Wednesday, September 12, 2007

Do The Right Thing

Jæja, þá er maður loksins farinn að vinna í þessum 102 mynda lista og fyrsta mynd á dagskrá var Do The Right Thing eftir Spike Lee. Ég hef einungis séð þrjár myndir eftir Lee fyrir, Jungle Fever, Inside Man og 25th Hour, og get því ekki borið hana mikið saman við önnur verk, en get þó sagt að þetta er besta mynd Lee sem ég hef séð til þessa. Það fer reyndar pínulítið í mig hversu straightforward hann er á stundum(líkt og baðherbergisatriðið í 25th Hour) en ég skil vel að margir kunni vel að meta þá aðferð, það þurfa ekki allir að vera jafn "subtle". Allavega, myndin fjallar um dag í Brooklyn hverfinu í New York, þar sem flestar myndir Lee gerast, og tekur á þeirri deilu sem kemur upp milli svarts gæja, sem býr í hverfinu, og ítalskættaðs ameríkana, sem rekur Pizzeriu, að einungis hangi myndir af öðrum ítölum uppi á "wall of fame" á pizzastaðnum, en engum svertingjum. Ég sá fyrst fyrir mér að þetta yrði kannski eitthvað í líkingu við myndir á borð við Menace 2 Society eða Boys N' The Hood en svo reyndist ekki, enda Brooklyn og Compton ekki alveg sömu hverfi(og ekki í alveg sömu borg ef við förum út í það). Myndin snýst ekki um að skella skuldinni á neinn sérstakan hóp þegar kemur að kynþáttahatri, heldur málar alla upp sem sama, venjulega fólkið sem endar alltaf á að gera einhverja tóma vitleysu. Eftir að hafa pælt aðeins í myndinni fór hún að vinna á og í augnablikinu verð ég að segaj að ég er helvíti ánægður með hana. Hún tók vel á málefninu og skilaði sínu vel, þótt leikur Spike Lee sjálfs hafi mér fundist eini veiki hlekkur myndarinnar, hann var ekkert skelfilegur en hefði vissulega getað verið betri. Mest kom þó á óvart að sjá Martin Lawrence skjóta upp kollinum og leika mann sem ég hataði ekki frá byrjun, vissulega mikil framför fólgin í því(eða kannski frekar afturför enda er þessi mynd gerð 1989). ***1/2/*****
Að endingu vil ég bara minnast á að ég ætla að halda áfram að vinna í þessum lista á næstunni(er með nokkra torrenta í gangi núna) og hlakka mikið til að vinna mig aftur í kvikmyndasögunni með hann að vopni. 27 myndir komnar, 75 eftir.

No comments: