurríkjunum, Norðurríkin vinna stríðið, Abraham Lincoln myrtan af John Wilkes Booth(rosalega flott atriði) og Ku Klux Klan berjast gegn óréttlætinu sem upp úr því hefst í Suðurríkjunum af hendi svertingjanna og samverkamanna þeirra. Í gegn um þetta allt tvinnast svo sögur tveggja vinafjölskyldna, Cameron frá Suðurríkjunum og Stoneman frá Norðrinu, af ástum, ofbeldi, svikum og vináttu.

Það sem kom mér mest á óvart var hversu vel sagan er sögð. Maður missir aldrei þráðinn í þessu rúmlega 3. tíma bákni þrátt fyrir allt sem er að gerast á sama tíma. Dramatíkin er líka mjög góð og ekki hægt að segja að þessi mynd fái neitt minna á mann en hver önnur góð stríðsmynd. Þó má ekki líta framhjá aðalveikleika, og kannski aðalstyrkleika myndarinnar á sama tíma, rasismanum. Þessi mynd væri ekki eins fræg nú og raun ber vitni ef hún hefði ekki verið jafn alræmd á sínum tíma en á móti kemur að hún var alræmd og af góðri ástæðu.

"...until at last there had sprung into existence a great Ku Klux Klan, a veritable empire of the South, to protect the Southern country"

Myndin sem kom Ku Klux Klan aftur í gang og fékk fullorðna karlmenn til að gráta úr sér augun yfir hörmungum stríðs á við það vandamál að stríða að hún er einhliða í frásögn sinni. Ekki einhliða þannig að Norðurríkjamenn hafi verið ömurlegir að ráðast á Suðurríkin, heldur einhliða í þeim skilningi að eftir að Abraham Lincoln deyr eru vondir kallar annað hvort svartir eða "black sympathisers". Í raun er myndin rosalega þroskuð að því leiti að enginn er litaður sem vondi kallinn í baráttu norðurs og suðurs en þegar kemur að helvítis svertingjunum eru þeir allir illa lyktandi dýr nema þeir viti hvar þeir standa og haldi sig bara við þrældóminn. Nokkur atriði fara þarna hátt á blað í vitleysunni. Atriðið í þingsalnum þar sem svertingjarnir éta kjúkling og drekka sig fulla með tærnar upp á borðum er alveg rosalegt hvað þetta varðar. Annað slíkt er atriði í lok myndar þar sem svartir menn ætla sér að fara að kjósa en mæta byssuhlaupum Klansmanna við útidyrnar og ákveða að halda sig heima. Eftir að svertingjarnir höfðu gert það nákvæmlega sama við þá hvítu nokkrum vikum áður finnst Griffith það fyllilega réttlætanlegt að henda í okkur þessari senu til að sýna fram á yfirburði Klansins. Það er eins og hann vilji boða jafnrétti og bróðurlega ást en vilji samt skjóta negra á kjörstað og finnist ekkert skrítið við þennan málstað, enda þurfti hann að sitja undir ámæli frá flestum minnihlutahópum Bandaríkjanna í nokkur ár á eftir og myndin kom af stað kynþáttauppþotum og átökum á mörgum stöðum þar sem hún var sýnd.

Allt í allt er þetta frábær mynd, hún er ekki bara rosaleg heldur er hún skemmtileg líka, eitthvað sem ég bjóst alls ekki við. Þrátt fyrir annmarka sína hvað varðar rasisma gerir það myndina í raun bara skemmtilegri, það er gaman að gera grín að svertingjunum í myndinni fyrir að vera steríótýpur, nauðgarar og morðingjar. Skellið ykkur á hana ef þið eruð til í þögult bíókvöld með geggjaðri tónlist. 4 af 5

"Dem free-niggers f'um de N'of am sho' crazy."

2 comments:

Jón said...

þú værir alveg að sigla í 13 í danska einkunnakerfinu...

Bóbó said...

takk Jón, alltaf hægt að treysta á þig að stappa í mann stálinu