Tuesday, September 18, 2007

Crying Game


Þótt þrjár færslur á einum degi beri þess merki að ég hafi ekkert að gera á daginn langar mig að henda þessari inn til að koma af mér öllum þeim myndum sem ég hef séð undanfarið og skrifað síðan jafn óðum héðan í frá. Þeir sem hafa ekki séð þessa mynd mega svosem alveg lesa þetta, ég tala ekkert um plottið sem slíkt en það eru ákveðnir hlutir hér sem eyðilögðu upplifunina fyrir mér upp að vissu marki. Þeir sem vilja, haldið áfram að lesa.
Um daginn sá ég myndina The Crying Game, mynd sem ég hafði heyrt margt gott um áður, þar á meðal að hún ætti að innihalda eitt feitasta twist allra tíma. Þótt þessar upplýsingar sem slíkar segji mér í raun ekkert um innihald myndarinnar eyðileggja þær fyrir manni upplifunina og ég fann fyrir því hvað ég beið allan tíman eftir þessu twisti og eyddi löngum tíma af myndinni í að ímynda mér hvað það gæti verið. Þess utan var þessi mynd svona ágæt. Hún fjallar um breskan hermann á Norður-Írlandi, sem er handsamaður af IRA og haldið í gíslingu. Ég verð að viðurkenna að fyrir myndina hafði ég alltaf ímyndað mér að þessi mynd hlyti að vera með Cuba Gooding Jr., veit ekki af hverju en svo var ekki. Myndin er þrátt fyrir það vel leikin og twistið er rosalegt verð ég að segja. Forrest Whitaker er alltaf góður og aðrir leikarar voru fínir.
Leikstjórinn, Neil Jordan, virðist vera að fóta sig í leikstjórastólnum hér og, þótt hann skíti ekkert á sig, finnst mér Interview With The Vampire(1994) ,sem hann gerir tveimur árum seinna, sýna hann hafa mun betra tak á atburðarásinni. Hann gerir allt eftir kúnstarinnar reglum en myndin verður aðeins þyngri en hún þurfti að vera. Sagan er klassísk svo langt sem það nær en ég datt samt ekkert rosalega inn í myndina þótt hún hafi verið ágætlega flott. Það sem fór aðallega í taugarnar á mér var hljóðið í myndinni. Mér leið einhvern vegin alltaf eins og ég væri að horfa á mynd með hljóði frá 1950, ég veit ekki af hverju, var kannski bara eitthvað gruggugt. Allt í allt fannst mér myndin fín en, eins og Easy Rider, er hún þess virði að sjá aðallega til að geta lesið um hana seinna meir.
3/5

Ég er að gera ráð fyrir að því lengra aftur í kvikmyndasöguna sem ég kemst á þessum lista verði myndirnar betri, enda bara það besta frá þeim tíma sem reitt er fram. Ég veit að þetta er ekki listi yfir bestu myndir allra tíma og spurning hvort maður reddi sér ekki einum slíkum frá Ebert til að bera saman kvikmyndafræðilegt mikilvægi annars vegar og gæði og skemmtun hins vegar.

2 comments:

Árni Þór Árnason said...

þú ert gjörsamlega geðveikur...

Bóbó said...

mammaðín... þótt ég hafi gaman af því að skrifa þýðir það ekki að þú sért eitthvað geðheilli en ég. Ég eyði þó ekki hundruðum þúsunda í einhver drasl hljóðfæri og held að það geri mig að betri tónlistarmanni, OH snap!