Dagurinn í gær var tvímælalaust bæting frá því í fyrradag. Ég fór á tvær myndir, Girls Rock! og Shotgun Stories, og stóðu þær báðar undir væntingum.
Girls Rock!
Einhver vandræði voru með sýningartækin í byrjun og var þess vegna hafið smá Q&A fyrir myndina. Leikstjórinn hafði reyndar frekar fátt að segja og lítið merkilegt þar sem enginn var búinn að sjá myndina. Myndin byrjaði svo 20 mínútur yfir og allir voru glaðir. Skemmst er frá því að segja að þessi mynd er rosalega skemmtileg. Hún fjallar um "rokkbúðir" fyrir stelpur á aldrinum 7-18 ára í Bandaríkjunum, sem eru til þess gerðar að brjóta stelpur út úr steríótýpum og gefa þeim nýja sýn á sjálfar sig. Við fylgjumst náið með nokkrum stelpum í búðunum, þeirra á meðal asíska dauðarokkaranum Laura og 7 ára prinsessunni Palace, sem breytist í harðasta pönkara þegar hún tekur upp mic-inn. Inn á milli í myndinni er skotið inn staðreyndum um vandamál sem stelpur þurfa að glíma við í nútíma samfélagi í sambandi við steríótýpískt útlit og hegðun. Jafnvel þótt það hafi kannski virkað rosalega bandarískt að koma með fullt af statistík um líðan stúlkna á skólaaldri virkaði þetta ágætlega þegar upp var staðið og eftir stóð flott og skemmtileg mynd, vel unnin og með fallegan boðskap.
Eftir myndina bauð leikstjórinn þeim sem vildu að spyrja sig spjörunum úr varðandi gerð myndarinnar og tók ég það á mig að ríða á vaðið. Margt skemmtilegt kom upp úr kallinum, til að mynda að rúmlega 250 klukkutímar af efni hefðu verið teknir á þeim 5 dögum sem búðirnar stóðu auk viðtala við fjölskyldur sumra stúlknanna fyrir og eftir búðir. Þannig fannst pönkarinn Palace t.d. ekki fyrr en þeir sáu hana vappandi á göngum rokk campsins og ákváðu að tékka aðeins meira á henni og úr varð einn skemmtilegasti karakter myndarinnar. Hann talaði líka mikið um að klipping myndarinnar hefði verið ofboðslegt verk og að nú rétt áður en myndin fór í sýningar á kvikmyndahátíðum hafi leikstjórarnir tveir verið að breyta hlutum, og búðirnar voru tekanr upp 2005. Allt í allt, mjög skemmtileg mynd og fræðandi Q&A. Endilega tékkið á henni.
4/5
Shotgun Stories
Þessi hér er aðeins önnur tegund. Hún fjallar um átök, sem takast upp milli tveggja setta hálfbræðra eftir að pabbi þeirra deyr. Fátt annað er að segja um söguþráðinn en þrátt fyrir það er hér um góða sögu að ræða og vel sagða. Jeff Nichols tekst að byggja upp góða mynd af lífínu hjá þessum amlóðabræðrum, sem annað hvort tapa tugþúsundum hverja helgi í fjárhættuspilum eða búa í tjaldi fyrir utan hús hvers annars.
Leikararnir standa sig fjandi vel og getur það talist mjög gott þar sem flestir leikaranna eru hér að stíga sín fyrstu skref og má því sjálfsagt hrósa Nichols fyrir það líka. Karakterarnir eru allir mjög þrívíðir og góðir fyrir utan mögulega tvo yngri bræðurna úr seinni fjölskyldu kallsins.
Ég eiginlega neyðist til að spoila pínu til að geta haldið áfram með þessa umfjöllun þannig að þið sem viljið ekkert vita um framvindu sögunnar getið sleppt restinni. Mér fannst það mjög töff hvernig átökin milli bræðranna urðu alltaf alvarlegri og alvarlegri með hverju broti og kallaðist það dálítið á við vinnumannadrápin í Njálu. Fyrst er faðirinn vanvirtur, hundur drepinn, menn drepnir og svo koll af kolli. Sterkasta pæling myndarinnar er samt klárlega endirinn. Að Nichols skuli þora að taka þessa afstöðu í myndinni þegar flestir hefðu einfaldlega klárað myndina með byssubardaga og skilið alla áhorfendur eftir sátta er virkilega skemmtilegt. Hann ákveður að stoppa í miðjum klíðum og skilur okkur eftir með boðskap um að hversu langt ,sem menn eru leiddir, þá er alltaf hægt að útkljá málin friðsamlega. Þá er sérstaklega öflugt að sjá Son eftir að hann vaknar á spítalanum, hversu þreyttur hann er á þessari vitleysu og hversu mikið hann langar að enda hana. Skyldurækni hans er svo greinilega unnin af friðarvild Boy og ástarinnar á Annie og Carter. Lokaskotið skilur okkur eftir með tvo sátta bræður, sem gerðu það rétta í stöðunni, og geta haldið áfram með sitt líf og gefið öðrum frið til að lifa sínu þrátt fyrir allt, sem komið hefur á undan.
Þessi mynd fannst mér virkilega góð og ég ætla hreinlega að skella á hana 4/5
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Leikstjóri Girls Rock er búinn að setja link á þessa færslu (og færsluna hans Árna) inn á Girls Rock heimasíðuna, rosa ánægður með viðtökurnar!
þetta er nú meiri snilldin. Þessi gæji var nettasti gaur, hafði gaman af að deila reynslu sinni með manni. Kannski maður fari bara að breyta þessu í blogg á ensku?
Post a Comment