Það verður að segjast að ég hafði mínar efasemdir um þessa mynd áður en ég gekk inn í Sal 1 í Háskólabíó fyrr í dag til að bera hana augum. Trailerinn er sá slakasti sem ég hef nokkurn tíma séð og konseptið að láta einungis börn frægs fólks leika í myndinni fór ekki alveg vel í mig. Þá sannast það sem oft er sagt að best er að fara á góða mynd með engar væntingar.
Þessi mynd er frábær. Hún er virkilega, virkilega góð. Ég nenni ekki að rekja fyrir ykkur söguna enda svosem ekki mikið um hana að segja, set-up-ið lýsir myndinni. Karakterarnir eru skemmtilegir og trúverðugir, leikurinn fantagóður, þá sérstaklega hjá þeim sem léku Samma og Eyju(?), og lúkkið á myndinni mjög skemmtilega gróft og hrjóstrugt. Einmitt skemmtilegt hvernig lúkkið virtist breytast milli 7. áratugarins og nútímans, mjög töff. Rosalega Aviator.
Ég get ekki sagt að ég hafi haft gaman að fyrri myndum Guðnýjar, eiginlega ekkert gaman, en þessi mynd sker sig úr sem virkilega solid leikstýrð og handritið virkilega sterkt. Samtölin eru hvergi þvinguð eins og mér finnst oft verða í íslenskum bíómyndum og Hilmir Snær hendir inn sinni bestu frammistöðu að mínu viti síðan í Englum Alheimsins. Ég hef alltaf litið svo á að sú mynd sé besta íslenska myndin og þó ég standi enn á þeirri skoðun kemst Veðramót ansi nálægt og tekur fram úr á nokkrum sviðum, þá aðallega leik. Það er virkilega frískandi að sjá íslenska mynd þar sem maður liggur ekki í keng yfir aulahrollinum frá öllum sviðsleikurunum sem halda að þeir séu ennþá uppi á sviði, berandi fram hvern einasta sérhljóða svo hann heyrist upp í rjáfur.
Að lokum verð ég þó að enda á sorlegu nótunum. Það er virkilega sorglegt hversu góða aðsókn Astrópía er að fá miðað við þessa mynd, sem er svo miklu, miklu betri. Astrópía er drasl, bara ef íslensk dagblöð hættu að hype-a allar íslenskar myndir myndi fólk trúa því þegar það sér 4 stjörnu dóm um veðramót frekar en að horfa bara á trailerinn og hugsa "Hvaða grín er þetta?", en svona gerist þegar menn skíta gersamlega á sig í markaðsmálum.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
nákvæmlega
Það er pínulítið ósanngjarnt að bera þessa mynd saman við Astrópíu.
Leikstjórar þessara mynda eru að gera algerlega sitthvora gerðina af bíómynd.
Á meðan Veðramót segir hádramatíska sögu og gerir það einstaklega vel er Astrópíu einungis ætlað að vera fersk og hress íslensk ræma, gerð fyrir lítinn pening.
Þótt Astrópía stefni ekki á Edduverðlaunin finnst mér hún alls ekki vera drasl. Þvert á móti var hún frekar skemmtileg og alveg ágætlega fyndin. Létt bíómynd yfir poppi og kóki og góð sem slík.
Tek undir orð Björns. Að bera saman Astrópíu og Veðramót er eins og að bera saman epli og appelsínur (eins og Kaninn segir). Astrópía gerir ágætlega það sem hún ætlar sér. Veðramót ætlar sér bara svo mikið meira, og gerir það snilldarvel...
Ég veit það ve lað þetta eru gjörólíkar myndir, en það má samt vel bera þær saman. Ég gef þessum myndum ekki einkunn á sama skalanum, Astrópía fær einkunn sem ævintýra/grínmynd og Veðramót sem drama. Astrópía er vond í því sem hún ætalr sér, virkilega léleg, á meðan Veðramót er virkilega góð dramamynd. Þetta er fullkomlega sambærilegt og ég stend fyllilega við orð mín.
Post a Comment