Sunday, September 23, 2007
Önnur pæling
Ég var að horfa á Weeds um daginn og tók eftir því að heyrnarlausa gellan í þeim þáttum leikur líka heyrnarlausa stelpu í Jericho, sem leiðir af sér að ég legg tvo og tvo saman og kemst að því að hún er í raun heyrnarlaus en ekki bara geðveikt góð að leika heyrnarlaust lið. Gellan sem leikur heyrnarlausa lögfræðinginn í My Name Is Earl leikur einmitt líka heyrnarlausa stjórnmálafræðinginn í West Wing. Nú er ég að spá, A) er virkilega svona erfitt að leika heyrnarlaust lið og B) ef svo er eru þá bara tvær leikkonur á sjónvarps-circuit í Hollywood, ein miðaldra og ein ungleg stelpa, sem eru fengnar í öll stór, heyrnarlaus kvenhlutverk í stórum sjónvarpsseríum? Er þetta þá ástæðan fyrir því að það eru aldrei heyrnarlausir gaurar í svona þáttum, því það eru ekki nógu góðir heyrnarlausir leikarar í gangi?
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
bíddu .. er gellan í my name is earl ekki heyranarlaus? .. en ég sem var svo sammála Earl um að þetta væri geðveikt sexy hreimur ..
heimurinn hatar mig.
ha? neinei, hún er heyrnarlaus líka. kom það ekki nógu skýrt fram?
Post a Comment