Saturday, September 29, 2007

Skelfileg frammistaða

Þrátt fyrir að myndirnar sem ég fór á í dag hafi allar verið skemmtilegar á sinn hátt ætla ég ekki að skrifa um þær núna heldur myndirnar sem ég fór ekki á. Núna klukkan 22:00 ætlaði ég að fara á miðnæturhryllingsmyndasýninguna þar sem live band átti að spila fræg hryllingsmyndalög á undan. Ég varð aftur á móti frá að hverfa vegna röð atvika sem hreinlega eyðilögðu alla löngun til að sjá þessar myndir. Í fyrsta lagi byrjaði draslið ekki fyrr en 20 mínútum of seint, það er fyrirgefanlegt. Það sem er aftur á móti ekki fyrirgefanlegt er sú staðreynd að hljómsveitin spilaði hálft sett, þá eyðilögðust visjúalarnir þannig að þeir eyddu hálftíma í að reyna að laga þá en í staðinn fyrir að taka hlutunum með reisn og beila bara til að sýningin gæti að minnsta kosti haldið pínu áætlun og stemningu ákváðu þessir aular að klára settið sitt. Niðurstaðan, myndirnar byrjuðu klukkan 24:00. Ég hreinlega get ekki látið bjóða mér svona kjaftæði, guði sé lof að ég þurfti ekki að borga fyrir miðann á þetta helvíti því þá væri einhver með skó upp í rassgatinu á sér akkúrat núna. Þessi vitleysa hreinlega eyðilagði fullkomlega alla löngun í mér til að sjá skemmtilegar hryllingsmyndir og get ég ekki annað en klappað fyrir þeim fávita, sem ákvað að ganga hreinlega ekki frá verkinu hálfkláruðu og leyfa fólki að horfa á bíó heldur þröngva sér upp á það lengur en nokkur maður kærði sig um. Tips fyrir næstu tilraun til tónlistarflutnings: Æfa sig fyrirfram og vera viss um að allt virki og ef þú ert að skíta á þig gersamlega og fullkomlega, drullaðu þér þá af sviðinu.
Tónlistin sem slík var samt skemmtileg, þetta var góð pæling en alveg hreint hræðilega framkvæmd. Skelfilegur endir á annars góðum bíódegi.

1 comment:

Árni Þór Árnason said...

algjör skelfing.. hinar myndirnar voru samt mjög góðar!